Vikan - 16.01.1986, Page 27
o
NÝJA
GLUGGA-
SAMSETNINGIN
Gluggasmiðjan er rótgróið fyrirtæki,
með yfir 30 ára reynslu í framleiðslu glugga og
hurða af öllum gerðum og stærðum.
• Á undanförnum árum, hefur átt sér stað
mikil þróun í smíði glugga hjá nágrannþjóðum
okkar. Gluggasmiðjan hefur nú tekið upp full-
komnustu framleiðsluhætti sem þekkjast í dag,
með nýjum afkastameiri vélakosti.
• Gluggarnir frá Gluggasmiðjunni eru settir
saman með nýrri tækni, sem við köllum 45°
byltinguna. Þessi samsetning eykur til muna
styrkleika glugganna og hindrar að opin
endatré dragi í sig raka.
• Með þessari tæknivæðingu verk-
smiðjunnar, hefur okkur tekist að lækka verðið
á okkar gluggum um allt að 30%, og auka
styrkleika þeirra um 144%.
• 45° byltingin.
Gluggahornin eru kembd saman með 47
fínum kömbum og pressuð í lím. Með þessum
frágangi eykst styrkleiki gluggahornana
um 144%, þ.e. brotamörk við styrkleikaprófun
er við 8800 Newtona álag í stað 3600 með
gamla laginu.
• Póstar
Svipaða sögu er að segja um frágang pósta.
í gluggum frá Gluggasmiðjunni eru póstarnir
EKKI látnir ganga í gegnum undir- og
yfirstykki, eins og algengt er, — heldur eru
póstarnir grópaðir í sæti. Með þessu móti er
komið í veg fyrir að endatré standi opin og
dragi í sig raka.
Tæknideild okkar veitir allar nánari upplýsingar.
Gluggasmiðjan
SÍÐUMULA 20 RVÍK S. 38220