Vikan - 28.01.1982, Blaðsíða 34
Texti og myndir: Bryndís Kristjánsdóttir
Sem betur fer erum við öll sem
að myndinni unnum mesta
bjartsýnisfólk því þó við
gerðum ráð fyrir að við ættum
erfitt verk fyrir höndum þá
áttum við alls ekki von á öllum
þeim erfiðleikum sem okkar biðu
í þessari stórborg. Þar eru
óteljandi boð og bönn sem menn
verða að fara eftir ef þeir ætla að
filma eitthvað og Haraldur sagði
að þetta væri miklu verra en í
Rússlandi og hann talaði af
reynslu því þar bjó hann í sjö ár
þegar hann var að nema kvik-
myndagerð. Sem dæmi um erfið-
leika okkar má nefna að við
máttum ekkert filma í
leikhúsinu þar sem Helgi dansar
ef við þurftum að setja eitthvert
rafmagnstæki í samband. Til
þess þurfti að kalla út löggiltan
rafvirkja og þá hefðum við
eflaust þurft að borga honum
átta tíma á næturvínnukaupi,
jafnvel þó hann ynni aðeins eina
mínútu. Þetta kom sér afar illa
fyrir okkur því mjög dimmt var í
leikhúsinu og nauðsynlegt var
að lýsa upp þau svæði sem átti
að filma, en Ijósunum okkar
þurfti að stinga í samband. Við
ætluðum þá að bjarga málinu
með því að leigja annars konar
ljós, en það var ekki hægt. Því
miður, það var ekki hægt að
leigja útlendu smáfyrirtæki,
nema með þvi skilyrði að við
borguðum andvirði tækjanna í
tryggingu. Fyrirtækið hafði ekki
efni á því. Að lokum bjargaðist
þetta þó einhvern veginn,
einnig þær tökur sem filma
þurfti á strætum New York
borgar. Þar mátti alls ekki filma
nema með sérstökum leyfum
sem kostuðu tugi þúsunda.
Fyrirtækið hafði ekki heldur
efni á því. Þeir lelagar björguðu
málinu með því að labba úti
með myndavélina í svartri
túristatösku og þegar filma átti
snaraði Haraldur vélinni upp en
á meðan stóð Valdimar á verði
og fylgdist með því að engin
lögga væri nálæg. Einu sinni
gómaði löggan þó kauða, en
þetta var sem betur fer allra
elskulegasta lögga sem lofaði að
snúa í þá bakinu á meðan þeir
luku við skotið sem þeir voru
byrjaðir á. En þrátt fyrir þessi
„ljón” og fleiri sem á vegi okkar
urðu þá tókst að ljúka við allt
34 Víkan 4. tbl.