Vikan


Vikan - 14.01.1982, Síða 14

Vikan - 14.01.1982, Síða 14
til vill er ég á sömu slóð. Ef ég nefndi þér nafn mundirðu skrifa það í minnisbók- ina? Guðnason klappaði vasa sína utan og stundi við. — Herra Gaunt, sagði hann með al- vörusvip. — Mér þykir það leitt, en ég hef gleymt minnisbókinni. — Haraldur Nordur, hann rekur þjálfunarbúðirnar í Álfaborg. Undrun lögreglufulltrúans var aug- Ijós. — Þekkirðu hann? spurði Gaunt. — Aðeins af afspurn, sagði lögreglu- maðurinn þurrlega. — Hann hefur gott orðá sér. Hann yppti öxlum og reis á faetur. — Leifur Ragnarsson 6r væntanlegur á skrifstofuna til mín að gefa skýrslu varð- andi bílinn, ekkert annað. En við munum tala aftur saman bráðlega. Og vertu svo vænn að gera ekkert heimsku- legt, sem kynni að hneyksla mig. Skil- urðu? Gaunt kinkaði kolli og fylgdi honum til dyra. Hann glotti með sjálfum sér, þegar hann var aftur orðinn einn. Hann hefði getað velt þessu öllu af sér yfir á herðar lögreglufulltrúans, hefði raunar átt að gera það. En nú var svo komið, að hið upphaflega erindi hans til íslands hafði flækt hann I vef, sem einnig hafði teygt anga sína utan um Kristínu, Leif og Önnu. Og svo var það hans eigið sauðþráa skapferli. Fimm mínútum seinna pantaði hann símtal við Queen’s and Lord Treasurer’s Remembrancer í Edinborg. Svolítinn ergelsistón mátti greina i rödd Henrys Falconer, þegar hún barst honum yfir hafið, sem trúiega stafaði af því, að hann væri enn að fara í gegnum morgunpóst- inn. — Hafðirðu nokkuð upp úr vinum þínum? spurði Gaunt. — Ég kann að hafa misst nokkra vegna ágengni minnar, nöldraði Falconer. — Flestir þeirra voru þeirrar skoðunar, að þjálfunarbúðirnar í Álfa- borg skiluðu góðum árangri, sem er ástæðan til þess að þeir skipta við þær. — Hvað með ósómann, Henry? nauðaði Gaunt. — Þú sagðir „flestir”, ekki „allir”. — Það varð uppistand fyrir um það bil ári. Tveir náungar frá verkfræðifyrir- tæki hlýddu ekki settum reglum eða eitt- hvað í þá áttina. Þeir fullyrtu, að leið- beinendurnir hefðu barið þá, en í skýrslum frá Álfaborg var sagt, að þeir hefðu verið drukknir. Fyrirtækið sætti sig ekki við þetta og hætti viðskiptum við Álfaborg. — Ekkert fleira? — Ekkert, sagði Falconer ákveðinn. — Og enginn hafði heyrt minnst á sér- námskeið, þeirra er ekki getið í neinum bæklingum. — Ekki undrar mig það, sagði Gaunt hæglátlega. — Grófstu eitthvað upp um Nordur? — Mjög lítið, sagði Falconer og vottaði fyrir undrunarhreimi i röddinni. — Svo lítið, að það er alveg furðulegt. Kannski vill hann bara ekki vera í sviðs- Ijósinu. Hann hefur fengist við háskóla- kennslu, en hafi hann einhvern tíma lent í einhverju misjöfnu um ævina, þá er þess að minnsta kosti ekki getið i annálum. Svo glaðnaði yfir honum. — Mér gekk betur með James Douglas og flug- herinn. Sem flugmaður fékk hann góðan vitnisburð og meira að segja viður- kenningu fyrir hreystilega framgöngu. En hann varð að segja stöðu sinni lausri til þess að komast hjá því að vera leiddur TÓNHEIMAR Tökum í umboðssölu: hljóðf æri, hljómtæki, videotæki, videóspólur, sjónvörp og kvikmyndaválar. Opið frá kt 10—18 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 13—16. TÓNHEIMAR Höfðatúni 10, sími 23822. fyrir herrétt. Hann varð uppvís að fjár- drætti. — Þeir klárari nást ekki, þeir fá stöðuhækkun, sagði Gaunt hæðnislega. En hann hafði fengið eina vísbending- una enn. Honum flaug sem snöggvast í hug, hvort peningagræðgi James Douglas kynni að hafa leitt hann út í fjárkúgun. Svo ýtti hann þeirri hugsun til hliðar, þegar honum datt allt annað og óskylt mál í hug. — Gerðu mér greiða, Henry. Líttu á viðskiptasíðuna í dag og segðu mér, hvernig Commonwealth Engineering stendur. Sambandið var nógu gott til að hann ' eyrði lágvært bölvið í aðstoðarforstjór- anum og skrjáfið í dagblaðinu, þegar hann fletti því. Svo heyrðist rödd hans aftur á línunni. — Upp um tvö stig í dag, sagði hann stuttur í spuna. — Ég hef hins vegar rneiri áhuga á því, hvenær þú kemur aftur til að gera eitthvað af viti hér. Hvernig standa málin? — Ég vildi, að ég vissi það, Henry, sagði Gaunt dapurlega. — En hamingjan veri með þér í dag. Hann lagði á, áður en Falconer náði að svara. Þrátt fyrir fremur þokukenndar upplýsingar hafði símtalið aukið honum umhugsunarefni, lagt honum til fleiri lausa enda, sem hugsanlega yrðu með í myndun lokavefsins. Skyndilega datt honum í hug að fletta upp í símaskránni, og þar fann hann heimilisfang skrifstofu Álfaborgar í Reykjavík. Hann reif blaðsíðuna úr og stakk henni í vasa sinn, fór í frakkann og gekk út úr herberginu. Gulur leigubíll af Volvogerð var einmitt að setja út farþega fyrir framan aðaldyr hótelsins. Gaunt settist inn í bíl- inn, gaf ökumanninum heimilisfang skrifstofu Álfaborgar og hallaði sér því næst aftur í sætinu, meðan leigubíllinn smeygði sér inn í umferðina á leið til borgarmiðju. Ökumaðurinn, svipdapur miðaldra maður í þykkri ullarpeysu með svarta loðhúfu á höfði, hafði útvarpið stillt á herstöðina í Keflavík. Það var fréttatími. Öldungadeildar- þingmaður hafði sagt eitthvað einhvers staðar, það voru flóð á Indlandi og þessar venjulegu óeirðir I Mið-Austur- , löndum. Sovéskur njósnari hafði verið handtekinn í London, og tveir Bretar höfðu verið handteknir í Moskvu. Flug- vélin, sem flutti sendifulltrúa Bandaríkj- ‘ anna á ráðstefnu Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins í Evrópu, háfði lent í Keflavík og haft þar næturlanga viðdvöl, þar eð sendifulltrúinn hafði eitt sinn gegnt her- þjónustu á Islaridi. Stúdentaóeirðir höfðu orðið í Japan... Leigubílstjórinn slökkti á útvarpinu í miðri setningu. Þeir voru komnir inn á hafnarsvæðið og voru nú i götunni, þar sem skrifstofa Álfaborgar var til húsa. Gaunt kom auga á gráan bíl Nordurs 14 Vikan Z.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.