Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 63
Pósturinn
Skop
Vantar
heimilisföng
aðdáenda-
klúbba
Hæ, þú Póstur!
Ég þakka gott blað og vona
að Helga sé södd. Þannig er
mál með vexti að mér þætti
mjög gott að vita heimilisföng
aðdáendaklúbba hljómsveit-
anna The Roots, Sex Pistols,
Dead Kennedys og Bubba
Morthens (ef þeir eru til). Er
ekki hægt að fá birt piaköt
með þessum hljómsveitum?
Hverjir eru helst í aðdáenda-
klúbbum? Geta hverjir sem er
komist í aðdáendaklúbba?
Hvernig starfa aðdáenda-
klúbbar?
Með fyrirfram þökk,
Punk-frík
Þvi miður tókst Póstinum ekki
að grafa upp neina aðdáenda-
klúbba þessara listamanna en ef
lesendur vita um þá eru þeir
beðnir að skrifa Póstinum og
skal það þá birt. Aðdáenda-
klúbbar starfa nokkuð mis-
munandi. Flestir munu þeir
byggjast upp á því að meðlimir
fá sendar myndir og fréttir af
uppáhöldunum sínum gegn ein-
hverjum smágreiðslum. Ef
íslenskir krakkar hyggjast skrifa
erlendum klúbbum skulu þeir
kaupa alþjóðleg svarmerki á
pósthúsi og láta fylgja með.
Merkin jafngilda frímerkjum og
ágætt er að senda með umslag
með nafni og heimilisfangi (sem
Bretar kalla S.A.E.).
Þið, lesendur góðir, eruð alltaf
jafnduglegir við að biðja um
plaköt og því miður er ekki hægt
að verða við allra óskum. En allt
er tekið til greina og málið
skoðað frá öllum hliðum.
Gospillur
(og allt er hægt að spyrja
Póstinn um!)
Mig langar að vita hvað varð
um gömlu góðu gospillurnar
sem voru á silfurlituðu
spjöldunum og voru seldar hér
á landi fyrir 5-7 árum?
Hvers vegna er hætt að selja
þær?
Gæti Pósturinn nú ekki
hringt ogforvitnast (ég veit
nefnilega ekki hvert ég á að
hringja og svo mundi enginn
hlusta á mig)?
Ég vona bara að þú skiljir
migog„vertu núsvo vænn”
að birta að minnsta kosti
svarið.
P.S. Ég gleymdi að þær voru
svo æðislega góðar.
Meira var það nú ekki,
Pillus
Pósturinn vissi heldur ekkert
hvert hann átti að hringja en vel
mundi hann eftir gömlu, góðu
gospillunum frá því hér um árið.
En eftir nákvæma rannsókn
telur Pósturinn sig hafa fundið
svarið. Umræddar gospillur
munu hafa verið teknar af
markaði þegar upp komst að
sætefni eða gervisykur sem þær
innihéldu reyndist geta verið
krabbameinsvaldandi ef
borðaðar væru nokkur hundruð
gospilla dag hvern í nokkra
áratugi. En allur er varinn
góður. Pósturinn heldur (en veit
þó ekki fyrir víst) að fram-
leiðslunni hafi verið hætt alveg.
4. tbl. Vikan 63