Vikan


Vikan - 14.01.1982, Qupperneq 20

Vikan - 14.01.1982, Qupperneq 20
Jón Asgeir tók saman Ljót búkhljóð Læknum tókst að bjarga ófæddu barni eftir að þvagfæragallar fundust með sónartæki Þetta átti að verða ósköp venjuleg rannsókn. Dita Hannemann sjúkraþjálf- ari var lögð inn á spitala í Heidelberg vegna þess að blóðþrýstingur hennar var of hár. Læknar ætluðu að kanna hvort þetta hefði haft nokkrar afleiðingar i för með sér fyrir barnið sem Dita gekk með. Of hár blóðþrýstingur veldur þvi að æðarnar þrengjast og hjá þungaðri konu getur það valdið minnkuðu blóðstreymi um fylgjuna. Fóstriðgæti þá fengiðsúr- efni og fæðu í of litlum mæli. Yfirlæknirinn á Sankti Josefsspital- anum i Heidelberg, Hans Paulski, skoðaði fóstrið í svonefndu sónartæki. Það gefur frá sér óskaðlegar hljóð- bylgjur i gegnum senditæki sem borið er að kviði konunnar. Hljóðbylgjurnar endurkastast frá húð, beinum og lif- færum móður og barns og koma fram sem mynd á sjónvarpsskermi. Hinn reyndi fæðingarlæknir, dr. Paulski, komst að raun um að ekki væri allt með felldu. Hann kallaði saman sér- fræðinga í þvagfærasjúkdómum og fæðingarhjálp og skýrði þeim frá því að nýru barnsins ófædda væru þrefalt stærri en eðlilegt mætti teljast. Á sjónvarpsskjánum sást ennfremur stór Dita Hannemann með syninum Nils, sem fór nœr beint úr móður- kviði á skurðarborðið. svartur flekkur við þvagblöðru sem þýddi að mikill vökvi hefði safnast þar saman. Læknarnir urðu að bregðast skjótt við til að koma í veg fyrir að fóstrið yrði þvageitrun að bráð. Barnið var þegar nógu þroskað til að geta lifað utan móðurinnar svo að ákveðið var að taka það með keisaraskurði morguninn eftir, tíu dögum áður en búist hafði verið viðeðlilegri fæðingu. Hefði þessi vansköpun fundist nokkr- um mánuðum fyrr hefðu læknarnir að öllum likindum komið fyrir röri í þvag- blöðrunni til að létta þvaglát og ráða þannig timabundna bót á þvagtepp- unni. Kanadískir læknar hafa oftsinnis notað þá aðferð, en hún hefur aldrei verið notuð i Vestur-Þýskalandi. Hans Paulski yfirlæknir segir að „hjá okkur hafi þessi galli því miður aldrei fundist svo snemma”. Reyndar fyrirfmnast sónar-tæki á þúsundum læknastofa í Vestur-Þýska- landi en aðeins fáir læknar kunna að lesa rétt úr þeim myndum sem birtast á skjánum. Flestir nota tækin til að skoða legu barnsins, — hvort búast megi við eðlilegri fæðingu eða hvort gera verði ráðstafanir. Sonur Ditu Hannemann var tekinn með keisaraskurði og fyrst í stað virtist fæðingarlækni og ljósmóður hann vera heilbrigður. Krakkinn öskraði hátt, varðist með höndum og fótum þegar leg- vatni var dælt úr maga hans, en — hann kastaði ekki vatni. Hefðu læknar og hjúkrunarfólk ekki vitað með aðstoð sónar-tækisins að barnið væri nýrna- veikt hefði engan grunað neitt misjafnt. Læknar hjá þvagfæradeild háskólans í Heidelberg fundu orsök þvagteppunnar. Efst i þvagleiðurunum frá báðum nýrum voru þrengsli. Einnig fundu læknar teppu í sjálfri þvagrásinni. Af þeim sökum hafði þvagblaðran virst svo stór á sjónvarpsmyndinni, þvagið komst ekki út. Þegar barnið var vikugamalt lá það aftur á skurðarborðinu — yngsti nýrna- sjúklingur Vestur-Þýskalands. Prófessor Klaus Möhring, sem er yfirlæknir i þvagfæralækningum hjá háskólasjúkra- húsinu i Heidelberg, skar tíu sentimetra Á miðri mynd er Hans Paulski fæðingariæknir og vinstra megin prófessor Möhring, en þoir eru að skoða Nils með hljóðbylgjutækinu góða. 20 Vikan 2. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.