Vikan - 16.01.1986, Page 45
Hringur
Jóhannesson
er Þingeyingur að ætt, teiknikennari að
mennt og málari að starfi. Hann hefur
haldið á þriðja tug einkasýninga, tekið þátt
í yfir 50 samsýningum hér heima og er-
lendis, skreytt veggi víða um land og
myndskreytt fjölda bóka. Og nú stendur
hann á öðrum fæti.
Raunveruleiki og blekking:
Góð blanda sem gerir lífið bærilegt.
Lýsistrata:
Upphaf karlakúgunar.
Litaspjöld:
Dægradvöl í málningarverslunum.
Leirlist:
Leir + list, ef heppnin er með.
Nóttúrufegurð:
Náttúra, landslag, veður.
Teygjubyssur:
Sterkasta vopnið í æsku.
Ómenning:
Deyjandi hugtak þegar allt er orðið menning.
Hattatíska:
Magritte, Toulouse Lautrec.
Gras:
Þrjóskasta plantan.
Kanarí:
Sólolía og brjóst.
Nýr Laugavegur:
Portúgalskt grjót og sívalningar.
Aska:
Minning um gömul bál.
Cézanne:
Liðtækur málari, löngu dáinn.
„Og andinn mig hreif upp á háfjalla-
tind":
Þegar menn þorðu að vera rómantískir.
1968:
Upphaf nýraunsæis á íslandi.
Vikan 3. tbl. 45