Vikan


Vikan - 23.04.1987, Síða 18

Vikan - 23.04.1987, Síða 18
Level 42 Level 42 er ein af fáum hljómsveitum sem hafa náð miklum vinsældum án þess aó nota tilgangs- laust skraut, auglýsingabrellur og annaö þess háttar. í dag er þetta með vinsælustu sveitum Bretlands. Fjórir eru í sveitinni: Mark King, sem er talinn meðal bestu poppbassaleikara í dag, Boon Gould gítarleikari, Phil Gould trommuleik- ari og Mike Lindup hljómborðsleikari. Þeir eiga það sameiginlegt að þeir eru allir frá The Isle of Wight, sem er lítil eyja undan suóurströnd Eng- lands. Þeir ljúga ekki til um aldur sinn og reyna á engan hátt að halda í þessa sígildu poppímynd. Hvað er það þá sem gerir þá svona vinsæla? Árið 1980 byrjuðu fjórir ungir vinir að spila sam- an, bara sér til skemmtunar. Áður hafði Mark King verið í hljómsveit og spilaði þá á trommur. Boon spilaði á saxófón í hljómsveit sem stældi Stones og Steely Dan. Það kom því mörgum á óvart þegar fréttist að Mark, Boon, Phil og Mike hefðu fengið samning hjá Elite Records og gefið út sína fyrstu smáskífu, Love Meeting Love. - Við vissum ekkert þá hvað var að gerast, viö vorum bara fjórir vinir að spila saman, segir Phil. Nú komu út lögin (Flying on the) Wings of Love, Love Games og Turn It on. í ágúst 1981 kom svo út fyrsta breiðskífa þeirra félaga. Hún kallaðist Level 42 og á henni voru ekki fyrstu smáskífulög þeirra. Þeir fóru svo í sína fyrstu tónleikaför. í mars 1982 kom út breiðskífa sem kallaðist The Early Tapes - July/August 1980 og hálfu ári seinna, í september, kom út breiðskífan The Pursuit of Accidents. Hún innihélt smáskífulögin The Chi- nese Way og Out of Sight, out of Mind. Eftir útkomu hennar kynntust fjórmenningarnir Larry Dunn og Verrdine White úr Earth Wind and Fire. Þeir tóku að sér upptökustjórn á næstu breiðskífu þeirra, sem bar nafnið Standing in the Light og kom út í ágúst 1983. Nú lá leiðin upp á við fyrir þá félaga og lagið The Sun Goes down (Living It up) varð sumarsmellur árið 1983. Level 42 var komin í hóp viðurkenndra hljómsveita og Mark byrjaður að safna verðlaunum og viðurkenning- um fyrir bassaleik sinn. Þetta hafði tekið þá níu smáskífulög og fjórar breiðskífur. - Ég er feginn að þetta var ekki frægð sem kom allt í einu heldur þurftum við að hafa fyrir henni. Hvernig er hægt að fylgja eftir svona skyndi- frægð? Lítiö bara á þau dæmi sem eru fyrir hendi í poppsögunni, segir Phil. Standing in the Light kom þeim í sviðsljósið og nú fóru þeir að vinna að næstu breiðskífu. Hún átti að opna þeim leiðir í Bandaríkjunum. Afrakst- urinn, sem kom út í október 1984, bar nafniö True Colours og innihélt smáskífulögin Hot Water og The Chant Has Begun. Platan jók enn á vinsældir sveitarinnar og opnaöi ýmsar leiðir. í júlí áriö 1984 kom út eina sólóplata Marks King, Influenc- es. Mark hefur þó ekki reynt fyrir sér frekar með sólóferil heldur einbeitir sér að hljómsveitinni. Íjúní 1985 kom útsjöttabreiðskífaLevel 42, A Physical Presence. Þetta er tvöfalt hljómleikaal- búm. Level 42 tilheyrir hinum svokölluðu funk- sveitum. Margar þeirra eru bara stúdíóhljóm- sveitir, þar sem svo mikið er notað af alls konar ,,tæknibrellum“ við gerð laganna. En Level 42 hafði, alveg frá því að fyrsta breiðskífan kom út, verið mjög dugleg við hljómleikahald og sýndi árangurinn sig á þessari breiöskífu, enda seldist hún roknavel. Nokkrum mánuðum seinna, í okt- óber, kom svo út sjöunda breiðskífan, World Machine. Lögin Something about You og Leaving Me now urðu stórsmellir svo ekki sé talaö um Lessons in Love, sem fór á topp vinsældalista í að minnsta kosti sjö löndum, og Rurming in the Family, sem komst á topp Bylgjulistans. Einnig er komin út breiðskífan Running in the Family (sem einhver ágætur íslendingur hefur þýtt sem ættgengan andskota). Meólimir Level 42 eru allir mjög góöir tónlistar- menn, þó hefur Mark kannski nokkra sérstöðu. Hann hefur fengið ýmsar nafngiftir, svo sem töfra- maðurinn með bassann og besti bassagítarleikari heimsins, og hefur plötufyrirtæki sveitarinnar tryggt hendurnar á honum fyrir milljónir punda.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.