Vikan


Vikan - 22.09.1983, Page 3

Vikan - 22.09.1983, Page 3
Stjörnubrúbkaup Carrie Fisher, sem fræg hefur orðið fyrir leik sinn í Stjörnu- stríðs-kvikmyndunum (Leia prinsessa), gekk nýverið í það heilaga. Sá hamingjusami er enginn annar en söngvarinn góð- kunni Paul Simon en hjúin hafa verið kærustupar síðastliðin fimm ár og ráðahagurinn kom því engum á óvart. Hjónavígslan var að gyðinglegum sið og fór fram í íbúð Simon í New York. Meðal viðstaddra voru foreldrar brúðarinnar sem skildu þegar hún var lítil stúlka, Eddie Fisher og Debbie Reynolds. Þar var einnig leikstjóri Stjörnustríðs, George Lucas, söngfélagi brúð- gumans, Art Garfunkel, og Billy Joel. Sá síðastnefndi færði brúð- hjónunum að gjöf gamlan glym- skratta með plötum frá árunum ’50—’60. Eftir athöfnina flugu hjónin til Houston í Texas. Hveiti- brauðsdögunum ætluðu þau að eyða á ferðalagi um Bandaríkin þver og endilöng. Ferðafélagi hjónanna var enginn annar en Art Garfunkel, enda brúðkaups- ferðin ekkert annað en dulbúið tónleikaferðalag þessara gömlu félaga. Fallhlífar- flugvél Það nýjasta í loftsiglingum er þetta undarlega fyrirbæri sem er sambland af fallhlíf og flugvél. Fallhlífin er vængur flugvélar- innar, jafnframt því sem hún veitir mikið öryggi. Ef eitthvað kemur fyrir, vélin stöðvast eða bensínið klárast þá svífur flug- maðurinn einfaldlega niður í fallhlífmni. „Flugvél” þessi er knúin áfram af tveimur litlum bensín- hreyflum. Hún er mjög létt og það er ákaflega einfalt og auðvelt að stjórna henni. Stjórntækin eru þrjú: Fótstig fyrir vinstri fót, fótstig fyrir hægri fót og svo bensíngjöf. Beygt er með því að ýta öðru hvoru fótstiginu fram og fer þá flugvélin hægt en örugglega í þá átt sem óskað er. Sagt er að hver sem er geti lært að fljúga henni á 15 mínútum. A litlu myndinni sést hönn- uðurinn, Steve Snyder, ásamt tilraunaflugmanni frá Popular Mechanics. Snyder er Banda- ríkjamaður og framleiðir flugvél- arnar í fjöldaframleiðslu. Hver vél mun kosta 13700 dollara eða nokkuð yfir 100.000 krónur. Langþráð frí frá sparíklæðnaði og skyldum, i skátabúðum rétt hjá Paris. Karólina hefur lítinn tima til að leika sér eftir að hún tók við skyldum móður sinnar. 38. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.