Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 6

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 6
MARAÞONHLAUP OG GLERLIST FARA ÓTRÚLEGA VEL SAMAN! ,,Mér fannst vaxtarræktin og sjálfsdýrkunin I sambandi við hana komin út í algjörar öfgar. Þcss vegna hannaði ég þessa spegla. Hér er hægt að njóta listrænnar fegurðar og svo er hægt að finna pínulítinn blett til að kíkja á sjálfan sig!” kom alveg endurnærður til baka og gat lesið alveg eins og hundrað manns á kvöldin á meðan ég hékk hálfsofandi yfir mínum bókum. Þá fór ég að hugsa að þetta hlyti að gefa honum eitthvað. Þegar ég byrjaði að hlaupa komst ég nú varla út að póstkassa, sem var í 2 km fjarlægð, hvað þá annað. En smám saman fór ég að bæta við mig og á endanum var ég orðin svo full af orku að það lengdi vinnudaginn hjá mér um 3 tíma. Síðan var það aö Högni ákvað að hlaupa sitt fyrsta maraþon- hlaup. Við stóöum auðvitaö á bak við hann, hvöttum hann til dáða og æptum óspart: ÁFRAM ÍSLAND! Svo, þegar hann átti eftir tvær til þrjár mílur, fékk hann ofboðsleg- an krampa í fæturna og þá varð ég mjög reið og æpti: þú vildir þetta svo þú verður að klára! Þú ferð ekki að hætta núna! Þá fann ég að ég var oröin svo ofboðslega æst, mér fannst þetta svo spennandi. Þarna sló hann líka sitt fyrsta ís- landsmet. Málið var ekki að hlaupa með glæsibrag . . . heldur NÁ takmarkinu Það sem mér fannst svo aðdá- unarvert við þetta hlaup var að þarna var fólk að hlaupa 42 kíló- metra og þetta voru allt frá ungl- ingum og að mér fannst upp í gamalmenni. Þarna setti fólk sér takmark, það ætlaöi að hlaupa þetta. Sumir gerðu það kannski ekki með neinum glæsibrag en all- ir NÁÐU takmarkinu! Og þá fór ég aö hugsa. . . af hverju geri ég þetta ekki líka? Smám saman fór ég síðan að þjálfa mig upp í lengri hlaup og þegar við síðan fluttum frá Rochester niöur til White Plains í New York var ég orðin mjög dugleg í hlaupunum og hljóp daglega. Mér fannst þá tími til kominn aö láta skrá mig í maraþonhlaup, New York Marathon. Og það var alveg stórkostleg reynsla. Þetta hlaup var mjög skemmtilega og vel skipulagt. Auðvitaö erfitt, maður drakk vatn alltaf þegar færi gafst og varð að gæta þess að stoppa aldrei, þá var svo mikil hætta á að mann langaöi til að gefast upp. Viö hlupum í gegnum allar útborg- ir New York, 15 þúsund manns og þar af ellefu hundruð konur. Þarna voru margir færustu hlaup- arar Bandaríkjanna og þeir voru bara eins og allir hinir og hvöttu okkur grænjaxlana til dáða. Viö héldum þessu síöan áfram eftir að við komum heim. En ég varð fyrir miklum vonbrigöum með andrúmsloftið hérna. Þetta er svo mikil KEPPNI, þarna hlaupa okkar færustu hlauparar en þeim er ekkert vel við einhverj- ar fjölskyldur, að konur og börn séu að flækjast fyrir. Þetta er ekki rétt viðhorf, þessi íþrótt er fyrir alla, ekki einhverja útvalda lang- hlaupara! Svo verð ég að segja aö viðhorf hins almenna borgara er líka gjörólíkt. Þegar ég byrjaöi að hlaupa hér mætti ég oft einhverju neikvæðu og pínulítiö illkvittnu. Til dæmis þegar ég kem hlaupandi að gatnamótum þá gefa bíl- stjórarnir gjarnan í, eins og þeir séu í persónulegu kappi við mig. I Ameríku eru bílstjórarnir svo til- litssamir að þeir gefa þér skýrt merki um að þeir bíði og þú getir hlaupið yfir. Ég man til dæmis þegar ég tók þátt í LAVA LOPPET, á göngu- skíðum. Ég er nú enginn göngu- garpur en ég hugsaði með mér aö það gæti verið gaman að sjá hvað maður gæti. Það var alveg band- brjálaö veður þennan dag, ég þjösnaðist þarna áfram og fannst þetta bara skemmtilegt. Þegar ég var svo í síðustu beygjunni við markið datt ég! Þá stóöu þar nokkrir íslendingar og skelltu upp úr. Ef þetta hefði gerst í Ameríku heföi verið kallað: Þú þarna, númer þetta. Drífðu þig áfram! Þú átt svo stutt eftir, Great going, good looking... Það kom svo í ljós að ég varð númer tvö af konunum svo að ég þurfti ekkert að skamm- ast mín fyrir fallið! ” Maraþonhlaup eru eins og sálfræðiþerapía Hvernig gengur að samræma hlaupin, kennsluna og glerlistina? „Margir spyrja mig hvort ég sé ekki einmana þegar ég hleyp og hvort það sé ekki leiðinlegt. En mér finnst þetta vera eins og sál- fræðiþerapía. Ég hvílist og kem alveg endurnærð til baka. Og svo sér maður svo vel árangurinn. Þannig er það með glerið líka. Steint gler hentar mér mjög vel 6 Víkan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.