Vikan - 16.01.1986, Qupperneq 50
hús læknisins var í mílufjarlægð
við einmanalegan veginn. Hún
leit á manninn í rúminu.
„Ég gæti orðið fárveik af
kvefi,” nöldraöi hún.
Hún stóð og horfði fýluleg á
hann. Hann virtist vissulega
vera ákaflega veikur og henni
kæmi dauði hans engan veginn
vel. Hún hlustaði grett á rokiö
og rigninguna.
„Allt í lagi,” sagöi hún loks,
fór fram og skellti á eftir sér.
Á andliti hans var gleðivana
bros. Hann fór fram úr, fór í
slopp og hófst handa við undir-
búninginn. Með styrkri hendi
bætti hann svolitlu hvítu dufti í
afganginn af kjötsoðinu sínu og í
lyfið í flöskunni. Hann stóð og
hlustaði svolitla stund á dauf
hljóð niðri og þegar hann var
ánægður kveikti hann á kerti og
fór inn í herbergi Hönnu. Hann
var á báðum áttum um hríð og
skimaði í kringum sig. Svo
opnaði hann eina skúffuna og
setti opinn pakkann með duftinu
undir fatahrúgu innst í henni og
fór svoafturírúmið.
Það snart hann illa að hann
skalf af spennu og taugaóstyrk.
Hann sárlangaði í tóbak en það
var ómögulegt. Til að róa sig tók
hann að fara aftur yfir sam-
ræður sínar við lækninn og aftur
velti hann fyrir sér öllum
hugsanlegum erfiöleikum. Það
yrði skelfilegt að fást við kon-
una; hann varð að vera of veikur
til að taka þátt í því. Því minna
sem hann segði því betra. Aðrir
myndu gera allt sem þurfti.
Hann lá lengi og hlustaði á
rokið og rigninguna. Húsið
virtist óvenju hljótt og honum
leið einkennilega þegar hann átt-
aði sig allt í einu á að þetta var
í fyrsta stdptí sem hann hafði ver-
ið einn í því síðan kona hans dó.
Hann mundi að það þyrfti að
grafa hana upp. Sú hugsun var
ógeðfelld. Hann vildi ekki láta
ónáða hana. Leyfum þeim dánu
aö sofa.
Hann settist upp í rúminu og
dró úrið sitt undan koddanum.
Hanna heföi átt að vera komin;
hvað sem öllu leið gat hún ekki
verið mikið lengur. Á hverri
stundu gæti hann heyrt í lyklin-
um hennar í skránni. Hann
lagðist aftur niður og minnti
sjálfan sig á að útlitið virtist
gott. Hann hafði sjálfur mótað
aðstæður og fann til nokkurrar
ánægju listamannsins.
Þögnin var þrúgandi. Húsiö
virtist hlusta, bíöa. Hann leit aft-
ur á úrið sitt og velti því
bölvandi fyrir sér hvað hefði
komið fyrir konuna. Það var
augljóst að læknirinn hlaut að
hafa veriö aö heiman, en það var
engin ástæða til að tefja hana.
Það var komið að miðnætti og á
einkennilegan hátt virtist
andrúmsloftið í húsinu vera
þrúgandi og f jandsamlegt.
Þegar vindinn lægði snöggvast
fannst honum hann heyra fóta-
tak fyrir utan og það birti yfir
honum er hann settist upp og
hlustaði eftir að lyklinum yrði
stungið í skrána á útihurðinni.
Eftir andartak yrði konan komin
inn í húsið og óttinn, sem stafaöi
af óskipulögðu ímyndunarafli,
horfinn. Hann var hættur að
heyra fótatakið en hann heyrði
engan koma inn. Hann sat og
lagði við hlustir þar til öll von
var horfin. Hann var viss um að
hann hefði heyrt fótatak. Hver
átti það?
Hann sat og beið, skjálfandi og
tekinn, undir árásum tuldrandi
óttahóps. Ottinn hvíslaði að hon-
um hefði mistekist og hann
þyrfti að taka út refsingu fyrir
mistökin; að hann hefði teflt við
dauðann og tapað.
Með sterku viljaátaki hratt
hann frá sér þessum hugarór-
um, lokaði augunum og reyndi
að hvílast. Það var greinilegt að
læknirinn var að heiman og
Hanna beið eftir að veröa sam-
ferða honum í bílnum hans. Ötti
hans var ástæðulaus. Á hverri
stundu gat hann heyrt til þeirra.
Hann heyrði eitthvað annað,
settist snöggt upp og reyndi að
geta sér til um hvað það væri og
hvað olli því. Þetta var ákaflega
dauft hljóð — laumulegt. Hann
hélt niðri í sér andanum og beið
eftir að heyra það aftur. Þaö var
endurtekið, ákaflega dauft hljóð
— hvíslandi hljóð en þýðingar-
mikið eins og hvísl er yfirleitt.
Hann þerraði ennið með erm-
inni og sagði ákveðinn við
sjálfan sig að þetta væru bara
taugarnar og ekkert annað en
taugarnar; en gegn vilja sínum
hlustaði hann enn. Nú ímyndaði
hann sér að hljóðið kæmi úr her-
bergi konunnar hans, hinum
megin við ganginn. Það hækkaði
og varð frekjulegra en hann ein-
hlíndi á herbergisdyrnar og hélt
sér enn í skefjum en reyndi að
leggja eyrun við vindinum og
regninu.
Um stund heyrði hann ekki
annaö en það. Svo barst hratt
skraphljóð úr herbergi konunnar
hans og skyndilega hátt brot-
hljóð.
Hann rak upp hátt vein er
hann missti kjarkinn, stökk upp
úr rúminu og hljóp niður, reif
upp útidyrnar og þaut út i nótt-
ina. Vindurinn greip í hurðina og
skellti henni á eftir honum.
Hann hélt garðshliöinu opnu,
tilbúinn að flýja lengra, stóð og
gekk upp og niöur af mæði. Berir
fætur hans voru rispaðir og rign-
ingin var ákaflega köld, en hann
skeytti ekki um það. Svo hljóp
hann smáspöl eftir veginum og
stóð um stund, vonaöi og
hlustaði.
Hann fór hægt til baka. Vind-
urinn var nístandi og hann var
rennblautur. Garðurinn var
dimmur og ógnvekjandi og
ónefnanleg skelfing gat leynst í
runnunum. Hann fór aftur upp á
veginn, skjálfandi af kulda. Svo
hélt hann i örvæntingu í gegnum
skelfingu garðsins að húsinu en
dyrnar voru lokaðar. Dyraskýlið
veitti svolítið skjól fyrir ísköldu
regninu en ekkert fyrir vindin-
um og hann hríðskalf þar sem
hann hallaði sér gagntekinn af
eymd upp að hurðinni. Hann
herti sig upp eftir svolitla stund
og reikaði að bakdyrunum.
Læstar! Og hlerar fyrir öllum
neðri gluggunum. Hann fór aftur
að framhliöinni og húkti þar í
vonlausri eymd og beiö eftir að
konan kæmi aftur.
IV
Hann mundi óljóst að einhver
haföi spurt hann út úr og að
honum hafði svo verið hálfpart-
inn ýtt og hann hálfpartinn
borinn upp í rúmið. Það var eitt-
hvað athugavert við höfuðiö á
honum og við brjóstið og hann
skalf óstjórnlega og var
ákaflega kalt. Einhver var að
tala.
„Þér hljótiö að vera genginn
af vitinu,” sagði Hanna. „Ég
hélt aö þér væruð dauöur.”
Hann neyddi sig til að opna
augun. „Læknir,” tautaði hann.
„Læknir.”
„Hann var úti í neyðartilfelli,”
sagði Hanna. „Ég beið þangað
til ég varð þreytt á að bíða og þá
fór ég heim. Þaö var eins gott
fyrir yður aö ég gerði það. Hann
kemur strax í fyrramálið. Hann
ætti að vera kominn núna.”
Hún gekk um og lagaði til í
herberginu. Þung augu hans
fylgdu henni þegar hún tók kjöt-
soðið og annað og setti á bakka
sem hún bar út.
„Það var þokkalegt sem ég
gerði í gær,” sagði hún þegar
hún kom aftur. „Ég skildi
gluggann í herbergi frúai'innar
eftir opinn. Þegar ég opnaði
dyrnar í morgun sá ég að fallegi
Chippendale-spegillinn hennar
hafði fokið af borðinu og brotnaö
í mola. Heyrðuð þér þetta?”
Goddard svaraði engu. Hann
var að reyna að hugsa þó
ruglingslegt væri. Öhapp eða
ekki óhapp, þaö hafði þjónað sín-
um tilgangi þegar spegillinn
datt. Voru til óhöpp? Eða var líf-
ið gáta — myndagáta sem allir
bútar áttu að falla inn í? Öttinn
og vindurinn.... nei: samviskan
og vindurinn . . . höfðu bjargað
konunni. Hann varð að ná duft-
inu aftur úr skúffunni hennar. . .
áður en hún uppgötvaði það og
kæmi upp um hann. Lyfið. . .
hann varð að muna að taka það
ekki inn...
Hann var mikið veikur, alvar-
lega veikur. Hann hlaut að hafa
orðið innkulsa á þessum
skelfingarflótta út í garðinn. Því
kom læknirinn ekki? Hann var
kominn . . . loksins. . . hann var
að gera eitthvað við brjóstið á
honum... það var kalt.
Aftur. . . læknirinn. . . þaðvar
eitthvað sem hann langaði til aö
segja honum. . . Hanna og
duft. . . hvaö varþað?
Síðar mundi hann það, ásamt
öðru sem hann hafði vonast til að
gleyma. Hann lá og horfði á
endalausa skrúðgöngu minninga
sem stundum rofnaði er honum
varð litiö á lækninn, á
hjúkrunarkonuna, á Hönnu. Þau
stóðu öll við rúmið og horfðu á
hann. Þau höfðu verið þarna
lengi og þau voru öll ákaflega
hljóð. Þegar hann leit síðast á
Hönnu var það í fyrsta skipti í
marga mánuði sem hann hafði
horft á hana án fyrirlitningar og
haturs. Þá vissi hann að hann
varaðdeyja.
50 Vikan 3. tbl.