Vikan - 14.01.1982, Page 26
við kvikmynd hans, Hér ríkir kyrrð i
dögun, sem sýnd var í Laugarásbíói fyrir
nokkrum árum.
Ein nýjasta kvikmynd Rostotskís
heitir Hviti Bim með svarta eyrað og
hefur hlotið geysimiklar vinsældir i
Sovétríkjunum. Rostotskí sagði okkur
að jjessi mynd fjallaði um náttúruna og
umhverfi mannsins. Hundurinn þjónar
því hlutverki meðal annars, að sögn
Rostotskís, að sýna þverskurð af
þjóðfélaginu í gegnum framkomu fólks
við hundinn. „Og við skulum ekki
gleyma þvi að það er líka til fólk með
svart eyra,” sagði þessi merki
kvikmyndaleikstjóri.
Bim er írskur „setter” að ætterni en
fæðist hvítur með svart eyra. Hann
fæðist vel af skaparanum gerður en
hann fellur ekki inn í þjóðfélagið og
lendir því í vandræðum. „Ég tel að ef
mönnum er ekki frá barnæsku kennt að
virða umhverfið þá geti þeir aldrei orðið
góðir menn,” sagði Rostotskí. „Hér á
íslandi eru frá náttúrunnar hendi erfið
lífsskilyrði en samt elskar fólk landið
sitt. Ást á landinu ræðst að verulegu
leyti af uppeldinu.”
Kvikmyndin um Bim kom fyrir sjónir
almennings í Sovétríkjunum árið 1979
og vakti mikið umtal. t myndinni deyr
hundurinn Bim en áhorfendur heimtuðu
hundruðum saman að hann fengi að
lifa. „Það endaði með því að ég þurfti að
koma fram í sjónvarpi til að sýna að
hundtirinn sem lék Bim væri raunveru-
leg-i enn á lífi,” sagði Rostotski.
Rostotskí hóf afskipti sin af
kvikmyndum 14 ára gamall þegar hann
lék í einni af kvikmyndum Eisensteins.
Það var kveikjan. Eftir að skólagöngu
lauk kom seinni heimsstyrjöldin.
Rostotskí var hermaður í 60.000 manna
riddaraliði. Liðið vann mikið sem skæru-
liðar, þeir fóru aftur fyrir viglínurnar á
hestunum og unnu Þjóðverjum allt til
miska. En i febrúar 1944 særðist
Rostotskí. „Fyrir hendingu lifði ég af og
lenti á sjúkrahúsi,” segir hann.
„Myndin um Bim er ekki aðeins fyrir
börn. Hún á erindi við fólk almennt
enda er grunntónninn í henni friðar-
ástin. Það sem eyðileggur mest af öllu er
stríðið," segir Rostotskí.
Hann hélt námi áfram eftir striðið og
hafði nú fyrir alvöru snúið sér að
kvikmyndunum. Árið 1952 útskrifaðist
hann úr kvikmyndaskólanum i Moskvu
og hóf störf hjá Gorki-kvikmyndaverinu
sama ár.
í öllum sextán fylkjum Sovétríkjanna
eru starfrækt sérstök kvikmyndaver. Þar
eru einnig rekin áhugamannastúdíó og
klúbbar starfa um öll Sovétríkin. Þeir
sem hafa virkilegan áhuga á kvikmynd-
um reyna að komast inn i kvikmynda-
skólann i Moskvu, en það er eini skóli
sinnar tegundar í Sovétríkjunum. Það er
erfitt að komast inn í skólann, menn
þurfa að minnsta kosti stúdentspróf eða
æðri menntun og samt komast ekki nær
allir að sem vilja.
t Sovétríkjunum eru hvorki meira né
minna en 150.000 kvikmyndasýninga-
hús af öllum stærðum og gerðum. Fjöldi
sýningargesta ár hvert nálgast 4500
milljónir, sem svarar til jress að sérhver
íbúi Sovétrikjanna fari í bíó 10-11
sinnum á ári. Aðallega eru sýndar
sovéskar myndir, það mun láta nærri að
þær séu 65 prósent allra kvikmynda.
Aðrar kvikmyndir koma einkum frá
ríkjum af sömu gerð og Sovétríkin en
einnig mun talsvert um kvikmyndir frá
Vesturlöndum.
„Þróunin hefur á síðustu árum verið
sú að fólk fer meira á sovéskar myndir.
Bæði kemur til að myndirnar eru
dýpri og að meira er hugsað um að
áhorfandinn hafi ánægju af því sem
hann er að horfa á,” segir Rostotskí.
Sem dæmi nefnir hann sovésku
kvikmyndina Moskva trúir ekki á tárin
sem hlaut óskarsverðlaunin i fyrra og
var sýnd hér í sjónvarpinu.
Sú kvikmynd hlaut metaðsókn i
Sovétrikjunum, hana sáu um 75
milljónir manna á einu ári. Önnur
vinsæl mynd segir frá sjóræningjum
tuttugustu aldarinnar, hún heitir Ekipas
og hana sáu 65 milljónir á einu ári.
Sjálfur gerði Rostotskí kvikmynd um
skólakrakka, hún heitir Við lifum til
mánudags og sáu hana 90 milljónir
manna á einu ári.
Þessi mikla aðsókn á einstakar
kvikmyndir vekur spurningar um
þýðingu aðsóknar fyrir þá sem fram-
leiða myndina. Hvernig er aflað fjár til
kvikmyndagerðar, hvert fara tekjurnar,
njóta kvikmyndagerðarmenn góðs af
mikilli aðsókn?
Söguþráður Hvíta Bim með
svarta eyrað:
Vordag einn gengur grá-
hærður maður í gegnum
skógarrjóður. Hann kemur
að litlum moldarbii.g og
nemur staðar í þungum
þönkum . . .
ívan ívanovits eignaðist
hvolpinn Bim þegar hann var
ósköp lítill. Bim óx úr grasi
og varð stór og hvítur
hundur, með svart eyra.
Maður og hundur urðu miklir
vinir — fóru á veiðar og í
göngutúra, skamm-
deginu vörðu þeir saman. En
svo veiktist ívan ívanovits
og fór á spítala. Nágrannar
tóku Bim að sér en hann
saknaði ívans afskaplega og
lagði af stað að leita hans.
Bim komst í kynni við
margs konar fólk á ferðum
sínum. Vingjarnlegt fólk
reyndi að hjálpa honum,
vont fólk meiddi hann. Eftir
mörg ævintýri lendir Bim hjá
loðdýraveiðimönnum sem
halda að hann sé flækings-
hundur og ganga frá honum.
Þegar (van ívanovits
kemur af spítalanum hefur
hann strax leit að Bim en
það er um seinan . . .
Honum þykir vinarmissirinn
sár og grefur Bim í skógar-
rjóðri þar sem þeir höfðu
áður hvflt sig á löngum
gönguferðum. . . . Þannig
lýkur hugrenningum ívans
ívanovits við gröf vinar síns
Rostotski getur þess fyrst að i raun
stjórni kvikmyndagerðarmenn sjálfir
kvikmyndagerð i Sovétríkjunum.
Kvikmyndaiðnaðinum er stjórnað af
ráði á vegum kvikmyndaráðuneytisins. 1
þessu ráði sitja allir helstu kvikmynda-
gerðarmenn Sovétríkjanna en þeir eiga
einnig aðild að sjálfstæðu félagi sem
nefnist Samband kvikmyndagerðar-
manna. Þetta félag er ekki fagfélag
heldur listamannafélag. Það má því
segja að listamennirnir stjórni listgrein
sinni sjálfir, segir Rostotski.
Sjálfur stjórnar Rostotskí einni af
þrem deildum hjá Gorki-kvikmynda-
verinu, sem gerir hver um sig sjö
kvikmyndir á ári. Upphaf kvikmyndar
er oft með því móti að handrit berast til
Gorki-kvikmyndaversins og síðan er
valið úr þeim. Leikstjórum er boðið að
gera kvikmyndir eftir handritum sem
þannig hafa borist eða þeir leggja fram
sin eigin handrit.
Þegar allir aðilar hafa samþykkt að
gerð kvikmyndarinnar skuli hefjast er
gerð kostnaðaráætlun og opnaður
skuldareikningur i banka. Öll útgjöld við
kvikmyndina koma af þessum reikningi.
Kvikmyndinni er svo skilað fullgerðri til
dreifingaraðila sem sléttar skulda-
reikninginn i bankanum (tekur á sig
skuldirnar) og greiðir 10-15 prósent að
auki til kvikmyndaversins.
Nýlega hefur verið tekinn upp sá
háttur að kvikmyndaverin fá ákveðna
greiðslu fyrir hverja milljón áhorfenda
upp að tilteknu hámarki. Ennfremur er
hafður sá háttur að greiða öllum fast-
ráðnum starfsmönnum kvikmyndavers-
ins bónus í samræmi við gæðamat á
kvikmyndinni.
Þetta gæðamat fer þannig fram að
allir starfsmenn kvikmyndaversins
leggja gæðamat á kvikmyndina 1 leyni-
legri atkvæðagreiðslu. Útkoman fer
síðan fyrir áðurnefnt Goskino-ráð, þar
sem gæðaflokkunin er samþykkt eður ei.
Ráðið leggur blessun sína yfir gæðamat
kvikmyndaversins sjálfs eða fellir það.
Sovéskir kvikmyndaleikstjórar hafa
verið kallaðir hálaunamenn en þeir bera
mikið minna úr býtum en vestrænir
starfsbræður þeirra. Fremstu
kvikmyndaleikstjórarnir í Sovét-
rikjunum fá um 400 rúblur i föst laun á
mánuði (4.362 krónur). En þeir fá að
auki 8000 rúblur (87.200 krónur) fyrir
hverja fullkláraða kvikmynd og ef hún
er vel sótt bætast við 15.000 rúblur (eða
163.600 krónur). Þannig getur
kvikmyndaleikstjóri sem lætur frá sér
eina kvikmynd á ári haft 20.000 króna
aukatekjur á mánuði fyrir utan föstu
launin. Rostotskí bætir því við að ef
aðsóknin fari yfir tiltekið hámark þá
bætist enn við bónus.
Ennfremur hafa kvikmyndaleikstjór-
ar ýmis friðindi. Þeir hafa sérstakt
kvikmyndahús fyrir sig, þar sem þeir
26 Vikan 2. tbl.