Vikan


Vikan - 23.04.1987, Síða 44

Vikan - 23.04.1987, Síða 44
ís er uppáhaldseftirréttur flestra krakka. Það er hreint ótrúlegt hvað krakkar geta látið í sig af ís, jafnvel þótt þeir séu pakksaddir og geti alls ekki borðað neitt annað. Alltaf er pláss fyrir meiri ís. Margir vilja ekkert gums á ísinn sinn en hann er nú miklu fallegri og girnilegri með ein- hverju skrauti. Niðurskornir ávextir, til dæmis bananar, eru fínir með, eða niðursoðn- ir ávextir úr dós. Látið þá ávextina neðst í skál, ísinn yfir og síðan eitthvert skraut. Ef þið eruð í miklu stuði og ætlið að hafa mjög fínar veitingar getið þið búið til lít- il pappírsblóm úr silkipappír á tannstöngul og stungið í ís- inn. í búðunum fást allavega ís- sósur en hér ætlum við að birta æðislega uppskrift að heitri íssósu sem þið getið lag- að sjálf. Það er auðvelt að búa hana til og hún verður betri eftir því sem þið gerið hana oftar. Það þýðir samt ;ki að þið eigið að borða ís l sósu á hverjum degi. En hér kemur uppskriftin: 2 matsk. smjör 2 matsk. kakó 4 matsk. flórsykur 1 desílítri vatn Aðferð: Bræðið smjörið í litlum potti, setjið kakóið og flórsykurinn út í og hrærið. Hellið vatninu saman við, látið sjóða smá- stund og hrærið í á meðan. Hellið sjóðandi heitri sósunni yfir isinn. 44 VIKAN 17. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.