Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 45

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 45
Smásaga Eigil Holm var einmitt af þeirri gerðinni, sem flestar konur falla fyrir, stór og þreklegur, laglegur, en karlmannlegur. Frami hans í starfi var honum meira virði en eiginkonan, og þegar hún tók upp á því að reyna að fremja sjálfsmorð, var honum nóg boðið. Hjúkrunarkonan klappaði henni á handarbakið. — Já, já, nú skuluð þér bara hvila yður vel. Eigil? Hvar var Eigil? Hún velti vöngum, en ekki lengi. Æ, sá góði Eigil . . . hann var víst hjá Susanne Iversen. Eins og venjulega nú i seinni tíð. Louise Holm lokaði augunum aftur. Og hugsaði. ÞEIR sátu hvor andspænis öðrum á skrifstofu yfirlæknisins. Eigil Holm reykti stöðugt. Gynther yfirlæknir, sem ekki reykti, reyndi að verjast reyknum. — Hefur hún nokkurn tíma reynt slíkt áður? Eigil hristi höfuðið. — Ekki svo að mér sé kunnugt. Yfirlæknirinn kinkaði kolli og horfði hugsandi á viðmælanda sinn. Einmitt af þeirri gerðinni, sem flestar konur falla fyrir, hugsaði hann, stór, þreklegur, laglegur, en karlmannlegur. Sólbrúnn og öumdeilanlega aðlaðandi. Ef hann sjálfur vildi. Gynther yfirlæknir neri hökuna. — Konan yðar mun ná sér fullkomlega eftir þetta, sagði hann. — Ég hygg, að við útskrifum hana eftir einn eða tvo daga. — Hefði hún raun- verulega ætlað að deyða sjálfa sig, hefði hún orðið að taka inn að minnsta kosti helmingi stærri skammt. Hann þagnaði og virtist í þungum þönkum. Dauft bros lék um varir hins mannsins. — Það gleður mig að heyra. Gynther yfirlæknir leit upp. — Hvers vegna gerði hún þetta? Eigil Holm kramdi sígarettuna i ösku- bakkanum og sló út höndunum. — Hvernig í ósköpunum ætti ég að vita það? Ég meina ... Hann yppti öxlum og yfirlæknirinn horfði á hann þegjandi. Auðvitað, hugsaði Gynther, auðvitað vill þessi angurgapi ekki skilja, hvers vegna konan hans reynir að fremja sjálfsmorð. Ó, nei, Holm var ekki af þeirri gerðinni. Hann var fyrst og fremst framapotari. maður. sem á unga aldri var orðinn forstjóri í stóru fyrirtæki. Dugnaðarforkur, sem lifði sínu eigin lífi meðal vina — og vin- kvenna — lífi, þar sem viðskiptin sátu i fyrirrúmi, þar sem smáræði eins og hjónaband var i öðru sæti. Hann andvarpaði og setti á sig rögg. — Hm . . . já, við komumst ef til vill ekki frekar á snoðir um það, herra Holm.en... Hann horfði hugsandi upp í loft, siðan afturágestsinn. — Þér vitið kannski ekki, að það er munur á fólki, sem reynir að svipta sig lífi? Eigil Holm ók sér vandræðalega I stólnum. — Hvaðeigið þér við? — Ég á við það, sagði Gynther, — að sjálfsmorðingjum mistekst sem betur fer oft. Sumir eru þvi fegnir. Aðrir reyna aftur að nokkrum tíma liðnum. — Eigið þér við, að Louisa, konan mín, kynni að tilheyra siðari hópnum? Gynther yppti öxlum. — Hreinskilnislega sagt, þá virðist mér hún vera af þeirri gerðinni, en ég hef auðvitað ekki á neinu að byggja, uns ég hef rætt betur við hana. En herra Holm ... — Já? — Hvað sem öllu líður, ráðlegg ég yður eindregið að líta vel eftir henni. Og fyrst og fremst er mikilvægt, að þér komist að því, hvers vegna kona yðar reyndi að taka inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Nei, grípiðekki fram í fyrir mér... ég hef engan rétt til að vita það, og þér þurfið vitanlega ekki að segja mér neitt. En ég er viss um, að þér vitið orsökina, og ef til vill er ástæða til, jafnt yðar vegna sem konu yðar, að þið, ja, eigum við að segja, takið ástandið til endurskoðunar. Eigil Holm forðaðist augnaráð yfir- læknisins. Hann var önnum kafinn við að kveikja sér i nýrri sígarettu. Loks hló hann þvingaðogsagði: — Ég skil víst ekki til hlítar, hvað þér eigið við, læknir, en auðvitað vil ég gjarna hugsa ... — Já, ekki satt? greip Gynther fram i. Skömmu síðar reis hann á fætur og fylgdi gesti sínum til dyra. ÍBÚÐIN var ekki stór, en mjög nýtísku- leg. Carla Fjeldborg kom í heimsókn eftir vinnu sína á bókasafninu og skoðaði allt i krók og kring. Loks fleygði hún sér niður i hægindastól og dæsti ánægjulega. < — Svo framarlega sem eg fæ séð, vina mín, þá er fyllsta ástæða til að óska þér til hamingju. — Viskí og ís?spurði Louise Holm. Hún þekkti vinkonu sína, sem var tíu árum eldri, jafnvel og sjálfa sig, og vissi auðvitað. að það var óþarli að spýrja. Það var sumar. og dyrnar út á svalirnar 'stóðu opnar. I.ouise var þegar farin að blanda i glösin. jx’gar Carla Fjeldborg bókasafnsfræðingur muldraði samþykki sitt. — Skál. sagði Louisc. — Er það ibúð- ,in. sem þú vilt óska mér til hamingju mcð? — Skál, sagði Carla. — Það er svo margt, sem má óska þér til hamingju með núna, ekki satt? Einnig að þú . . . ég meina, aðþú ... — Ert skilin við Eigil. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja? Vinkonan kveikti sér í smávindli. Hún hóstaði og saup á viskíglasinu. — Eigum við ekki bara að ræða málið, Louise? Og þegar Louise svaraði engu, hélt hún áfram: — Louise. indæli. litli kjáninn þinn. það furðar sig víst enginn á þvl, að þú skyldir falla fyrir Eigil, þegar þið giftuð ykkur fyrir tveimur árum, allra síst ég. Herra minn trúr, þið áttuð svo dásam- lega saman, svona til að sjá að minnsta kosti. Þú ert ung og falleg og . . . nei, gríptu ekki fram i fyrir mér, ég er ekki að skjalla þig að ástæðulausu. Þú ert falleg, meira að segja fallegasta stúlkait, sem Eigil hefur nokkru sinni notað sem stöðutákn. Louise hleypti brúnum. — í hreinskilni sagt, Carla .... — Haltu þér saman, sagði vinkonan. — Louise, ég hef þekkt þig frá því þú varst barn. Þínir draumar voru ekkert frábrugðnir draumum svo margra annarra kvenna. Þú féllst samstundis fyrir Eigil. og hvers vegna ekki? Hann er það, sem kalla má glæsilegan náunga, og hvernig áttir þú að geta séð fyrir, að hann var fyrst og fremst framapotari, sem leit á hjónaband sem tómstunda- gaman. Það var svo sem allt í lagi með það, svo lengi sem það hindraði hann ekki á öðrum vígstöðvum ... puh ...! Hún þurrkaði sér um ennið og saup á glasinu. — En Louise, hversu lengi voruð þið 46. tbl. Víkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.