Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 9

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 9
9 var giskað á að 240 milljónir manna sæju Disneykvikmynd á ári hverju, 100 milljónir horföu á Disneyþætti í sjónvarpinu í hverri viku, 800 milljónir læsu Disney- bækur, 80 milljónir keyptu árlega vörur merktar Walt Disney og að 150 milljónir læsu Disneyteikni- myndasögur árlega. Téiknimy ndablöðin Árið 1954 skrifaði Lorentz nokk- ur Larson bókina Börnin og teikni- myndaflokkarnir og hún hófst á þessum orðum: „Teiknimynda- blöðin eru líklega sá þáttur fjöl- miðlunar sem nær til flestra barna.” Nú, árið 1983, er öldin önnur. Við lifum á tímum sjón- varpsins og myndbandaflóðsins. Teiknimyndablöðin eru þó enn les- in og þeim dreift í milljónaupplagi um allan heim og enginn þáttur barnamenningar hefur orðið eins mikið fyrir baröinu á gagnrýnend- um og teiknimyndablöðin. Gagn- rýni tók fyrst að gæta á árunum í kringum 1940 en umræðan varð fyrst almenn þegar bandarískur sálfræðingur, Fredric Werthem, kom fram á sviðið með bók sem hann nefndi Sakleysingjar dregnir á tálar en þar var fjallaö um hin slæmu áhrif teiknimyndablaöa á börn og unglinga. Fræðingarnir skiptust á skoðunum í bókum, greinum, ræðum og ritum. Fjallað var um innihaldið í blöðunum, sið- fræðina, sem þar ríkti, áhrif þess- ara blaða á hugmyndaflug barn- anna og svo voru ekki allir á sama máli um máliö sem notað var. Lorentz Larson benti á í lok bók- ar sinnar, Börnin og teiknimynda- flokkarnir, að menn yrðu að reyna að koma með betri teiknimynda- sögur með almennilegu innihaldi og á góðu máli. Svo voru þeir sem álitu að ekki væri ástæöa til að ætla að teikni- myndablöðin hefðu slæm áhrif á börnin. Ef vandamál kæmi upp hjá barni væri það venjulega ekki í neinu sambandi við teikni- myndablöðin sem það læsi heldur væri orsakanna að leita löngu áður en barnið byrjaði að lesa og skoða teiknimyndasögur. En hvað var það við innihaldið sem menn voru ekki á sama máli um? Hið góða og illa í teikni- myndasögum Disneys olli mönn- um áhyggjum, munurinn á hlut- verki karla og kvenna í hinum ýmsu teiknimyndasögum þótti líka verðugt rannsóknarefni, karl- mannsímyndin þótti mjög sterk og álitið var að fjórum sinnum fleiri karlmenn en kvenmenn kæmu fyr- ir í teiknimyndasögum almennt. „Er Andrés önd hættulaus teikni- myndaflokkur sem við getum óhrædd leyft börnum okkar að lesa?” skrifaði norskur uppeldis- fræðingur, Jo Lie, árið 1970 og hann svaraði þessu sjálfur: „Andrés önd er eins saklaus börn- um okkar og þær bækur þar sem stendur að mamma sitji og saumi á meðan pabbi lesi blöðin. Inni- haldið í Andrésar andar blööunum er nefnilega algjörlega í samræmi við það munstur sem ríkir og er viðurkennt í flestum þjóðfélögum. Andrésarblaðið gefur barninu nokkra hugmynd um það þjóðfé- lag sem það kemur til meö að vaxa upp í, reyndar án nokkurrar gagnrýni, en þetta er sá heimur sem börnin koma til með að lifa í.” Andaheimurinn Sögurnar úr andaheiminum eru byggðar á þeim heimi sem við lif- um í en hjá Andrési og félögum hans er þetta orðinn ævintýra- heimur. Þarna gilda allt aðrar reglur en í raunveruleikanum. Það viröist vera alveg sama hvað þú aðhefst, allt er talið saklaust og allt í lagi. I andaborginni finnst ekkert fyrirbæri eins og dauðinn og þar er enginn sem segir manni hvernig börn verða til. í anda- borginni eru heldur engir foreldr- ar til að nauða í manni. En hverjir eru svo til dæmis Rip, Rap og Rup? Jú, í þeim eiga börnin að geta séð þann draum sinn rætast að ráöa yfir fullorðna fólkinu, gera betur en það (anda- strákamir og Andrés). Andrés, sem alltaf er staurblankur og sæk- ir styrk sinn til Jóakims, er svo byggöur á því hvernig börnin lúta alltaf í lægra haldi fyrir fullorðna fólkinu, þó er reynt að milda þetta aðeins með því að láta Drésa gamla vera stöðugt að finna upp einhver úrræði sem fá okkur til þess að hlæja. Jóakim frændi er svo dæmigert höfuð fjölskyldunn- ar, fulloröni meölimurinn í anda- fjölskyldunni, og honum og pen- ingavaldinu eru endurnar háðar. Enn eru fræðingarnir að reyna að komast til botns í sannleikan- um um Andrés og félaga og margir doðrantar um teiknimyndablöðin verða til. Á meðan fær auglýsinga- iðnaðurinn hetjurnar að láni til þess aö fá börn og unglinga til þess að kaupa vörur, teiknimyndablöð- in eru enn lesin hér á landi sem annars staöar (margir hafa löng- um álitið Andrésar andar blöðin bestu dönskukennsluna) og Andrés er enn að finna á sínum fasta stað í Vikunni. Við Islending- ar erum taldir lestrarþjóð og þó að smekkur manna sé misjafn þá höfum við áreiðanlega flest ein- hvern tíma gluggað í Andrésar- blað og sumir hafa jafnvel safnað heilu Andrésar andar möppunum og eiga þær enn á vísum stað uppi í hillu. Og hver veit nema einhver hafi einhvern tíma fundið þar ágætis hugmynd um það hvernig best væri að lumbra á óvininum næsta dag. iW 38. tbl. Vikan 9 i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.