Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 47

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 47
ið getur ástin verið undraverð — eins og álög, smyrsli sem borið er á alla og læknar mein, græðir sár, fróar. Þetta var gott ár, áriö sem Caroline og Cathy voru ástfangn- ar. Þessar kæru, mállausu litlu minnisbækur sem ég skrifa í eru nokkurs konar guð fyrir mér, eða að minnsta kosti engill. Þær inni- halda játningar mínar og hjálpa mér að fyrirgefa sjálfri mér og öðlast skilning. Þær hjálpa mér að koma einhverju viti í líf mitt. Það er miðnætti. Charlie er ein- hvers staðar í Svíþjóð, steinsof- andi eftir að hafa flutt fyrirlestur í háskólanum í Lundi. Adam og Lucy eru í litla herberginu sínu, sofa, saklaus undir ábreiðunum. Stephen er einhvers staðar yfir Atlantshafi í silfurlitri 747, á leið aftur til Boston. Vertu sæll, Stephen. Þakka þér fyrir og vertu sæll. Ég hef sektarkennd út af Stephen, vegna framkomu minnar við hann. Ég finn til sektar vegna þeirrar ákvörðunar sem ég er bú- in aö taka um ævi mína, sektar vegna þess að hún mun eflaust særa Charlie. Ég tek börnin mín burt frá föður sínum, að minnsta kosti um tíma. Á einhvern hátt vissi ég að ég myndi finna til sekt- ar vegna einhvers, ég er enn meþódisti frá Kansas. Ég er að minnsta kosti búin að þessu, ég er búin að taka ákvörðun. Ég er enn furðu lostin yfir því hvað ég var ringluð og óákveðin allt fram að því andartaki að ég barði að dyrum á hótelherbergi Stephens. Hann hringdi í mig til að segja mér númerið á herberginu og því nær sem ég kom því meira ofboð komst á hugsanir mínar, því minna viss var ég um hvað ég vildi. Mér fannst ég skuldbundin Stephen einfaldlega vegna þess að hann hafði elst við mig, vegna þess að hann hafði komið. „Sæl,” sagði hann, lauk upp fyr- ir mér. „Sæll,” sagði ég og gekk inn í herbergið. Stephen var í daufblárri bómullarskyrtu. Hún var óhneppt í hálsinn og ermarnar brettar upp. Hann var, það er engin leiö að neita því, stórfenglega myndar- legur maður, og ég er veik fyrir álitlegum gripum. Svo að auðvitað kysstumst við eftir að hafa brosað hvort til annars andartak. Og svo sagði Stephen: „Heyrðu — ég pantaði kampavín. Má bjóða þér?” „Kampavín klukkan tíu að morgni!” sagði ég hlæjandi. „Auðvitað.” Stephen gekk yfir herbergið, aö skrifboröinu þar sem kælifatan stóð og það var þá — af því hvern- ig hann lyfti kampavínsflöskunni og hellti úr henni í glösin — sem ég vissi að ég elskaði Charlie enn. Charlie er stór maður en hann ger- ir litla hluti meö sérstökum þokka. Hendur Stephens skulfu örlítið. Þetta var nokkuð sem hann vildi koma af, flýta sér með, þetta var ekki andartak sem átti að njóta sjálfs sín vegna. Ég skildi á því augnabliki að það að hella kampavíni í glas á fjórtánda brúð- kaupsdaginn okkar myndi vera merkilegri athöfn fyrir Charlie en það að hella kampavíni í glas áður en við elskuðumst í fyrsta sinn væri fyrir Stephen. Stephen stefndi að verknaðinum, að árangrinum, hann var fyrst og fremst, umfram allt annað, metnaöargjarn maður. „Stephen,” sagði ég um leið og ég tók viö kampavínsglasinu, „mig langar til að ræða við þig um þetta allt áður en ég verð kennd og geri eitthvað sem ég sé kannski eftir. Mér finnst það tryllingslega rómantískt að þú komir hingað til Helsinki til að hitta mig en það er bara ekki rétt. Það gengur ekki. Þetta er rangt.” „Zelda,” sagði hann, „ég er ekki að reyna að fá þig til aö gera neitt rangt. Ég vil kvænast þér, veistu, ekki bara standa í stuttu ástarsambandi. Þó guð megi vita að ég myndi líka njóta þess. ” Framhald 1 næsta blaöi. 38- tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.