Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 15
Framhaldssaga
Samkvæmt upplýsingum Interpol munu
þrír formenn sendinefnda á ráðstefnu
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins dvelja á því
hóteli.
Þeir sátu hljóðir drykklanga stund,
ailir þrír, og hver hugsaði sitt. Átta
manna hópurinn frá Álfaborg,
vopnaður, þrautþjálfaður og búinn
réttum upplýsingum, hefði sannarlega
verið fær um að valda uppþoti, drepa og
eyðileggja.
Það yrði þó ekki hans hlutskipti.
Hins vegar var annað vandamál tor-
leystara, og þar var um líf Önnu
Jörgensdóttur að tefla.
— Hvað gerist næst? spurði Gaunt
rólega.
— Skoðanir okkar í þvi efni eru
skiptar. Sem stendur erum við að reyna
að nálgast hvor annan og finna lausn,
sem báðir geta sætt sig við.
Jakob Magnússon hló snöggum, gleði-
vana hlátri og gaut augunum til
lögreglufulltrúans, sem yggldi sig á móti.
— Einn möguleikinn var sá, að við
héldum áfram á sömu braut og nú,
létum sem ekkert hefði gerst hérna
megin og handtækjum menn Nordurs
jafnóðum og þeir væru fluttir í bæinn
með Arkival vélunum.
Hann yppti öxlum. — Ég verð að
viðurkenna, að þá væri enn óleyst
vandamál, hvernig sækja ætti Nordur
og nokkra af hans mönnum, sem sætu
þar eftir með konuna sem gisl en...
— En það gengi aldrei, sagði
Guðnason hörkulega. — Nordur er
enginn bjáni. Hann vill áreiðanlega fá
fullvissu sína fyrir þvi, að fyrri hópurinn
hafi komist í gegn heilu og höldnu, áður
en hann sendir þann seinni af stað. Við
vitum hins vegar ekki á hvern hátt.
— Sennilega eitthvað meira traust-
vekjandi en glaðbeitta rödd Petes Close í
talstöðinni, sagði Gaunt hugsandi.
Hann vissi, að Guðnason hafði á réttu
að standa. Hann dró að sér sígarettu-
reykinn. — Hver er þin hugmynd?
— Hún er ekkert sérstaklega gáfuleg,
játaði Guðnason treglega. — Að við
gengjum beint til verks og hreinsuðum
staðinn. Það yrði ekki auðvelt, við vitum
það.
— Auðvelt? Ómögulegt er rétta orðið,
sagði Jakob Magnússon þreytulega. —
Það tæki nokkra daga að komast land-
leiðina til Álfaborgar, götuslóðarnir
annaðhvort illfærir eða grafnir undir
snjó. Og flugleiðin? Ef við flygjum
þangað inn eftir með okkar menn. upp-
skærum við ekki annað en allsherjar
blóðbað
— Hvað með þyrlur? lagði Gaunt til.
— Þær gætu lent spölkorn frá.
— Það er kyrrlátt inni i óbyggðum,
það eru þyrlurnar hins vegar ekki,
ansaði Jakob Magnússon þurrlega og
hristi höfuðið. — Það sem við þurfum
fyrst og fremst að gera, er að koma þeim
á óvart, reglulega mikið á óvart. En það
er einnig annað, sem við þurfum að taka
tillit til. Lögreglan okkar er — ja, þið
vitið, hvað ég á við. Nordur situr þarna
upp frá með hóp útvalinna, þraut-
þjálfaðra manndrápara.
Hann andvarpaði og ók sér órólega I
stólnum. — Lögreglufulltrúinn taldi
okkur reyndar hafa svar við því. Ég varð
að minna hann á, að hér á íslandi eigum
við ekki einungis við verklega erfiðleika
að etja, ef svo má að orði komast, heldur
einnig pólitíska.
Gaunt lyfti undrandi brúnum. —
Pólitíska? Hvernig þá?
— Við Islendingar erum einstaklega
friðsamir, enda þótt við hreykjum okkur
af því að vera afkomendur víkinga,
skýrði stjórnmálamaðurinn af stakri
þolinmæði, eins og hann væri að upp-
fræða skóladreng. — Við höfum engu
vopnuðu liði á að skipa, að frátöldum
fáeinum varðskipum, sem gæta fiski-
miðanna.
Hann þagði stundarkorn og renndi
ERTPÚAÐ
HUGSAUM
SUMARHÚS?
Nú f’etuin við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum
stærðum, sem þér getið feitgið á ýmsum byggingarstigum.
Smíðiim húsin allt árið, þannig að húsið þitt getur verið
tilbúið í vor eðafyrr. Komið og kynnið ykkur verð og gæði
húsanna að Auðbrekku 44-46.
STÆRÐIR: 22 tn2 - 31 m2 - 37 m2 - 43 m2 - 49 m2
Við bjóðum sérstakt kynningarverð
á 26 ferm. húsum til 15. febrúar.
ATH. að hægt er að fá húsin afhent á ÝMSUM BYGGINGARSTIGUM:
Sumarhús Jóns hf.
Kársncsbraut 4 (gcgnt Blómaskálanum). Sími 45810.
4* tbl. Vikan xs