Vikan - 14.01.1982, Side 3
Margt smátt
í þessari Viku
2. tbl. 44. árg. 14. janúar 1982 — Verö kr. 30
Englendingur, sem hélt fyrirlestra um
ferðir sínar um víöa veröld, talaöi með
heldur mikilli fyrirlitningu um Skota i
Kanada og hvernig þeir heföu blandast
indiánum.
„t Kanada er töluvert um skoska
blendinga og franska blendinga, en hins
vegar engir enskir blendingar.”
„Þaö er ekkert skrýtiö,” sagöi
Skotinn, „einhvers staðar uröu
innfæddir aö draga mörkin.”
★
Frú MacPherson var að kvarta undan
rottugangi á 18. hæð í fjölbýlishúsi, svp.
eftirlitsmaður var sendur til að kanna
ástandið.
I einni af þotum Arnarísleiða á
leiðinni frá Evrópu eru fjórir far-
þegar: Reagan forseti, biskupinn yfir
(slandi, þýskur ferðalangur og Hafn-
firðingur. Þegar vélin er yfir
Fœreyjum verður vart við bilun í
hreyfli og ekkert um að ræða nema
að yfirgefa hana í flýti.
Flugstjórinn kemur aftur í og segir:
„Þið verðið að afsaka, herrar mínir,
það eru aðeins fjórar fallhlífar um
borð. Flugfélagið hefur fjárfest svo
mikið í menntun minni að ég verð að
bjarga mér." Hann tekur fyrstu fall-
hlífina og stekkur.
Þá stendur Reagan forseti upp og
segir: „Ég er eina von hins frjálsa
heims og mér er skylt að bjarga
mér." Tekur aðra f allhlíf ina og
stekkur út.
Hafnfirðingurinn stendur næstur
upp og segir: „Ég hef ákveðið að
taka þátt í prófkjöri til undirbúnings
bæjarstjórnarkosningum í Hafnar-
firði og ég kem til með að verða
ómissandi í Hafnarfirði." Og stekkur
líka.
Þá segir biskupinn við þýska
ferðalanginn: „Sonur minn, þú ert
ungur og ég er aldraður og auk þess
er ég nær guði. Taktu síðustu fall-
hlífina og stökktu."
Þá svarar þýskarinn: „Herra
biskup, það er óþarfi. Við höfum
ennþá tvær fallhlífar.
Hafnfirðingurinn stökk út með
bakpokann minn."
„Hafðu auga með þessari litlu holu
þarna við þilið,” sagði konan.
Fimm mínútum síðar birtist stór
silungur í opinu.
„Hamingjan sanna, kona góð,” sagði
maðurinn, „sástu fiskinn?”
Fylgstu bara með rottunum núna,”
sagði konan, „við getum svo talað um
rakann i húsinu seinna.”
★
Hver segir aö Skotar sér tilfinninga-
lausir?
Fjórir voru saman komnir í póker á
hótelherbergi kvöld nokkurt. Einn þeirra
datt dauður niöur og hinir luku viö spilið
standandi.
★
Innanríkisráðuneytið hefur að undan-
gengnum miklum rannsóknum komist
að því hvað Skotar gera við gömul rak-
vélablöð.
Þeir raka sig með þeim.
★
Eftir að leigubíll í Aberdeen hafði lent í
óhappi mátti lesa í héraðsfréttablaöi að
tveir farþeganna væru enn á spítala en
níu heföi verið leyft aö fara heim.
★
Og svo var það skoska brúðurin sem
hélt brúðarvendinum en fleygði brúð-
gumanum yfir mannfjöldann.
★
Búðareigandi í Dundec var meö fulla
búðarglugga af sekkjapípum og hagla-
byssum.
„Er þetta auöseljanleg vara?” sagöi
vinur hans einn.
„Svo sannarlega,” sagöi búöar-
eigandinn, „ef einhver kemur og kaupir
sekkjapípu hjá mér koma nágrannarnir
daginn eftir og kaupa haglabyssu.”
★
McGregor var viðskiptajöfur sem alltaf
hafði gullfiskabúr á skrifstofu sinni.
Vinur hans spurði hverju það sætti og
viðskiptakóngurinn svaraði:
„Mér finnsl notalegt að hafa einhvern
hérna inni sem opnar munninn án þess
að biðja um kauphækkun.”
★
„Hefur þér nokkurn tíma verið boöin
góö máltíð í skiptum fyrir gott
dagsverk?” spurði kona nokkur um-
renning á götu í Dundeé.
„Já, einu sinni,” svaraði flækingurinn.
„En aö ööru leyti hafa allir veriö mjög
góðir viö mig.”
★
Maður þekkir skoskt veitingahús á því
að það eru gafflar í sykurkarinu í stað
skeiða.
GREINAR OG VIÐTÖL:
18 Þjálfun til sjálfshjálpar.
20 Ljót búkhljóð.
24 Kvikmyndagerð í Sovétríkjunum.
28 Ljósmyndaskólinn — síðari hiuti. Andinn, efnið og um hirðan.
40 Einu sinni var spæjari er hét James Bond.
42 Til að öðlast hamingju þarf maður að hafa hlutverk í lífinu.
SÖGIJR:
12 Undir fölsku flaggi — sjöundi hluti framhaldssögu.
38 Er gataspjöldum treystandi? — Willy Breinholst.
46 Kæri Georg — smásaga.
ÝMISLEGT:
2 Margt smátt.
4 Gömlu peysurnar samkvæmishæfar á ný.
8 Heimsókn í listamannahverfíð.
30 Madness í miðri Viku.
36 Heljarmikil skemmtun.
49 Eldhús Vikunnar með veislumat úr afgöngum.
VIKAN. (Jtgefandi: Hilmir hf. Ritstjórí: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir
Bjömsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurósson, Þórey Einarsdóttir. Útlitsteiknarí:
Þorbergur Krístinsson. Ljósmyndarí: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN í SÍÐUMÚLA 23, simi
27022. AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 8S320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þvorholti 11, sími 27022. Pósthólf 533. Vorð í lausasölu 30,00 kr.
Askriftarvorð 100,00 kr. ó mánuði, 300,00 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslcga oða 600,00 kr.
fyrir 26 blöð hálfsársloga. Áskriftarvorð grciðist fyrirfram, gjalddagar nóvombcr, fobrúar, maí og
ágúst. Áskrift í Roykjavík og Kópavogi grciðist mónaöarlcga.
Um málefni neytenda ar fjallað i samróði við Neytendasamtökin.
Forsída
f blaðinu í dag sýnum við hvernig
auðvclt er að nýta gamlar peysur,
blússur, boli og jafnvel undirkjóla, ef
hugmyndaflugið er notað. Forsíðu-
myndin sýnir únnu Margréti Jóns-
dóttur í gullsleginni peysu, en
myndina tók Ragnar Th.
2. tbl. Vikan 3