Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 47
sjálfsstjórnina. Svo sneri hann
sér við og horfði óhvikull á hana.
„Þakka þér fyrir,” sagði hann
hægt, ,,þú vilt vel en sem stend-
ur get ég ekki rætt þetta.”
Nokkra hríð, eftir að dyrnar
höfðu lokast að baki hennar, sat
hann í þungum þönkum.
Vellíðunarkenndin fáeinum mín-
útum áður var á bak og burt,
skildi eftir sig kvíða sem hann
neitaði að taka með í reikninginn
en gat ekki losnaö við. Hann
hugsaði um gerðir sínar síöustu
vikurnar, yfirfór þær vandlega
og gat ekki fundið neinn galla.
Veikindi konu hans, sjúkdóms-
greining læknisins, ástúðleg um-
önnun hans, allt kom þetta heim
og saman við það sem venjulegt
var. Hann reyndi að muna ná-
kvæmlega það sem konan sagði
— framkomu hennar. Eitthvað
hafði vakið honum ótta. En
hvað?
Hann hefði getað hlegið að ótta
sínum næsta morgun. Borðstof-
an var full af sólskini og ilmur af
kaffi og beikoni var í loftinu.
Það sem betra var, Hanna var
áhyggjufull og venjuleg. Hún
hafði áhyggjur af tveimur eggj-
um með fólsuð fæðingarvottorð
og var næstum ljóðræn í lýsing-
um sínum á seljanda þeirra.
„Beikonið er frábært,” sagði
húsbóndi hennar brosandi,
„sömuleiöis kaffið, en kaffið þitt
er þaðnúalltaf.”
Hanna brosti á móti, tók ný
egg af rjóðri þjónustustúlku og
setti þaufyrir hann.
Pípa og hressileg gönguferð
kætti hann enn meira. Hann kom
heim ljómandi eftir áreynsluna
og aftur gripinn af þessari frels-
is- og ferskleikakennd. Hann fór
út í garðinn — sem var núna
hans eigin — og lagði á ráðin um
breytingar.
Eftir hádegisverðinn fór hann
eftirlitsferð um húsið. Gluggarn-
ir í svefnherbergi konunnar hans
voru opnir og herbergið snyrti-
legt og gott loft þar inni. Augu
hans reikuðu frá uppbúnu rúm-
inu að vandlega fægöum hús-
gögnunum. Svo fór hann að
kommóðunni og opnaði skúff-
urnar, leitaöi í þeim einni af ann-
arri. Hann fór út á stigapallinn
og kallaði á Hönnu.
„Veistu hvort húsmóðir þín
geymdi eitthvað af eigum sínum
í læstum hirslum?” spurði hann.