Vikan


Vikan - 05.09.1985, Page 6

Vikan - 05.09.1985, Page 6
Qolpo Qolfo Qi o!} 'O — dægradvöl almúgamanna sem auðkýfinga Texti: Þórey Ljósmyndir: Ragnar Th. Aðstæður miðaðar út . . . ,,Eg tók fram dræverinn, tíaði kúluna, æðislegt dræv, en náði ekki alveg á grínið og lenti í sanbönkern- um, dró svo upp níuna og sippaði upp á grínið alveg við holuna svo þetta var þægilegt pútt . . Fyrir sjálfri mér og fleirum er svona tal eins og slafneskt tungu- mál. Þeim sem hvorki veit haus né sporö á golfíþróttinni og heldur aö hún gangi ekki út á annað en að standa úti á grasi og slá litla, hvíta kúlu ofan í holu — ekkert mál (og veit reyndar aö þaö þykir gott aö fara holu í höggi) — líður eins og nýlentum Marsbúa í hópi golf- áhugafólks. Talsmátinn, reglurn- ar, útbúnaöurinn — allt virðist þetta tilheyra einhverjum öörum heimi sem einungis þeir irmvígðu fá hlutdeild í. íþrótt hinna ríku og vold- ugu . . . Golfið hefur líka yfir sér ein- hvern ljóma. Það er dægradvöl hinna ríku, frægu og voldugu. Á golfvellinum hafa örlög ráöist og miklar ákvarðanir veriö teknar. Golf í núverandi mynd er upp- runniö í Skotlandi en heimildir eru þó um að golf í einhverri mynd hafi verið leikið í Kína fyrir rúm- um tvö þúsund árum og Frakk- landi á 14. öld. Fyrsti golfklúbbur heims, og nú sá virtasti og fræg- asti, St. Andrews klúbburinn í Edinborg, var stofnaður 1744. Þar spila breskir aðalsmenn og ríkir Bandaríkjamenn með köflóttar húfur. Á eftir slaka þeir á í göml- um, djúpum leðurstólum á barn- um í gamla, viröulega klúbbhús- inu, og þangað á enginn erindi nema hann teljist til safnaðarins. . . . en einnig almennings- íþrótt En golf er líka íþrótt almúga- mannsins. Raunar henta fáar íþróttagreinar jafn vel fólki á öll- um aldri og af báðum kynjum og golfið. Börn geta byrjað að iðka golf alveg frá því að þau geta vald- ið kylfunum (það eru til sérstakar barnakylfur), allt frá svona átta — tíu ára aldri, og síðan geta menn stundað íþróttina fram eftir öllum aldri eins lengi og heilsa og 6 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.