Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.01.1986, Qupperneq 35

Vikan - 16.01.1986, Qupperneq 35
Nemesis og upprlse „Við höldum skrá yfir nýjar klifur- og gönguleiöir og reynum aö gefa út leiðarvísa, meöal annars I blaðinu okkar, því það er mjög þægilegt fyrir þá sem ekki eru alveg tilbúnir að vera i fararbroddi að geta flett upp á þeim möguleikum sem er að finna á hverjum stað. Þegar þú stendur fyrir framan háa og óþekkta fjallshliö getur verið mjög vandasamt að finna leið þar um, en ef einhver er búinn að fara þar um áður og lýsa því hvar leiö liggur upp þá verður allt mun auöveldara og óvissan og hræðslan hverfa. Til dæmis er í nýjasta blaðinu okkar aö finna leiðarvísi meö fjölda klifurleiða á Esjuna sem flestar hafa verið farnar I fyrsta sinn á slðustu fjórum fimm árum. Það eru til staölar sem segja til um hve erfiö hver klifurleiö er, allt frá léttu brölti til mjög erfiðs klifurs. Það er nú ekki mikiö að byggja á þessum gráðum nema þær má nota sem visbendingar til samanburöar, það er að segja ef menn þekkja gráðu á leið sem þeir hafa farið geta þeir valið sér nýja af sömu gráðu og gert ráð fyrir að hún sé þeim svipaö erfið. Klifurleiðum eru oft gefin nöfn, nafnið gefur sá sem fyrstur fer leiðina. Sumir tengja nöfnin einhverri tilfinningu sem þeir fengu þegar þeir fóru leiðina í fyrsta skipti, hvernig hún virkaði á þá, eða finna bara eitthvaö flott eða skáldlegt. Einfalt nafn er til dæmis „Handan við hornið", það er nafn á Isfossi sem er einmitt handan við klettahorn. Af tilkomumeiri nöfnum má nefna Nemesis, það er I klettaklifurleiö I Vestrahorni. Upprisa er nafn á klettaklifurleið I Stardalshnjúk i Mosfellssveit og hún heitir það einfaldlega af því að leiöin liggur um sprungu sem liggur lóðrétt upp bergiö." — Farið þið illa meö þau svæöi sem þiö farið um? „Nei, það gildir alveg það sama um okkur og aðra ferðamenn varðandi sorp og akstur utan vega, við reynum að ganga vel um. Þaö sem varöar okkur sérstaklega er fleyganotkun í klettum en hún er eiginlega alveg úr sögunni og bara gert grín að þeim sem nota fleygana enn. Fleygur, sem hefur verið rekinn i blágrýti, skilur eftir sig holu og smám saman getur sprungið út úr berginu út frá henni og það er slæmt." — Hvaða Iþróttir eða áhugamál tengjast helst fjallamennskunni? „Ljósmyndun tengist þessu töluvert, menn vilja halda upp á minningar úr góöum ferðum. Menn eiga gjarnan jeppa en þeir sem fara út I mótor- sportið gleypast af þvl og hverfa þá margir úr okkar röðum. Rjúpnaskyttur þekki ég ekki í þessum hópi. Þeir sem eru á kafi í fjallamennskunni hafa ekki tima fyrir neitt annað, fara helst um hverja helgi og jafnvel til útlanda í sumarfríunum til að stunda þetta þar.” Allt fró léttu brölti yfir f. . . „Það er alltaf að aukast að fólk fari til útlanda I fjallaferðir, fyrst voru þaö Alparnir enda var klúbburinn I og með stofnaður til þess aö auðvelda fólki aö fara í feröir erlendis, með því að menn miðluöu hver öðrum af reynslu sinni og upplýsingum um skemmtileg svæði erlendis. Það var nokkur bölsýni í mönnum vegna þess að það er erfitt að stunda klifur á Islandi þvl bergið er lélegt og laust I sér og þar af leiðandi hættulegt á köflum. Hætta á grjóthruni og snjóflóöahætta eru hættur sem fólk ræöur ekki við. Þess vegna langar alla fjallamenn að reyna fyrir sér erlendis þar sem meira er um djúpberg og granit. Klúbburinn skipuleggur ekki utanlandsferðir en menn taka sig gjarnan saman innan klúbbsins og veljast þá oftast nær saman þeir sem eru á svipuöu stigi. Annars hafa veriöfarnar „blandaðar" ferðir, konur og karlar á öllum aldri, og þá er þess gætt að alltaf séu að minnsta kosti tveir á sama stigi. Ég fór sllka blandaöa átta manna ferö í Alpana fyrir nokkrum árum og hún tókst mjög vel, sumir gengu, aðrir klifu og allir fundu eitthvaðviö sitt hæfi. Því miður er sú ára enn I kringum klúbbinn að I honum séu eingöngu miklir garpar. Fólk stuöast, sér bara greinar um miklar þrekraunir fjalla- manna og heldur að það hafi ekkert í okkar hóp að gera. Staðreyndin er hins vegar sú aö innan klúbbsins rúmast öll áhugasviö, allt frá léttu brölti og gönguferöum á lægri fjöll og I það að hanga á haus utan I Isfossi." Fjallamennskan er fikn - Torfi, hvenær fókkst þú áhugann á fjallasportinu? „Ég fókk delluna meö því aö fara niöur i jöröinal Það var í hellaferö I Blá- fjöll með Feröafélaginu. Eftir það fór ég að fara I gönguferöir og mætti svo á stofnfund Islenska Alpaklúbbsins þó ég væri þá alger græningi I fjalla- mennsku. Með tilkomu hans þroskaðist þessi áhugi og ég fór að fara I klif- ur. Fyrst þorði ég varla að láta sjá mig I klúbbsferöum, hélt að allir aðrir væru svo miklir garpar, en þaö reyndist öðru nær. Fjallamennskan getur veriö líkamlega erfið en það er fjarri lagi að allir þurfi aö hafa einhvern rosa- legan styrk og geta hangiö á höndunum I lengri tlma. Það getur enginn enda ekki nauösynlegt. Jafnvægi skiptir mestu máli og það sést ekki utan á fólki hvernig þvl gengur til dæmis I klifri, þvl það er ekki til nein uppskrift að fjallamanni. Fjallamennskan er fíkn sem getur heltekið hvern sem er. Ég hef fariö fjórum sinnum I Alpana, til Noregs og Skotlands, og slðast fór ég til Perú. Þangaö fórum við fimm saman og vorum þar I sex vikur. Við gengum meðal annars á hæsta fjall Perú sem heitir Huascaran og er tæpir 6800 metrar og við komumst öll upp á topp. Þetta var ekki eins dýrt og maður gæti haldið. Við fórum með svona 50 til 60 þúsund á mann. Þetta var eins og Ijúft ævintýri og sum okkar eiga öruggleoa eftir að fara aftur til Suður-Amerlku.” Garpamórall i Stubbafélaginu? „Við 1 Islenska Alpaklúbbnum viljum gjarnan eyða þvl orði sem af okkur fer, að hjá okkur rlki einhver garpamórall. Það er vissulega ákveöin glorla i kringum svona hetjusport eins og fjallamennsku, en það eru allir velkomnir I hópinn. Félagsstarf klúbbsins er blómlegt, við höldum myndasýningar, árshátíð og jólaglögg og svo námskeiöin öll; áttavitanámskeiö, vetrarnámskeiö, Isklifurnámskeið, klettaklifurnámskeið, jöklanámskeiö og fleiri. Við eigum og rekum tvo skála, annan I Botnssúlum og hinn I Tindfjöllum, en hann var byggður af félagsskap sem hót islenskir fjallamenn. Þaö er nóg aö gera fyrir alla og engin ástæöa til að láta hetjulmyndina villa sér sýn, enda hefur klúbburinn I grlni veriö kallaöur Stubbafélagið vegna þess að sumir segja að þaö só óvenjumikiö af lágvöxnum mönnum I klúbbnum og duldar langanir þeirra til aö vera stærri brjótist fram I þvi að þeir þurfi alltaf að vera aö klifra upp á eitthvað/'Torfi brosir og bætir viö: „Hver veit nema þaösé satt?" Vikan 3. tbl. 35 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.