Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 47

Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 47
sjálfsstjórnina. Svo sneri hann sér við og horfði óhvikull á hana. „Þakka þér fyrir,” sagði hann hægt, ,,þú vilt vel en sem stend- ur get ég ekki rætt þetta.” Nokkra hríð, eftir að dyrnar höfðu lokast að baki hennar, sat hann í þungum þönkum. Vellíðunarkenndin fáeinum mín- útum áður var á bak og burt, skildi eftir sig kvíða sem hann neitaði að taka með í reikninginn en gat ekki losnaö við. Hann hugsaði um gerðir sínar síöustu vikurnar, yfirfór þær vandlega og gat ekki fundið neinn galla. Veikindi konu hans, sjúkdóms- greining læknisins, ástúðleg um- önnun hans, allt kom þetta heim og saman við það sem venjulegt var. Hann reyndi að muna ná- kvæmlega það sem konan sagði — framkomu hennar. Eitthvað hafði vakið honum ótta. En hvað? Hann hefði getað hlegið að ótta sínum næsta morgun. Borðstof- an var full af sólskini og ilmur af kaffi og beikoni var í loftinu. Það sem betra var, Hanna var áhyggjufull og venjuleg. Hún hafði áhyggjur af tveimur eggj- um með fólsuð fæðingarvottorð og var næstum ljóðræn í lýsing- um sínum á seljanda þeirra. „Beikonið er frábært,” sagði húsbóndi hennar brosandi, „sömuleiöis kaffið, en kaffið þitt er þaðnúalltaf.” Hanna brosti á móti, tók ný egg af rjóðri þjónustustúlku og setti þaufyrir hann. Pípa og hressileg gönguferð kætti hann enn meira. Hann kom heim ljómandi eftir áreynsluna og aftur gripinn af þessari frels- is- og ferskleikakennd. Hann fór út í garðinn — sem var núna hans eigin — og lagði á ráðin um breytingar. Eftir hádegisverðinn fór hann eftirlitsferð um húsið. Gluggarn- ir í svefnherbergi konunnar hans voru opnir og herbergið snyrti- legt og gott loft þar inni. Augu hans reikuðu frá uppbúnu rúm- inu að vandlega fægöum hús- gögnunum. Svo fór hann að kommóðunni og opnaði skúff- urnar, leitaöi í þeim einni af ann- arri. Hann fór út á stigapallinn og kallaði á Hönnu. „Veistu hvort húsmóðir þín geymdi eitthvað af eigum sínum í læstum hirslum?” spurði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.