Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 17
Framhaldssaga
fingri eftir boröröndinni. — Aðild okkar
að Atlantshafsbandalaginu er alltaf jafn-
viðkvæmt pólitiskt deilumál, og sama
gildir um ameríska herinn, sem hér
dvelst á vegum bandalagsins.
— Ameríkanarnir vita, hvað hér er að
gerast, sagði Guðnason gremjulega. —
Þeir eru fúsir að hjálpa. Ég viidi fá þá til
að senda eitt flugvélarhlass af fallhlifar-
hermönnum...
— Þeir voru kallaðir heim á siðast-
liðnu ári, greip Jakob Magnússon fram í
festulega. — Það yrði að sækja þá til
Bandaríkjanna. En jafnvel þótt þeir
væru enn hér á íslandi, þá væri það ekki
hægt.
Hann hristi höfuðið. — Þrjóskufullt,
íslenskt stolt, herra Gaunt. Aðstoð og
samvinna við aðrar þjóðir er alltaf
viðkvæmt mál. Ríkisstjórn mín hefur
ákveðið að þiggja ekki beina hernaðar-
aðstoð, vegna þess að slikt gæfi hávaða-
sömum minnihlutahópum ágætt tilefni
til að láta til sin heyra.
UNDIR
FOLSKU
FLAGGI
Guðnason yppti öxlum vonleysislega,
en um leið virtist hann vera að biða þess,
að Jakob Magnússon héldi áfram. Þeim
síðarnefnda virtist hins vegar allt i einu
ekkert liggja á. Hann hallaði sér aftur á
bak, strauk þunnt yfirskeggið og horfði
einkennilegu augnaráði á Gaunt. Það
var eins og hann væri einnig að bíða
einhvers, og Gaunt þornaði upp i
munninum, þegar honum hugkvæmdist
ástæðan.
— Hver er þá þin tillaga? spurði hann
hæglátlega.
— Ef til vill ert þú svarið, sagði Jakob
Magnússon rólega. — Herra Gaunt,
vegna þessara kringumstæðna tók ég
mér það bessaleyfi að grafast fyrir um
þig. Ég hef leyfi rikisstjórnar þinnar til
að biðja þig aðstoðar. Ég ræddi einnig I
síma við mann að nafni Falconer, sem
þekkir þig vel.
Hann brosti óvænt daufu brosi. —
Sem embættismaður ríkisins ertu
ýmsum óvenjulegum hæfileikum búinn.
Þú varst liðsforingi I fallhlífahersveit —
og því má ekki gleyma, að þú hefur
komið til Álfaborgar.
— Ertu að fara fram á, að ég stökkvi í
fallhlif niður í Álfaborg?
Gaunt fann, hvernig ísköld,
óviðráðanleg spennan hlóðst upp innra
með honum.
... suó-austan 6, gengur á meó
éljum, hiti vió frostmark, slabb og
selta á götunum, ensamt
Skyggni ágætt með
þurrkurauf og skolþurrku
■.. .
Olíufélagið Skeljungur kynnir nýjungar sem
stuðla að auknu umferðaröryggi.
Þurrkuraufin er rauf sem fræst er í framrúðuna og
hreinsar öll óhreinindi af þurrkublaðinu. Þannig
endast þurrkublöðin miklu lengur og halda rúðunni
hreinni við erfiðustu aðstæður.
Þurrkuraufin hefur hlotið meðmæli og viðurkenningu
umferðaryfirvalda bæði hér á landi og erlendis.
Skolþurrkan er sérstök gerð þurrkublaða, þar sem
þurrkan og rúðusprautan sameinast. Vökvinn er leiddur
í gegnum þurrkublaðið þannig að hann lendir
nákvæmlega þar sem hans er mest þörf á rúðunni og
kemur því að fullum notum.
Smurstöðvar Skeljungs aðstoða við
ásetningu skolþurrkunnar.
Þurrkuraufin er fræst á smurstöðvum
Skeljungs, en skolþurrkan fæst á
öllum Shellstöðvum
Upplýsingabæklingur á næstu Shellstöð
- Smurstöðin Laugavegi’180. R.vík., sími: 34600 - Smurstöðin Bæjarbraut, Garðabæ, sími: 45200
- Smurstöðin v/Reykjanesbraut, R.vík., sími: 12060 - Smurstöðin Fjölnisgötu 40, Akureyri, sími: 21325
- Smurstöðin Hraunbæ 102, R.vík., simi: 75030 - Smurstöð Skeljungs, Vestmannaeyjum, sími: 1787
Olíufélagið Skeljungur h.f.
— Mundirðu gera það? spurði Jakob
Magnússon.
Gamalkunn martröðin gagntók hann.
Hann sá sjálfan sig falla niður úr
himninum hangandi neðan í hálfopinni
fallhlíf með hálfkæft ópið í hálsinum.
Hann kyngdi munnvatni sínu. Önnur
mynd skaust upp i huga hans, skotsárin
á baki Kristínar, klístrað blóðið í rauð-
brúnu hárinu, þegar hann strauk þaðfrá
andliti hennar.
— Já, svaraði hann hásum rómi.
— Nei, sagði Jakob Magnússon og
hristi höfuðið. — En þakka þér samt
fyrir.
Framh. i ncesta bladi.
13
4. tbl. Vikan 17
ÓSA