Vikan


Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 45

Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 45
blíðu hennar, en Martin hafði átt ást hennar. — Hvenær kemur Joyce? spurði ég. Maðurinn yppti öxlum. Það var hans hlutverk að koma með spurningar. Mér leist ráðlegast að svara sannleikanum samkvæmt. Þó lenti ég i vanda, þegar hann viidi vita, hvernig ég hefði komið til St. Andrews. — Með bil, svaraði ég. — Ég tók minn eigin bil meö á skipi frá Osló til Harwich. Ók svo þaðan til Edinborgar og hingað. — Hvar er bíllinn? — Inni i bænum. Ég lagði honum við Martyrs kirkjuna. Hann virtist taka það gott og gilt. Svo vildi hann vita, hvort ég hefði talað við einhvern i bænum, einhvern sem þekkti mig, eða einhvern sem vissi, að ég hefði farið hingað til Drumcarrow Road. — Nei, svaraði ég. 1 fyrsta skipti vottaði fyrir brosi á andliti hans. — Ég fór til Leuchars í morgun, sagði ég. — Leuchars var herstöðin min. Þar er NATO- herstöð, en þeir hafa reist þar minnisvarða um fallna, norska flug- menn. Mig langaði að sjá hann, áður en ég yrði of gamall. — Eékkstu að fara inn i NATO- herstöðina? — Það var meira að segja ekið með mig um allt. Þeir trúðu mér Þeir eru ekki jafntortryggnir og þú. — Merkilegt, sagði hann hugsandi. Hann hallaði sér upp að arninum og handlék byssuna kæruleysislega. Ég sá ekki, að ég gæti gert mikið í málinu. Hann var að minnsta kosti tuttugu árum yngri en ég og áreiðanlega helmingi viðbragðsfljótari. — Hver er tilgangurinn með þessu? spurði ég. — Tilgangurinn? át hann upp eftir mér. — Þú sást mig. Þú sást mig greinilega utan af veröndinni. Hann benti á glerdyrnar að „gróður- húsinu”. — Mér brá ekki lítið, þegar ég sá þig liggja þarna á gægjum, sagði hann. — Ég gat ekki bara látið þig fara þina leið. Auðvitað. Hann var eftirlýstur. Nú var farið að renna upp fyrir mér, hvers konar náungi þetta var. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta var enginn barnaleikur. — Ég gæti gleymt, að ég hef séð þig, sagði ég. — Það væri góð lausn fyrir okkur báða. Smásaga Hann rak upp snöggan, andstyggi- legan hlátur. — Afar fyndið, sagði hann. — Ég hef alltaf haldið að Norðmenn væru sneyddir allri kímnigáfu. — Sei, sei, nei. Við kunnum að meta vel heppnað spaug. — Ágætt. En ég tek þér vara fyrir því að líta á þetta sem spaug. Ég er ekki að leika mér. — Svo að þú ert í slæmum málum? — Við erum í stríði, sagði hann, og það vottaði fyrir hátíðleika í röddinni. — Við berjumst fyrir réttinum til þess að mega ráða okkur sjálfir. Við lítum á það sem gott mál. — Norður-lrland? Hann svaraði ekki spurningu minni. Svipurinn lýsti ofstæki og hatri. — Þú ættir að geta skilið okkur, sagði hann. — Norðmenn hafa einnig mátt þola hernám. — Já, en við vorum svo lánsamir að hafa aðeins einn óvin að fást við. Hjá ykkur virðist þetta allt miklu fióknara. þvi þið berjist einnig innbyrðis. Ert þú kaþólikki eða mótmælandi? Svipur hans harðnaði. Ég hafði víst gengið fulllangt. En það gat komið sér vel að vita, að það var hægt að koma honum úr jafnvægi. Einhver kom að útidyrunum, og hann rétti snögglega úr sér og beindi byssu- hlaupinu i átt til dyranna. Drottinn minn dýri, hugsaði ég. Nú koma þau. Vesalings Mona. Hún fær áreiðanlega taugaáfall, þegar hann opnar dyrnar. Jan bregður eflaust minna. Hurðaskellur heyrðist, því næst fóta- tak úti í forstofunni. Maðurinn lét byssuna síga. — Joyce, kallaði hann lágt. — Þú hefurfengiðgest. ICona á sextugsaldri birtist i dyrunum. Ég þekkti þessi stóru, þrúnu augu. Hárið var ekki lengur rautt, það var Ijóst, aug- Ijóslega litað. Hún var þreytuleg. Og hrædd. Hún hélt á tveimur plastpokum með matvörum. Hún stóð grafkyrr og starði á mig. Ég reis hægt á fætur, minnugur þess að maðurinn hafði mig stöðugt í skotfæri. — Halló, Joyce, sagði ég. — Gaman aðsjá þig aftur. Hún lyfti brúnum. Svo leit hún af mér á manninn. — Hver er hann? spurði hún. Hún þekkti mig ekki. Hafði ég virki- lega breyst svona mikið? Maðurinn tók vegabréfið mitt upp af borðinu og las nafnið mitt. Hún var engu nær. Hún hafði aldrei getaðsagt Steffen. — Þú manst þó eftir Steve? sagði ég. — Steve, sem var vinur Martins? Hún kipptist við, eins og ég hefði slegið hana utan undir. Mér fannst hún ætla að æpa. 4. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.