Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 8

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 8
Andrés og andaborgin__ Við alltaf biðum spennt að sjá þá Mikka og Andrés önd, þeir okkur kátir fylgdu inn i bernskudraumalönd. Mikki mús var hetjan okkar, Andrés önd var okkar guð, en allt er breytt, nú þekkist bara rifrildi og puð. Burt er Andaborg, allar breiðgötur og torg, Gústi frændi og hann Mikki mús þeir drukku sig i hel. Plútó fór á flakk, frændans rikidæmi sprakk, Andrésína stakk sér ofan i steypuhrærivél. Þessi erindi eru úr laginu Andaborg sem Ingunn Gylfa- dóttir, ung og efnileg söngkona, söng inn á plötu á dögun- um. Þar sem öll lögin á plötunni áttu að fjalla um heim barna og unglinga lá auðvitað beint við að þar væri að finna lag um Andrés önd og félaga hans í andabænum, en end- urnar og börnin hafa oft átt ánægjulegar stundir saman. í lagi Ingunnar um andaborgina er búið að snúa öllu við, og ekki laust við að borgin og íbúar hennar verði fyrir dálítilli gagnrýni. Að gamli góði drésinn og félagar hans verði fyrir gagnrýni er ekkert nýtt, fræðingar um heim allan hafa í áraraðir lagt á sig mikla vinnu til þess að komast til botns 1 sannleikanum um Andrés önd og áhrif hans á börn og unglinga. En hvenær varð þessi gamla góða önd, sem prýtt hefur Vikuna í aldarfjórðung, til og hvers vegna hafa hún og félagar hennar í andaborginni angrað fræðingana? Faðir Andrésar andar Faöir Andrésar andar, Walt Disney, fæddist í Bandaríkjunum áriö 1901. Þessi maður, sem átti eftir aö verða heimsfrægur, byrj- aði snemma aö vinna fyrir sér með því aö bera út blöö. 14 ára gamall sótti hann listaskóla í Kansas City og byrjaöi síðán að vinna þar sem auglýsingateiknari ásamt vini sínum Ub Iwerks sem var samstarfsmaöur hans alla ævi. Þeir fóru síðan að vinna teiknimyndir fyrir Kansas City Film Ad Company en brátt voru þeir farnir aö gera eigin teikni- myndir og selja þær og Disney setti á stofn eigið fyrirtæki, Laugh-O-Grams. Á árunum 1922 til 1924 uröu fyrstu teiknimyndir Disneys til og má þar nefna myndir eins og Rauðhettu og söguna um tónlistar- mennina frá Bremen. En fyrirtækiö fór á hausinn og leið Disneys lá til Hollywood þar sem hann geröi teiknimyndaflokk- inn um Lísu í Undralandi áriö 1923. 1927 varö svo Mikki mús til, en þaö var einmitt hann sem gerði Disney frægan. Þriðja teikni- myndin sem Disney geröi um hetj- una Mikka mús var með hljóði og hét Steamboat Willie. Andrés önd varö svo til áriö 1932 og var notað- ur í fyrsta sinn í teiknimynd áriö 1934. Þar var hann aukapersóna, latur náungi á matrósafötum sem sagöi: „Vinna, hver, ég? Nei takk.” En gamli góði Andrés fékk meö tímanum sína eigin teiknimynd og síðar sitt eigiö teiknimyndablað. 1937 kom Disney með teikni- myndaflokk um Andrés önd og vinsældir hans urðu brátt til þess að Mikki stóð í skugganum. Andrés var aumur og alltaf blank- ur og óduglegur við að verja sig, Mikki var hins vegar sterkur, box- aði frá sér og tókst betur að sigr- ast á erfiðleikunum. Og þeir sem þóttust vita best sögðu að vinsældir Andrésar væru vegna þess að fólkinu, sem á þess- um árum lifði í ótta við atvinnu- leysi, væri hagur í því að sjá að það væru fleiri sem ekki réðu við aöstæðurnar. Disney var orðinn frægur og Disneyiðnaðurinn svokallaði gekk hratt fyrir sig. Á árunum 1935 til 1958 var lítið aö keppa við í Evrópu. Farið var að gefa út teiknimyndablöð á fjölmörgum tungumálum og til urðu sápur, bolir og alls kyns vörur merktar Walt Disney. Og auglýsingateikn- arinn hafði sín áhrif á börn og unglinga um heim allan og áhrifa hans gætti í teiknimyndaiðnaðin- um allt frá Sovétríkjunum til Kína. 1966, árið sem Disney lést, 8 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.