Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 44

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 44
FRA MHALDSSA GA mér vonir um þessa viku. Þær fara kannski aö slaka á, kunna vel viðsig, tala viöþig.” „Guð, ég vona það!” gargaði ég. „0, Charlie, geturðu ekið svo- lítið hraðar? Ég held að ég þurfi aðrembast.” Eg var hrædd um að ég myndi fæða barnið í bílnum. Ég var hrædd um að Adam myndi gráta þegar hann vaknaöi og við vorum farin. Ég var hrædd um að stúlkurnar yrðu andstyggilegar við hann. Ég var svo hrædd um allt aö hverjar einustu hríðir virt- ust harkaleg kreisting af ótta. Um þær mundir sem við komumst á sjúkrahúsið var ég kjökrandi og skjálfandi. Ég hrundi niður í hjólastól og við fórum upp á fæð- ingardeildina þar sem mér var einhvern veginn ýtt eða kastað á borö og hlaupið með mig inn á fæð- ingarstofu. Þá var ég byrjuð að rembast. Ég varð að rembast. Og ég orgaöi vegna þess að ég hafði enga stjórn lengur, vegna þess að allt mitt líf var stjórnlaust. Ég greip í Charlie með vinstri hendi og hjúkrunarkonu meö þeirri hægri og ég veinaði: „Gerið það, hjálpið mér!” Og með dásam- legum, rennandi hvin fæddist dóttir mín. Ég átti tvo notalega, viökvæma, ástúölega daga á sjúkrahúsinu með Lucy áður en ég fór heim. Ég lét mig gleyma Adam, litla, bústna Adam, í þessa tvo daga, vegna þess að Charlie var enn heima og ég vissi að Charlie myndi annast hann. En á þriðja degi fór ég heim. Ég ætlaði ekki að skilja son minn eftir einan með stjúpdætrum mínum. Cathy og Caroline voru úti að reyta arfa í garðinum og þegar við ókum upp að húsinu litu þær upp til að líta á okkur en þær hættu ekki verkinu til að koma og sjá mig með nýja barnið mitt. Charlie bar Lucy upp og lagði hana í rúm- ið. Hann færði mér litlu töskuna mína og tók upp úr henni. Hann blandaði handa mér Bloody Mary, svo útbjó hann hádegisverð handa okkur. „Mér þykir leitt að þurfa að fara,” sagði hann. „Maður á mín- um aldri hefur ekkert að gera við það að eignast börn. Ég vildi gjarna vera heima og halda bara á Lucy og góna á hana, hún er svo falleg. En ráðstefnan er mikil- væg.” „Ég veit það,” sagði ég. „Ég er búinn að tala við stúlkurnar. Ég sagði þeim að vera góðar við þig og Adam. Ég sagði þeim að þær ættu að annast allan uppþvott og heimilisstörf meðan ég er að heiman. Þær hafa veriö nokkuð duglegar að vinna í garöinum. Ég skal fara út með Adam og láta stúlkurnar líta eftir honum á meðan þú gefur Lucy brjóst og færö þér blund. Ekki hafa áhyggjur. Ég lofa því að þetta verður allt í lagi.” Svo fór Charlie, leiddi Adam út um dyrnar. Ég rölti upp stigann að svefnherberginu mínu og reyndi að setja á mig svolítinn varalit, reyndi að bursta á mér hárið. Ég vildi ekki vera allt of drusluleg. Ég skipti á Lucy, gaf henni brjóst og talaði svolítið við hana og hún sofnaði brátt. Eg hallaði mér aftur í rúmið, hlustaöi ákaft eftir hljóöum í Adam og áöur en ég vissi af var ég sofnuð. Þegar ég vaknaði var Lucy að gráta. Birtan í svefnherberginu mínu hafði breyst og dýpkað. Ég leit hrelld á úrið mitt. Klukkan var næstum hálfsjö. Ég hafði sofið í fimm tíma samfleytt. Ég greip Lucy í ofboði og skakklappaðist út úr herberginu og niður stigann. Það var lokað inn í eldhúsið. Ég opnaði og sá Caroline og Cathy sitja þar viö borðið og borða pott- rétt sem ég hafði búið til og fryst fyrr í mánuðinum. Það var kveikt á sjónvarpinu og þær horfðu á það dáleiddar. „Halló,” sagði ég. „Hvar er Adam?” „Þarna,” sagði Cathy og hnykkti höfðinu út á hhð. Adam lá í leikgrindinni, saug á sér þumalfingurinn og velti sér taktbundið út á hlið. Þegar hann sá mig stóð hann á fætur og brast í grát. „Mamma! ” veinaöi hann. Hvorug stúlkan leit á hann eða mig. Þær héldu óslitið áfram að horfa á sjónvarpið. Ég lagði Lucy á mottuna á gólfinu og fór til að lyfta Adam upp úr leikgrindinni. Það var sárt að lyfta honum, ég fann að strekktist á innan í mér. Hann vafði sig að mér og grúfði höfuðið í hálsinn á mér og grét svo að ég gat ekki sett hann frá mér. „Gáfuð þið honum að borða?” spurði ég stúlkurnar. Þær bentu á disk fullan af mat. „Hann vildi þaö ekki,” sögðu þær. „Hann sagði að sér þætti þetta ekki gott.” „0. Jæja, gáfuð þið honum eitt- hvaðannaö?” „Nei. Hann sagði ekkert um aö sig langaðiíannað.” Nú var Lucy aftur byrjuð að gráta, tryllingslega í þetta sinn. Þaö voru rúmir fimm tímar síðan hún hafði fengið að drekka. Adam hélt sér enn dauðahaldi í mig og kjökraði. Báðar horfðu stúlkurnar á sjónvarpið. „Heyrðu, elskan,” sagði ég við Adam. „Mamma ætlar aö setja þig í stólinn þinn og ég skal svo sitja alveg viö hliðina á þér og mata þig og þú mátt horfa á Lucy drekka kvöldmatinn sinn, alveg eins og þú gerðir þegar þú varst lítill.” Adam þótti nýbreytnin áhuga- verð. Hann settist fúslega í stólinn sinn. Ég tók Lucy upp og dró stól yfir að barnastól Adams. Svo fletti ég sloppnum frá mér til að stinga vinstri geirvörtunni upp í gráðug- an munn Lucy. Ég hélt um hana með vinstri handlegg og mataði Adam með hægri hendinni. Stúlk- urnar horfðu enn á sjónvarpið. Það var eins og við þrjú værum hreinlega ekki þarna. Ég fann reiðina krauma innra með mér en ég reyndi að halda aftur af henni. Magi minn urraði. Ég hafði hvorki fengið vott né þurrt síðan á hádegi, þegar Charlie hafði verið heima til að útbúa mat handa mér, sá tími verndar og vinsemd- ar virtist liðinn fyrir óralöngu. Nú leið mér eins og óæskilegum gesti á mínu eigin heimili. „Skyldi önnur hvor ykkar geta sett mat úr pottinum þarna á disk handa mér?” spurði ég. „Ég er ákaflega svöng. Og gætuð þið verið svo vænar að hella fyrir mig bjórí glas?” Caroline og Cathy Utu hvor á aðra, skiptust á löngu, yfirlætis- legu, marghrjáðu augnaráði. „Ég skal gera það,” andvarpaði Caroline. Hún stóð á fætur, opnaði bjórdós og skellti henni fyrir framan mig eins og geðvond þjónustustúlka. Svo skóflaði hún svolitlu af kássunni í pottinum á disk, ýtti honum að mér og settist aftur. Ég var gráti næst. Mér leið eins og heimurinn væri genginn af göflunum. Hatrið sem stafaði af stúlkunum var að kæfa mig. Ég botnaði ekkert í hvað hafði gerst en mér fannst að ef ég reyndi að tala um það við stúlkurnar myndi ég bresta í auðmýkjandi grát og ekki geta hætt. „Gæti ég kannski fengið gaffal?”spurðiég. Nú var það Cathy sem stóð upp, sótti gaffal og lagði hann á borðiö rétt hjá mér. Svo settist hún líka til að góna á sjónvarpsskjáinn. Ég var svo soltin að mér tókst einhvern veginn að borða matinn minn og gefa Adam og Lucy að boröa um leið. Ég flutti Lucy yfir á hægra brjóstið, stakk bita upp í Adam, flýtti mér svo að troða upp í mig mat meðan Adam tuggöi. Loks var Adam búinn að borða allt og munnur Lucy var máttlaus um geirvörtu mína. Ég helt henni upp við öxl á mér og klappaöi á bakiö á henni þangað til hún ropaði háum, rökum, ruddalegum ropa. Adam hló við hljóðið og ég brosti, en Caroline og Cathy virtust ekki hafa heyrt neitt. Ég ýtti stólnum mínum aftur, lagði Lucy á gólfið og hjálpaði Adam að komast úr barna- stólnum. „Stúlkur?” sagði ég. „Cathy? Caroline?” Ég fékk ekkert svar. „Stúlkur,” sagöi ég, „mér þykir fyrir því en gæti önnur hvor ykkar verið svo væn að fara upp með Adam og setja hann í þunnu nátt- fötin hans og leika svolítið viöhann áöur en hann fer í háttinn?” Það varö löng þögn og svo sagði Cathy: „Þaðersvoleiðinlegt.” „Hvaö?” „Það er svo leiðinlegt,” sagði Cathy, „aö horfa bara á hann leika sér.” Mig verkjaði alls staðar og ég var máttvana og viðkvæm. Þó ólgaöi nú reiöin innra með mér frá einhverri nýrri orkulind. „0, Cathy,” sagði ég.,,0, Caro- line. Það eru mörg störf leiðinleg. Ég er bara að biðja um fáeina daga, fáeinar klukkustundir aðstoðar. Og við greiöum ykkur mikiö fé fyrir. Af hverju getið þiö ekki hjálpað mér svoÚtið? Hvað hefur gerst — hvað get ég hafa gert af mér til að koma ykkur báðum til að láta svona? Viljið þið vera svo vænar að reyna að ræða það við mig? Ég elskaði ykkur stúlkurnar, ég hélt að við værum vinir og vinir hjálpa hver öðrum. Stjúþan 44 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.