Vikan


Vikan - 23.04.1987, Síða 39

Vikan - 23.04.1987, Síða 39
„Ég held að efmaður hefur sína trú og sannfœringu þá fari maður þangað sem maður œtlar sér. “ þekkja sjálfan sig og gerir það bes't með því að vera einn með sjálfum sér." - Finnst þér þú dragnast með einhvem draug úr fortíðinni? „Nei, alls ekki. Ég velti mér ekki upp úr fortíð- inni, ég hef kynnst fólki sem gerir það og það er óhamingjusamt fólk. Við lifum í núinu, fortíðin er Iiðin. Ég sé ekki eftir neinu, enda er það hin mesta firra að vera að sjá eftir liðnum atburðum. Og ég væri ekki sá sem ég er í dag án minnar fortíðar. Ég er mjög sáttur við líf mitt, draumar mínir hafa ræst og ég er í stiganum að takmarki mínu." Enginn draugur úr fortíðinni... Áður en við vitum af emm við aftur orðin okkur meðvitandi um herbergið sem við emm stödd í og líf konunn- ar sem þar bjó eitt sinn. Bubbi rifjar upp litla sögu sem faðir hans sagði honurn einhvem tíma um samskipti vinar sins Steins Steinarr og Jóhann- esar á Borg. „Einhvetju sinni á Steinn að hafa ort hér vísu yfir kaffibolla og held ég fari rétt með að hún hljóði svona: Jóhannes sem býr á Borg, býður konur finar, selur bæði kaffi og korg, konur og dætur sínar. Eftir að ntiðinn hafði fundist á kaffi- undirskál konr Jóhannes að máli við Stein, öskuillur, sýndi honum miðann og spurði hvem andskotann þetta ætti að þýða. Þá er sagt að Steinn hafi hinn rólegasti svarað: „En Jóhannes ntinn, sérðu ekki að þetta er stíllinn hans Tómas- ar?“ Þetta varð þess valdandi að Steinn fékk ekki að koma inn á Borg meðan Jóhannes ríkti þar. En þetta með draugaganginn hér er svolítið sjarm- erandi. Að allt skuli hafa gengið glimrandi niðri en eftir að upp kemur fer ekki orð inn á bandið. Mér finnst þetta æðislegt þvi Hótel Borg er eitt af mínum uppáhaldshúsum og Jóhannes á Borg var ein af hetjum mínum á unglingsárunum." Talið berst í lokin að Svíþjóðarferð sem Bubbi er rétt nýkominn úr, en þar kom hann fram í beinni útsendingu þáttarins Halló Skandinavía *m sjónvaipað var um öll Norðurlönd samtímis. Ég segist hafa heyrt að hann hafi stolið senunni. „Ja, eitthvað hef ég heyrt um það líka en sel það ekki dýrara en ég keypti," segir Bubbi sposkur. En á leiðinni út úr tumherberginu segir hann hugsandi „Mikið held ég annars að það sé leiðin- legt að vera draugur i Svíþjóð." Hal? „Já, Svíar em svo ofboðslega sterilíseraðir og jarðbundir að þótt þeir sæju draug myndu þeir ekki trúa á hann. Og hvað er varið í að vera draugur ef enginn trúir á mann...?“ Vinimir Bubbi og Jóhannes á Borg - ein af hetjum unglingsáranna. „Já, ég er feiminn. En feimnin er mér leynd orkulind. Án feimninnar gæti ég ekki farið á svið. Mér er illa við að vera í margmenni og hef aldr- ei verið hrifinn af' samkundiim þar sem frægir þjappa sér saman. Ég held að allir séu feimnir og ég geri mér grein fyrir að þegar ég hitti mann- eskju fyrst þá er hún feimin líka. Og stundum getur sjálfsagt feimni mín virkað á fólk sem hroki. En ég er raunar einfari og kann oft best við mig einn. Maður er alltaf að basla við að læra að tetj 4% 17. TBL VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.