Vikan - 14.01.1982, Qupperneq 45
Viðtal Vikunnar
hafa nú ekki alltaf verið dans
á rósum. En margir gera sér
ekki grein fyrir að allar
daglegar gerðir okkar eru á
einn eða annan hátt tengdar
trú, þá á ég ekki við guðstrú
heldur þann lífsvilja sem felst
í að trúa.
Ég get tekið sem dæmi
mann sem átti fyrirtæki sem
gekk mjög vel og allt var í
blóma. En dag einn komu til
hans menn frá lögreglunni og
sögðu honum að sonur hans
hefði lent í vandræðum, væri
flæktur í fíkniefnamál.
Maðurinn missti trúna á son
sinn, hann missti einnig trúna
á þjóðfélagið og það fór að
halla undan fæti hjá
fyrirtækinu.
Sjálfsmorðaaukningu tel
ég vísbendingu um að trúar-
þörf mannsins sé ekki full-
nægt. Mín skoðun er sú að
ímyndunaraflið og trúin valdi
allri tilfærslu á orku, öllu sem
gerist í heiminum.
Þeir sem hafa lent í návígi
við dauðann hafa þessu
skylda sögu að segja. Ég
þekki konu sem gjör-
breyttist. Þetta var eldri kona
sem var mjög þrasgjörn, and-
mælti öllu sem maður sagði.
Hún var af þeim sökum
fremur leiðinleg í umgengni.
Hún fékk lungnabólgu, varð
mjög veik og lá við að hún
hætti að anda. Sem betur fer
náði hún sér og í dag er þetta
manneskja sem maður leitar
eftir að heimsækja og tala
við.
— Ogþú telur að til séu betri
aðferðir til að breyta því
hvernig við skynjum heiminn
og umhverfið?
Ég hef mjög mikinn áhuga
á að spekúlera í manninum
sjálfum, hvernig hann
skynjar umhverfið og hvað
vekur hann til athafna. Við
þekkjum öll þá reynslu að
stundum finnst okkur lands-
lagið sem við búum í mjög
gott og fallegt. En svo virðist
það einn daginn Ijótt og
ómögulegt. Það er eins og
það sem við skynjum ráðist
ekki af sjóninni einni saman.
Satt að segja finnst mér
ekki taka því að ergja sig yfir
ýmsu, þau fáu ár sem maður
er í þessum heimi. En ég
mæli ekki með því að menn
sætti sig bara við allt eins og
það er. Þess vegna hef ég
áhuga á að velta fyrir mér
hvers vegna allt virðist fallegt
einn daginn en Ijótt annan.
Sumum finnst mjög gott að
tala við hundinn sinn, sem þó
svarar engu. Aðrir fara
þreyttir og argir upp í hesthús
á kvöldin og koma þaðan
endurnærðir í góðu hugar-
ástandi eftir að hafa kembt
hestunum. Sagt hefur verið
að þegar maður klappi hesti
slái hjarta manns öðruvísi.
En þær aðferðir sem ég
hef reynt til breytinga í þessa
veru eru komnar frá Brasilíu-
manninum Síló. Á grundvelli
þeirra hefur síðar myndast
félagsskapurinn Samhygð,
en við tókum okkur saman 10
manns fyrir tveim árum, í því
skyni að prófa aðferðir Síló.
Þær miða að því að ná stjórn
á ímyndunaraflinu, beina því
til uppbyggjandi athafna,
virkja það til góðs.
Reyndar er ekki ætlunin að
komast í eitthvert algleymis-
ástand eða ná einhvers konar
indverskri ró. Stefnt er að því
að laða fram breytingar hjá
þátttakendum, gera þá
hressari og virkari í sínu
daglega lífi. Okkur í þessum
hópi fannst við ná ein-
hverjum árangri, töldum
okkur verða vör við jákvæðar
breytingar.
Takist að þoka mönnum úr
því svefnrofa-ástandi sem
sumir hafa lent í og hjálpa
þeim að skilja og leysa
vandamál sem allir eiga
einhvern tíma við að glíma
þykjumst við hafa náð
árangri.
Við Vesturlandabúar
verðum að doka við og hlusta
á rödd hjartans. Jafnvel þótt
vandamálin virðist óleysan-
leg er algjört ábyrgðarleysi
að láta hugfallast.
Möguleikarnir í dag eru meiri
en nokkru sinni fyrr. Við
vitum að grimmustu dýr
skógarins hlúa af mikilli
nærgætni að afkvæmum
sínum ef hættur steðja að. En
þegar mannsbörnin afneita
lífinu líkt og við þekkjum nú á
dögum, hefur þá ekki
eitthvað farið úrskeiðis?
Nýja hlióömerkjakerfið í
BEEEEEEP
gefur til kynna
ef birtan
er ekki
nægileg
Minolta vasamyndavélar á
viðráðanlegu verði.
Nýju Minolturnar eru sjálf-
virkar með tvöföldu aðvör-
unarkerfi... rautt Ijós og
hljóðmerki gefa til kynna ef
birtan er ekki nægileg.
Þá þarf bara að þrýsta á hnapp og flassið er til-
búið fullhlaðið. Með Minoitu fáið þið ávallt betri
myndir, vegna þess að i Minoltum, stórum og
smáum, eru alvöru ROKKOR linsur.
12 gerðir af leifturljósum frá kr. 200,-
Ljósmyndavélar í úrvali frá kr. 350,-
Sjónaukar, smáir og stórir. Stækkarar fyrir lit og svart/hvítt,
pappír fyrir lit og svarthvítt og efni til stækkunar á lit og
svarthvítu. Skuggamyndavélar, kvikmyndatökuvélar og sýn-
ingarvélar. Töskur og margt margt fleira.
Sérverzlun með sérþjónustu, filman í dag og myndirnar á
morgun.
HJÁ OKKUR SNÝST ALLT UM FILMUR OG VÉLAR.
PÓSTSEN DUM
FILMUR QG VELAR S.F.
AU
iiiiim
Skólavörðustfg 41 — Sfmi 20235
2. tbl. Vikan 45