Vikan


Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 5

Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 5
Ingunn hcfur gcn nokkuð af Tiffany lömpum. Yfir hinu sérstæða borðstofuborði, sem cr úr vínviði frá Kaliforníu og glerplötu, hangir einmitt cinn lampi eftir Ingunni „Myndina ,,Sðlar- upprás t stórborg" gerði ég undir áhrifum frá New York. Demantur- inn er tákn auðæfa stórborgarinnar. „Þetta form kallast ,, Hurricane ’' og getur bæði nýst sem blómavasi og umgjörð utan um keni.” Uppi á gamla Isskápnum, lengst til hægri á myndinni, sem er einn sá fyrsti sinnar tegundar og ber vöruheitið ÍSLAND, eru servíettuhringir. ,,Ég vil helst hrúga þeim saman á þennan hátt. Það mætti líka hengja þá upp ...” þau fóru meö mig til Gerðar Helgadóttur, en hún var góð vin- kona Valgerðar. Hún var þá ein- mitt aö vinna aö kirkjugluggum Skálholtskirkju. Ég man hvaö ég var ofboðslega hrifin af því að koma í stúdíóið hennar. — En að mér dytti í hug að ég ætti einhvem tíma eftir að fást við þetta... nei, það var alveg öruggt að svo var ekki! Var orðin leið á endaiausum ritgerðum og prófum Mörgum árum og einu B.A. prófi seinna fluttum við, Högni Oskarsson maðurinn minn og tvö börn okkar, svo út til Bandaríkj- anna. Það var árið 1974. Ég ákvað þá að halda áfram við frönskunám mitt og tók magisterspróf þremur árum eftir að við komum út. En þá komst ég að því aö það var ekki vonarglæta fyrir mig að fá vinnu þama því að mikið atvinnu- leysi er á meðal kennara. Það var því ekíd um annað að ræða en að halda áfram og fara í doktorinn eöa finna mér eitthvað annað aö gera. Ég var þá eiginlega búin aö fá nóg af því að skrifa ritgerðir og taka endalaus próf. Þá frétti ég af fyrirtæki sem kenndi að gera steint gler. Ég var strax mjög hrifin af þeirri hugmynd, hafði alltaf haft gaman af að raða sam- an litum og formum, svo að ég vatt mér bara á námskeið. Nú, svo var mér boðin vinna þama eftir námskeiðið og ég var meira og minna viðloðandi þetta næstu tvö árin. Þetta fyrirtæki heitir ARC En Ciel og var niðri í Soho, syðsta hluta Manhattan. Þetta var alveg frábær reynsla og ég fékk bakteríuna! Ég tók síöan þátt í tveimur samsýningum þarna úti en það er nú varla orð á gerandi aö vera aö minnast á þær. Önnur var í New York, hin í New Jersey. En ég seldi pínulítið og þaö varð mér mikil hvatning að sjá aö ég var að gera eitthvað sem höfðaði til fólks.” En þú gerðir meira en að klára magisterspróf í frönsku og upp- götva steinda glerið. Tókst þú ekki þátt í maraþonhlaupi líka ? „Jú, þar er rétt. Það var nú nokkur aðdragandi að því. Högni hafði hlaupið í mörg ár hér heima og var farinn að keppa áður en við fluttum út. Nú, hann hélt því áfram þar því að hann vann mik- ið, var kannski að fást við þung- lynt fólk hálfu og heilu dagana og fannst þaö svo afslappandi aö hlaupa á eftir. Ég var oft ógurlega pirruð út af þessu, bömin höfðu kannski ekki séð hann frá því snemma um morguninn, ég beið með matinn og þá fór hann bara í hlaupafötin og hvarf! Én hann 38. tbl. Vikan 5 l JÓSMYNDIR: RAGNAR TH. TEXTI: HRAFNHILDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.