Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 51

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 51
Draumar Veikindi í húsi frá liðnum árum Kæri draumráðandi. Eftirfarandi draum dreymdi mig dagstund þegar ég lagði mig. Ég vaknaði í svitabaði. En draumurinn er svona: Mér fannst að ég, systkini mín og foreldrar værum öll í húsinu sem afi og amma mín bjuggu í fyrir mörgum, mörgum árum. Það einkenni- lega við þetta var að mér fannst systkini mín, sem eru fjögur, öll vera ógift og jafnframt á mínum aldri, en í veruleikanum eru þau miklu eldri en ég. Jæja, svo kom að því að við áttum að fara að sofa. Ég var látin sofa ein í stóru herbergi, sem ég í draumnum vildi sjálf ekki. En þar sem mér fannst ég vera þreytt lagðist é'g út af í hjónarúm. Þá veiktist ég. Ég fékk höfuðverk — alveg hryllilegan og hita og mér fannst ég æpa á pabba en þá kom ég ekki upp nokkru hljóði. Þannig endaði draumurinn en þegar ég vaknaði gerði ég mér grein fyrir því að herbergið í draumnum var eins og herbergið sem ég hafði sofnað í að undanskildum nokkrum húsgögnum. Ég var sveitt og þetta var eins og martröð ( þ.e. sjúkdómurinn sem ég fékk í draumnum) þrátt fyrir að ekkert vœri ógn- vekjandi. Ég get tekið fram að húsið er minn framtíðar- draumur. Mig langar alveg ofsalega að eignast það og geta búið í því seinna meir. En nú vona ég að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. Bless. 13. Það er í sjálfu sér ekki hægt að ráða þennan draum þó draum- ráðanda þyki ástæða til að taka hann til umfjöllunar. Draumar sem fólk dreymir þegar það fær sér smáblund seinni partinn, eða þegar það sofnar aftur á morgnana, endurspegla yfirleitt miklu fremur hugsanir fólks og vökudrauma en að þeir séu tákndraumar. Tvennt í draumnum er einmitt af þessu tagi. Drauma- húsið og martraðartilfinningin (martraðir eru alls ekki tákn- draumar heldur sálfræðilegt fyrirbæri og ekki á færi draum- ráðanda að fjalla að gagni um þær). Þrátt fyrir þetta eru táknin sem marktæk verða að teljast í draumnum á einn veg og því ætlar draumráðandi að gera grein fyrir ráðningu draumsins, með þeim fyrirvara að ekki er víst að draumurinn sé táknrænn, hann getur þó verið það á einhvern hátt. Svo virðist sem annaðhvort þú eða systkini þín séu á hálli braut út af einhverju sem kemur ykkur sameiginlega við og sundurlyndi sé ríkjandi og jafnvel einhver i málinu sem hafi rangt við. Þú átt erfitt með að finna þig í þessu máli og ert mjög á milli tveggja elda og gætir leiðst út í að breyta illa gagnvart einhverjum þér nákomnum. ef þú gætir ekki að þér. Ef draumurinn er táknrænn að einhverju leyti er hann greinilega aðvörunardraumur og vísbending til þín að hafast ekkert að sem gæti verið ósanngjarnt gagnvart ein- hverjum i fjölskyldu þinni og einnig að hika ekki við að gera viðvart ef þú ert viss um að einhver annar sé að gera öðrum órétt í einhverju máli. Skop 46- tbl. Vikan sx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.