Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 44

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 44
ALTERNATORAR Startarar og varahlutir í raf kerfið í Ford Bronco Chevrolet Blaser Dodge Wagoneer Cherokee Datsun Toyota Citroen Mazda Benz Taunus Opel Land Rover Range Rover Cortinu Sunbeam Fiat Volvo Lada o. fl. VERÐ FRÁ KR. 680,00 Póstsendum Varahluta og BILARAF viðgerðaþjónusta Borgartúni 19 — Sími 24700 Sofðu rótt, Louise Sakamálasaga eftir Orla Johansen A Bílbeltin /r hafa bjargað y UMFERÐAR RÁÐ i—/ OFTIÐ var vitanlega það fyrsta, sem hún sá, þegar hún smám saman komst aftur til meðvitundar. Því hún lá á bakinu, og Ijóst hárið flóði yfir koddann. Loftið var líka það fyrsta, sem vakti áhuga hennar, þegar hún opnaði dimm- blá augun. Undrunarsvipur færðist yfir andlit hennar eftir þvi sem hugsunin smám saman skerptist. En hvað loftið var allt í einu orðið hreint, eins og það væri nýmálað. Hvit- málað. Hafði Eigil virkilega ... ? Það hljómaði ótrúlega, enda þótt hún væri margsinnis búin að ræða það við hann. Æ ofan í æ hafði hún beðið hann um að láta gera við brúnflekkótt loftin í stofunum og skipta um veggfóðrið, sem sannarlcga halði lil'aö sitt legursla. Og jafnoft hafði hann látið nöldur hennar sem vind um eyrun þjóta. Hún kunni svör hans utanað. Húsið var gamalt. Það stóð yst i útjaðri bæjarins. Eiginlega var það Bíll ársins 1980/1981 í Japan Nefnd 50 bílagagnrýnenda í Japan valdi MAZDA 323 sem bíl ársins 1980/1981 úr 138 nýjum gerðum sem komu á markaðinn í Japan. Enn einu sinni er MAZDA í farar- broddi. Við teljum að 323 verði ekki aðeins bíll ársins, heldur eflaust einn markverðasti bíll þessa áratugar. Þarsem eftirspurn eftir MAZDA 323 er gífurleg viljum við minna á að ráðlegt er aðpanta tímanlega. mazDa 323 / bilaborg hf. Smiðshöfða 23, simi 812 99. bærinn, sem hafði vaxið að húsinu, og nú stóð það þarna eins og timaskekkja með skóginn á aðra hönd og nýtiskuleg einbýlishús á hina. En Eigil átti þetta hús. Hann hafði erft það eftir foreldra sina, og þau höfðu flutt þangað strax eftir giftinguna. Hún þekkti þetta hús. Og hún þekkti Eigil. . . hún þekkti hann raunar mjög vel. — Já, en elskan min. var hann vis með að segja. — Húsið er alveg nógu gott. Líttu bara á múrverkið. Það er nú eitthvað annað en viðgengst nú til dags. Þegar Eigil kom með svona röksemdarfærslu, var mjög erfitt að beina athygli hans að nokkru öðru. Hún reyndi að segja honum. að það gæti vel verið, að húsið væri nógu traustlega byggt utanað séð. en það þarfnaðist að minnsta kosti vandlegrar yfirferðar innanhúss. Það þurfti að þétta það. mála og veggfóðra. Það var ekki þaö. aö Eigil væri fátækur. Hann átti nóg af peningum. En það var rétt eins og hann nyti þess blátt áfram að hunsa ábendingar hennar. Svo sem að gólfin á efri hæðinni væru farin að gliðna og fúna. Svo sem að það væru sprungur út um allt hús. Að ekki væri nú minnst á loftin og veggina stofunum. í þessu húsi voru næg verk efni fyrir fagmenn. Oft enduðu þessar samræður þeirra Eigils með því, að hann lofaði að tala við niálara og múrara og smiði . . . og gleymdi svo lotorðinu jafnóðum. Var loftið i raun og veru orðið hvit- ara? Louise Holm hrukkaði ennið aftur. Svo renndi hún augunum til hliðar og varð samstundis Ijóst i hverju mis- skilningur hennar var fólginn. Hún var ekki heima. Hún lá í rúmi, sem hún þekkti ekki, í herbergi, sem hún minntist ekki að hafa séð fyrr. Augljóslega sjúkraherbergi. — Líður yður betur? Hún sneri til höfðinu og horfði á hjúkrunarkonuna, miðaldra konu, sem brosti vingjarnlega. Louise deplaði augunum og brosti á móti. Hún svaraði ekki strax, en smám saman kom minnið aftur til hennar. Hún kyngdi munnvatni og beit á vörina, og loks muldraði hún: — Þetta . . . já, ég held . . . þetta . . . þetta var víst... var víst óhapp .... 44 Vikan 46. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.