Vikan


Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 21
I Ferðamál árbítur) er að vinna á og bresku ferðamála- yfirvöldin eru að losa tökin. Það verður æ algengara í ferðalögum að ferðalangurinn hafi aðeins lausa ferðaáætlun og gisti svo þar sem honum sýnist, þar sem hann fýsir að staldra við. Það er nú einu sinni svo að hvert land hefur upp á svo margt fleira að bjóða en fasta, fyrirframákveðna ferða- mannastaði — samanber Gullfoss og Geysi eða Mývatn hjá ykkur. Landið hefur upp á svo óendanlega margt annað að bjóða og kennski er mesta ánægjan að uppgötva það sjálfur. Undurfagrar strendur og tignarlegt fjalllendi Eins er það með Skotland. Það er annað og meira en verslunargöturnar í Glasgow, Princess Street og Edinborgarkastali í Edinborg eða þá Loch Lomond. Skotland á líka undurfagrar strendur og tignarlegt fjalllendi. Iceland Airtours vonast til að geta aðstoðað einstaklinga og hópa með hinar breytilegustu þarfir og áhugamál. Og hvað snertir ferðir íslendinga til Bretlands er rétt að benda á að Iceland Airtours eru alls ekki einskorðaðar við Skotland. Síðan starfsemi okkar fór að taka á sig mynd hafa einkennilegustu hlutir gerst.Við byrjuðum á markaðnum hér og seldum ferðir um ísland til Flórída, bæði svokallaðar pakka- ferðir til Ameríku og einnig þjónustu þar innanlands án flugs. Þetta vatt upp á sig þannig að svæði okkar nær nú um allan norðurhluta Bretlandseyja og við seljum alls konar ferðir til Bandaríkjanna og Kanada. Þá vorum við svo heppnir að fá í lið með okkur Clive Stacy, sem er lykil- maður í London, þrautreyndur í ferða- málum, þannig að við hefjum starfsemina í rauninni stærri en við ætluðum — höfum stækkað fyrirtækið áður en það tekur til starfa! Clive verður líka með íslandsferðir til sölu í London og við væntum okkur mikils af samstarfinu við hann.” Það sem eftir er af kaffi í bollanum er nú orðið vel drekkandi án erfiðismuna og mál að fara að ljúka þessu spjalli. Ég fer að sýna á mér fararsnið. „Mig langar að biðja þig fyrir þakklæti,” segir Stuart, „fyrir alla þá vináttu sem ég hef notið frá íslendingum. Ég þori að full- að ég á fleiri vini á íslandi en hér eftir öll öll þau ár sem ég hef mest unnið i tengslum við íslendinga. Ég vona að það haldist áfram.” Forráðamenn BA höfðu ekki áttað sig á því að þeir höfðu ekki sama grundvöll fyrir þetta flug eins og Flugleiðir og töpuðu á því flugi sem var ein besta leið Flugleiða. Hefði þetta ekki komið til hefði Glasgow- skrifstofa Flugleiða að líkindum staðið sig fullt eins vel ef ekki betur en flestar aðrar skrifstofur Flugleiða erlendis.” „En þið starfsmennirnir voruð ekki á því að leggja þessa starfsemi alveg niður.” „Það var að vísu ljóst að með svona strjálum ferðum var ekki mikil traffík milli Glasgow og íslands. En við vildum halda • henni áfram og töldum nokkurn grundvöll til þess. Flugleiðir töldu þessa hugmynd okkar góða og forráðamenn félagsins hafa sýnt okkur mikinn skilning. Þeir veita okkur að vísu engan fjárhagslegan stuðning — ekki beint, en gáfu okkur góðan aðlögunartíma þannig að við fáum að vera hér í húsnæði Flugleiða að minnsta kosti til ársloka 1982. Enda hefði ekki verið rétt af þeim að taka þátt í einkarekstri sem þeim sem við erum að koma hér upp.” Vona að íslenskar ferða- skrifstofur noti þjónustuna „Hvernig hyggst Iceland Airtours haga starfsemi sinni?” Við hyggjumst starfa sem skipu- leggjendur ferða héðan frá Bretlandi til íslands og vonumst til að fá íslendinga hingað til Skotlands á móti. Við vonum líka að íslenskar ferðaskrifstofur komi til móts við okkur og notisérþá þjónustu sem við getum látið í té. íslendingar áttu marga góða ferðina hingað til Skotlands áður fyrr og ég hef á tilfinningunni að þeir komi hingað mun meira nú en var svona síðustu þrjú til fjögur árin. Verðbólgan átti sinn þátt i því að ferðum íslendinga fækkaði en nú hefur verðlag orðið nokkuð stöðugra hjá okkur aftur og við vonumst til að fá íslendinga hingað — ekki bara til að versla í búðunum heldur líka til að sjá landið. I því sambandi má nefna að í gistimálum hefur orðið mikil breyting hjá okkur. Það er kannski orðið minna um túra á fínu hótelin. „Bed and breakfast” (áning og 4. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.