Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 62
I’OSTIKIW
Ástarferhyrningurinn
Þannig er mál med vexti
ad ég er hrifin af kœrasta
sgstur minnar og hann er
hrifinn af mér (hann hefur
sagt mér þad). Ég vil ekki
sœra sgstur mína og svo á ég
líka kœrasta sem er ágœtur
en ég er miklu hrifnari af
kœrasta systur minnar,
hann er svo sœtur og góður
og hefur oft spurt mig hvort
ég vilji ekki byrja með sér.
Ég veit ekki hvað ég á að
segja þó að mig langi til að
segja já. Svo er hellingur af
strákum á eftir mér en ég lít
ekki við þeim, ég er svo
skotin í honum.
Einu sinni, þegar hann
kom að sœkja systur mína en
hún var ekki heima, bauð
hann mér út að ganga og ég
þáði það. Við gengum niður
á Torg. Þar hittum við
strákinn sem ég er með og
hann varð alveg brjálaður
því að hann heldur að hann
eigi mig og hann sagði við
mig að hann œtlaði að kjafta
frá öllu. Bœði um mig, hann
og kœrasta systur minnar
því hann sá mig kyssa hann.
Þú verður að svara mér
strax því að ég og kœrastinn
minn höfum verið saman svo
lengi. Og ef hann segir frá
öllu veit ég ekki hvað um mig
verður.
PS Hann kom í morgun en
enginn var heima nema ég og
ég henti honum út.
Ein ástfangin.
Þú ert sannarlega heppin
aö hafa bara helling af
strákum á eftir þér. Póstin-
um finnst fallega gert af
þér aö taka svona mikið til-
lit til systur þinnar. Þaö er
greinilegt aö samband þitt
viö gamla kærastann er
komið í mola og getur varla
versnað mikið úr þessu.
Þaö er kannski heldur ekki
svo mikill greiði viö systur
þína að vera aö hlífa henni
viö sannleikanum í málinu,
hið sanna kemur fram fyrr
eða síðar. Ef þú ert alveg
viss um tilfinningar þínar
og tilfinningar kærasta
systur þinnar ættirðu því
ekki að hafa neinar vöflur á
því en taka boði hans um að
fara að vera með þér. Það
verður öllum fyrir bestu
þegar til lengdar lætur.
Það er erfitt að særa
tilfinningar annarra en því
miður verður stundum ekki
komist hjá því. Þá er um að
gera að vera sterkur og
hvika hvergi frá þeirri
ákvörðun sem tekin hefur
verið. Líka er mikilvægt að
vera algjörlega hreinskil-
inn. Ég óska þér svo bara
góðs gengis í ástarmálun-
um, hvaða ákvörðun sem
þú tekur. Hún verður að
vera þín eigin.
James Dean
Ég hef aldrei skrifað þér
áður en mér datt það í hug
vegna athugasemdar ykkar í
31. tbl. og ég vona það besta.
Ég er einstakur aðdáandi
James Dean og er að drepast
úr forvitni um þennan frœga
leikara. Hvað var hann
gamall þegar hann dó?
Hvaða mynd er frœgust sem
hann hefur leikið í? Var
hann á föstu með einhverri?
Viltu birta mynd af honum?
Ég bið ekki um plakat af
honum, bara litla mynd.
Áður en ég hœtti langar
mig að spyrja hvort maður
myndi standa illa eða vel á
atvinnubrautinni ef maður
kláraði íþróttaskólann.
Kœri Póstur, þú verður
að fyrirgefa mér hvað mér
tekst að orða þetta illa.
Ein sem á heima á frá-
bœrasta stað á landinu.
James Dean fæddist 8.
febrúar 1931 (væri því 52
ára ef hann hefði lifað), en
hann lést í bílslysi 30.
september 1955, þá 24 ára
gamall. Honum entist því
ekki aldur til að leika í
mörgum kvikmyndum.
Hann varð hálfgerð þjóð-
sagnapersóna þegar í lif-
anda lífi, en eftir að hann
dó má segja að hann hafi
verið tekinn í dýrlingatölu
meðal æskufólks. Því má
segja að allar myndir sem
hann lék í hafi orðið fræg-
ar. Hann lék fyrst smáhlut-
verk í f jórum kvikmyndum
en þær myndir sem hann
lék aðalhlutverk í urðu
allar mjög frægar. Þær
voru EastofEden (Austan
Eden), Rebel Without A
Cause (1955) og Giant
sem ekki var frumsýnd
fyrr en að honum látnum,
1956.
Hann var með nokkrum
stúlkum á sinni stuttu ævi.
Þar á meðal voru leikkonur
svo sem Nathalie Wood og
Ursula Andress (sem þá
voru kornungar). Stærsta
ástin hans var þó sögð hafa
verið ung og óþekkt leik-
kona af ítölskum ættum,
Pier Angel (fullu nafni
Anna Maria Pierangeli).
Móðir stúlkunnar var
strangkaþólsk og siðavönd
og var alls ekki um það að
dóttir hennar væri að flækj-
ast um með hinum ill-
ræmda James Dean. Hún
bannaði þeim að hittast en
stelpan hótaði þá að fara að
heiman. Þau voru saman
um hríð og hugleiddu að
gifta sig. En um síðir fór
eitthvað úrskeiðis og Pier
trúlofaðist öðrum manni og
giftist honum síðar. Sagan
segir að James Dean hafi
rótað á mótorhjólinu sínu
umhverfis kirkjuna meðan
á athöfninni stóð, en það er
eins líklegt að þetta sé
aðeins sögusögn. Varðandi
seinni hluta bréfsins er það
að segja að þótt aðsókn að
íþróttaskólanum hafi verið
mikil undanfarin ár og
margir lokið prófum þaðan
þá er enn skortur á íþrótta-
kennurum víða úti um
landsbyggðina.
Pósturinn lofar að koma
því til leiðar að von bráðar
verði birt falleg mynd af
James Dean í blaðinu.
62 ViKan 38. tbl.