Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 3

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 3
Stjörnubrúbkaup Carrie Fisher, sem fræg hefur orðið fyrir leik sinn í Stjörnu- stríðs-kvikmyndunum (Leia prinsessa), gekk nýverið í það heilaga. Sá hamingjusami er enginn annar en söngvarinn góð- kunni Paul Simon en hjúin hafa verið kærustupar síðastliðin fimm ár og ráðahagurinn kom því engum á óvart. Hjónavígslan var að gyðinglegum sið og fór fram í íbúð Simon í New York. Meðal viðstaddra voru foreldrar brúðarinnar sem skildu þegar hún var lítil stúlka, Eddie Fisher og Debbie Reynolds. Þar var einnig leikstjóri Stjörnustríðs, George Lucas, söngfélagi brúð- gumans, Art Garfunkel, og Billy Joel. Sá síðastnefndi færði brúð- hjónunum að gjöf gamlan glym- skratta með plötum frá árunum ’50—’60. Eftir athöfnina flugu hjónin til Houston í Texas. Hveiti- brauðsdögunum ætluðu þau að eyða á ferðalagi um Bandaríkin þver og endilöng. Ferðafélagi hjónanna var enginn annar en Art Garfunkel, enda brúðkaups- ferðin ekkert annað en dulbúið tónleikaferðalag þessara gömlu félaga. Fallhlífar- flugvél Það nýjasta í loftsiglingum er þetta undarlega fyrirbæri sem er sambland af fallhlíf og flugvél. Fallhlífin er vængur flugvélar- innar, jafnframt því sem hún veitir mikið öryggi. Ef eitthvað kemur fyrir, vélin stöðvast eða bensínið klárast þá svífur flug- maðurinn einfaldlega niður í fallhlífmni. „Flugvél” þessi er knúin áfram af tveimur litlum bensín- hreyflum. Hún er mjög létt og það er ákaflega einfalt og auðvelt að stjórna henni. Stjórntækin eru þrjú: Fótstig fyrir vinstri fót, fótstig fyrir hægri fót og svo bensíngjöf. Beygt er með því að ýta öðru hvoru fótstiginu fram og fer þá flugvélin hægt en örugglega í þá átt sem óskað er. Sagt er að hver sem er geti lært að fljúga henni á 15 mínútum. A litlu myndinni sést hönn- uðurinn, Steve Snyder, ásamt tilraunaflugmanni frá Popular Mechanics. Snyder er Banda- ríkjamaður og framleiðir flugvél- arnar í fjöldaframleiðslu. Hver vél mun kosta 13700 dollara eða nokkuð yfir 100.000 krónur. Langþráð frí frá sparíklæðnaði og skyldum, i skátabúðum rétt hjá Paris. Karólina hefur lítinn tima til að leika sér eftir að hún tók við skyldum móður sinnar. 38. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.