Vikan


Vikan - 16.01.1986, Page 37

Vikan - 16.01.1986, Page 37
Umsjón: Guðrún Raðkerfi KONTRA, sem haegt er að fella saman á ýmsa vegu, inniheldur skilveggi I tveimur hæðum, skápa I tveimur hæöum, borðplötur I ýmsum stærðum, bakplötur og leiöslustokka (allar leiöslur vandlega faldar), upp- hækkanir á borð, vélritunarborð, vélritunarkálfa, tölvuborð, tölvu- prentaraborð, tölvuarma, skápa I skrifborö og hillur á veggi. Húsgögnin henta jafnt I stóra vinnusali sem I ein- stök herbergi og svo vitnað sé í hönn- uðinn: Skrifstofa þarf ekki aö llta út eins og tækjasalur á-tilraunastofu þó hún sé tæknilega fullkomin. Fremst á myndinni má sjá móttöku þar sem þægilegar upphækkanir gera aðkom- una snyrtilega og aölaöandi. Flestir Islendingar kannast nú orðið við Valdimar Harðar- son arkitekt sem ó heiðurinn af stólnum Sóley sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga bœði heima og erlendis. A eftir Sóleyju kom borð og nýj- asta sköpunarverk hönnuðar- ins eru skrifstofuhúsgögn sem hann hefur hannað fyrir Trósmiðju Kaupfélags Arnes- inga ó Selfossi en sala þess- ara húsgagna er nú nýhafin i húsgagnadeild Pennans í Reykjavík. Flestir eru líklega sammóla um að góð aðstaða ó vinnu- stað sé mjög mikilvœg því þnð er þar sem dagleg líðan manna rœðst — ó staðnum þar sem vinnandi fólk ver drjúgum hluta sólarhringsins. Meö tilkomu tölvutœkni ó undanförnum órum hefur hin heföbundna skrifstofa breyst mikiö. Flókin skrrfstofuhús- gögn hafa komið ó markað og oft hafa þau spillt mjög útliti vinnustaöarins. I skrrf- stofuhúsgögnum Valdimars er að finna allt sem tilheyrir nútimaskrifstofu. Húsgögnin byggjast ó einföldum eining- um sem raða mó ó ýmsa vegu og koma til móts við nýtingu ó húsrými, tölvunotkun og hreyfanleika. Þaðernefnilega dýrt að endurnýja i tíma og ótima þegar þarf að laga sig að breyttum vinnuhóttum en þægilegt að hafa kerfi sem getur lagað sig að vexti eða endurskipulagningu fyrirtæk- isins — ón þess að smekkvisi sé fórnað. \ KONTRA gerir ráð fyrir að hægt sé að funda við skrifborö æðri manna fyrir- tækisins. Þetta fyrirkomulag fæst með því aö tengja þrjár hornplötur við skrifboröið — upplagt að taka hér á móti viöskiptavinum og engin þörf á sérstöku fundarherbergi þar sem hús- rými er I minna lagi. Þægilegt vinnuhorn afmarkaö meö skilveggjum sem fást með áklæði í ótal litum eða sem rammi með tvö- földu, lituöu plexigleri og rimlatjaldi á milli. Armur fyrir tölvuhnappaborð er á sínum stað og meö einu handtaki má stilla það I rétta hæð og snúa í báðar áttir með stillingu — eftir notkun er þvl aö sjálfsögöu skotið undir borö- plötuna. Allar snúnjr, sem fylgja nú- tlmaskrifstofunni, eru geymdar i leiöslustokk fremst I skrifborðunum og eins geyma skilveggirnir leiöslu- stokka — sem sagt engar snúrur þvers og kruss. Vikan 3. tbl. 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.