Vikan


Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 46

Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 46
— Martin, hvíslaði hún hásum rómi. Svo snerist hún á hæli og hljóp út úr stofunni. Það glamraði í dótinu i plast- pokunum. Maðurinn talaði til mín. Ég hlustaði ekki á hann. Ég var að hugsa um Martin. Hann hafði ekki farist, þegar flugvél hans var skotin niður. Honum var bjargað, en hann lenti i þýskum fanga- búðum. Við komumst ekki að þvi, fyrr en eftir stríðslok. Og Jocye fékk aldrei að vita það. Hún hélt, að hann hefði dáið. Öll þessi ár hafði hún talið hann látinn. Og Martin hafði kvænst annarri heima í Noregi. Ótuktin þin, hugsaði ég. Þú hefðir getað skrifað henni. Ég hrökk upp úr hugsunum minum, þegar dyrabjallan glumdi, og á næsta andartaki stóð maðurinn fyrir framan mig. — Sestu, skipaði hann. — Steinhaltu þér saman! Ég hneig niður í hægindastólinn. Maðurinn stökk til dyranna og sagði eitthvað við Joyce. Svo heyrði ég það, sem ég hafði lengi búist við. Rödd Jans barst inn til mín. Hann spurði eftir Norðmanni, Steffen Dale að nafni. Á næsla andartaki var þeim Monu vísað inn i setustofuna. Þau spjölluðu við Joyce, rétt eins og þau væru á leið í kokkteilparti. Hún sneri við í dyrunum og gekk aftur fram í forstofuna. Maðurinn hafði tekið sér stöðu þannig, að hann gat haft gætur á mér um leið og hann tók á móti gestunum. Hann miðaði marghleypunni á Jan, sem snarstansaði og gapti eins og kjáni. Mona greip hendinni upp að hálsi sér. Þau höfðu komiðauga á mig, en athygli þeirra var bundin við svartklædda manninn þessa stundina. Hann skipaði þeini að tæma vasa sína og setjast i sófann. — Gerið eins og hann segir, sagði ég eins rólega og ég gat. — Þetta er allt saman misskilningur. Hún horfði spyrjandi á mig. Hún var föl, en virtist vera að ná sér eftir fyrsta áfallið. Mér fannst hún aldrei hafa verið fallegri. Við höfðum verið gift í einn mánuð. — Hvað vill hann okkur? spurði hún varfærnislega. — Hver er hann? — Vertu róleg. Þetta lagast allt, ef við hegðum okkur skynsamlega. Jan hafði tæmt vasa sina á borðið. Nú gerði hún eins. Þau settust fallega hlið við hlið í sófann, eins og hlýðin börn. Þau voru heldur ekki mikið meira en börn. Hann tuttugu og níu, hún tuttugu ogsjö. Jafnaldrar. Maðurinn talaði til mín. — Steve, sagði hann hörkulega — Þú hefur hegðað þér mjög heimskulega. Þú sagðist vera einn á ferð. Standi ég þig að frekari lygum, getur það haft alvarlegar afleiðingar. Égkinkaði kolli. — Við erum bara þrjú, sagði ég. — Við höfum engu að leyna. Spurðu konu mina. þá færðu að heyra, að ég hef sagt satt. Hann hrukkaði ennið og horfði undrandi á hana. — Konan þin? Ég hélt... — Aha, sagði ég snöggur upp á lagið. — Þér finnst ég of gamall fyrir hana? Viljirðu vita það, þá erum við i brúð- kaupsferð. Það tók hann stundarkorn að melta þessi tíðindi. — Og hver er hann þá? spurði hann og benti á Jan. — Fjölskylduvinur. Það er að segja, hann vinnur hjá fyrirtækinu. Ég var búinn að segja þér, að ég rek fyrirtæki i Osló. — Eru Norðmenn vanir að taka vim sina með í brúðkaupsferðir? — Nei, en Jan Holmen er meira en vinur. Ég hef þekkt hann frá fæðingu. Hann kallar mig frænda, vegna þess að við faðir hans störfuðum í sömu flug- sveit i stríðinu. Hann fór með mér í dag að sjá minnismerkið í herstöðinni í Leuchars. — Féll faðir hans í stríðinu? — Nei. Flugvél hans var skotin niður út af Noregsströnd, en hann bjargaðist og lenti í þýskum fangabúðum. En hann er dáinn núna. Foreldrar Jans fórust, þegar bátur þeirra brann fyrir aðeins þremurárum. Allt í einu tók ég eftir, að Joyce stóð í dyrunum. Hún starði á Jan. Hafði hún heyrt það, sem ég sagði? Skildi hún, að Jan var sonur Martins? Nei, það gat ekki verið. Hún vissi ekki, að Martin hafði komist af. Maðurinn talaði til hennar hvössum rómi. — Ertu búin að undirbúa allt uppi á loftinu? Hún hafði ekki fullkomið vald yfir röddinni. — Já. . . já, stamaði hún. — Herbergið er tilbúið. Ég. . . ég lét inn aukarúm. Hún virtist hafa verið að búa í haginn fyrir okkur. Það átti að troða okkur í herbergi uppi á lofti. Ef til vill kompuna innst á ganginum. Gluggalausu kompuna. Ég fann reiðina ólga í mér. — Þetta er bara að verða eins og í gamla daga, sagði ég kvikindislega. — Þú litur kannski inn, þegar við erum háttuð? Augu okkar mættust. Ég iðraðist orða minna, þegar ég sá, hvernig henni leið. Ég skildi, að hún átti enga sök á þvi, sem hér fór fram. Þessi maður virtist hafa eitthvert vald yfir henni. Eitthvað, sem hún réð ekki við. Að öðrum kosti hefði hún bara getað varað lögregluna við, þegar hún fór til innkaupa. — Steve, sagði hún. — Ég... Hún brast í grát. Maðurinn ýtti henni ruddalega út um dyrnar. Ég heyrði, að hún gekk upp stigann. — Bölvaður dóninn, sagði ég. — Geturðu ekki komið almennilega fram við hana? Þetta er góð kona. Hún gerði mikið fyrir okkur Norðmennina, þegar við áttum erfitt í stríðinu. — Ég hef ekki ráð á neinni við- kvæmni, sagði hann. — Hvað hefurðu hugsað þér að halda okkur hér lengi? spurði ég æstur. — Það getur orðið þér dýrt spaug, ef þú lætur okkurekki laus strax. Hann virti mig naumast viðlits, en tók að athuga það, sem Jan og Mona höfðu Brúð- kaups- feröin tínt upp úr vösum sínum. Vegabréfin staðfestu það, sem ég hafði sagt. Hann las nöfnin upphátt: Jan Holmen. . . Mona Dale. . . Nafn hennar hljómaði hræðilega í munni hans, næstum eins og hann tæki hana með valdi. Mér leið bölvanlega. Hún var svo ung og saklaus, þar sem hún sat í hvítu bómullar- dragtinni. Litla ráðskonan min, hugsaði ég. 1 hvað er ég búinn að flækja þér? Þ annig var, að ég hafði kynnst henni fyrir hálfu ári. Ég hafði auglýst eftir hús- hjálp. Hún var sú fyrsta, sem svaraði auglýsingunni. Ég held, að ég hafi orðið ástfanginn af rödd hennar. Slikt hendir vist besta fólk. Ég hafði verið ekkill i fimm ár. Svo kom hún til viðtals, og ég var endanlega glataður. Undarlegur timi fór í hönd. Ég var bæði hamingjusamur og óttasleginn. Stundum fannst mér ég haga mér eins og fifl. Ég keypti blóm og konfekt, skartgripi og undirföt. Hamingjan góða, að maður skuli haga sérsvona! Ég reyndi að horfast í augu við hana en athygli hennar var bundin við manninn. Hann var að grandskoða seðlaveski Jans. Þar kenndi tæpast margra grasa. Eyðsluseggur, hugsaði ég. Lifir á lánum og yfirdrætti. Nógu snotur ertu á að sjá, en skortir hæfileika föður þíns. Hvers vegna tók ég þig með í þessa ferð? Jú, til þess aðgefa þér svolitla hugmynd um, hver Martin var, koma þér í skilning um, hvernig ungdómurinn hafði það i þá daga. Það var vist borin von. Þú glottir bara, þegar við skoðuðum minnisvarðann í morgun. Þegar ég sagði, að nafn föður þíns hefði getað verið meðal hinna, þá spurðirðu, hvort mér fyndist ekki heitt. Ég horfði á Jan. Hann var með alla athyglina við það, sem maðurinn var að skoða. Þessi ljósmynd var augljóslega áhugaverð. Kannski af foreldrunum. Það var sárt að hugsa til þeirra. Þau höfðu farist i eldi, þegar kviknaði í bát þeirra. Síðan voru aðeins þrjú ár. Jan hafði bjargað sér með því að stökkva i sjóinn. Síðan hafði hann ferðast til Suðurlanda og eytt allri tryggingafjár- hæðinni á nokkrum vikum. Þegar hann kom aftur heim, seldi hann húsið og lifði lúxuslífi, bjó á dýrustu hótelum og eyddi mestallri fjárhæðinni á veðhlaupa- brautunum, samkvæmt því sem mér hafði skilist. Ég minntist þess er ég hitti hann á götu fyrir einu ári, í heldur vesældarlegu ástandi. Peningalausan og atvinnu- lausan. Hann kallaði mig „frænda”. Ég bauð honum heim til mín, og þar bjó hann i tvo mánuði. Svo réð ég hann sent sölumann við fyrirtæki mitt. Það gekk ekki of vel. Sennilega var hann búinn að eyðileggja sig með þessu liferni. Hvað var það aftur, sem Mona sagði, þegar ég stakk upp á að taka hann með í Skotlandsferðina? „Þú ert alltof góð- viljaður, elskan. En það er allt i lagi mín vegna, ef þú heldur að það komi honum til góða.” Henni féll ekki við hann, en hún skildi viðleitni mina til að koma undir hann fótunum. Hún skildi líka löngun mína til að vitja látinna félaga. Maðurinn æpti á Joyce. Hún kom undir eins i dyrnar eins og hlýðinn hundur. Augun voru grátbólgin. Hún horfði ekki á manninn, heldur á Jan. Hún starði á hann eins og vofu. Þá varð mér Ijóst að hún hafði skilið hvers kyns var. Jan liktist föður sínum mjög, eins og hann leit út fyrir þrjátiu árum. Og það var engin ástæða til að fara dult með það, sem hún hafði þegar gert sér Ijóst. Ég ákvað að segjahenni sann- leikann, en þá heyrðist skipunarrödd mannsins: — Komdu með simann, sagði hann. — Ég þarf hjálp við að leysa þetta vanda- mál. Joyce hvarf frá og kom aftur með símann. Hann setti hann í samband undir skrifborðinu. Ætlaði hann virkilega að kalla til aðstoð? Það var nú heldur verra. Nú stóð hann einn, og fyrr eða síðar hefði hann hlotið að sofna á verðinum. Ég glotti illkvittnislega. — Ég er hræddur um, að þú hafir reist þér hurðarás um öxl, herra minn. Væri ekki öllum fyrir bestu, að þú létir okkur laus, áður en þér verða á fleiri mistök? — Haltu þér saman, urraði hann. Hann var ekki rólegur. Hann gat ekki verið viss um, að við hefðum ekki verið fleiri. Ef til vill óttaðist hann að fá yfir sig heilan rútufarm af Norðmönnum, 46 Vikan 4- tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.