Vikan


Vikan - 23.04.1987, Side 52

Vikan - 23.04.1987, Side 52
Hundur um nótt Sakamálasaga cftir Edmund Crispen Það var napurt kvöld í febrúarmán- uði. Þegar Gervas Fen, prófessor í enskri málfræði og bókmenntum við háskólann i Oxford, kom heim til sín frá kvöldverði beið Anna Cargill eftir honum í stofunni. Anna var hljóðlát og myndarleg stúlka og þótt hún væri ekki neinn gáfnavargur var hún tvímælalaust viðkunnanlegust þeirra nýstúdenta sem voru undir leið- sögn Gervasar Fen. „Gaman að sjá yður hér,“ sagði Fen. Hann vissi að faðir Önnu var nýlega látinn og hún hafði fengið leyfí fyrstu vikurnar af önninni til að ganga frá sín- um_ málum. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki hingað komin til að ræða um nám mitt,“ sagði hún. „Það sem ég á við. . . ehem. . .er hvort þér gætuð hjálpað mér varðandi persónulegt vandamál." „En siðferðilegur styrktarmaður yðar úr hópi prófessoranna. ..“ byrjaði Fen en skyndilega rifjaðist upp fyrir honum hver það var. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Bíðið smástund meðan ég næ í eitthvað í glösin handa okkur og síðan skuluð þér segja mér frá öllu saman.“ „Þetta er sjálfsagt tómur kjánaskapur í mér,“ sagði Anna þegar þau voru búin að koma sér fyrir. „En hér kemur sagan. Ég veit ekki hversu mikið þér vitið um fjölskyldu mína en móðir mín dó fyrir mörgum árum og faðir minn. . .það sem skiptir máli varðandi hann er að hann hafði ástríðu á demönt- um. Hann hafði ekki atvinnu af þeim heldur voru þeir aðaláhugamál hans. Fyrir tveim mánuðum keypti hann gríð- arstóran demant sem hann hafði lengi haft mikla ágirnd á. Fyrir demantinn gaf hann um það bil þrjá fjórðu hluta allra eigna sinna. Nú í ársbyrjun lokaði pabbi húsinu okkar í Abingdon og fór til Ástralíu í viðskiptaerindum. Ég hef hins vegar íbúð hér í bænum því þannig vildi hann hafa það. Hann tók demantinn ekki með sér heldur skildi hann eftir í hús- inu. . .“ Fen hleypti brúnum. „Ja, sko, sjáið þér til, steinninn var jafnöruggur þar og í banka. Þegar pabbi byrjaði að safna demöntum lét hann gera vinnustofu sína þjófhelda. Það var aðeins til eitt sett af lyklum og það geymdi hann hjá Spottiswood, lögfræð- ingi sínum.“ Anna dró djúpt andann: „Síðan dó hann í umferðarslysi i Sidney. . . Þegar skeytið kom flýtti ég mér til Abingdon, ráfaði um og rifjaði upp liðna líð. Þá sá^ég Spottiswood aka burt frá húsinu. Ég held að hann hafi ekki orðið mín var. Ég reyndi að kalla á hann en hanti stöðvaði ekki bifreiðina. Nú, hann var svo sem í fullum rétti til þess að vera þarna þar sem hann var lögfræðingur pabba. Mér hefur ætíð verið meinilla við Spottiswood. . .“ Anna ók sér í sætinu. „ Og ég er hand- viss um að hann var þrjótur.“ Eftir augnabliksþögn hélt hún áfram: „Ég hef að sjálfsögðu ekki nokkrar sannanir fyrir máli mínu og þér þurfið ekki að trúa mér frekar en þér viljið, ég lét þess bara getið vegna þess að það er ein af ástæðum þess að ég er hingað komin. Spottiswood. . .“ „Þér segið, hann „var" þrjótur. . .“ „Já, það er það sem ég kem næst að. Spottiswood fékk hjartaáfall og varð bráðkvaddur fyrir þrem vikum, skömmu eftir að ég sá hann i Abing- don. Þá var hann ekki búinn að verða sér úti um tilskilda pappíra hjá skiptar- áðanda. Síðan var Harry frændi minn gerður að fjárhaldsmanni mínum og hefur því lekið fjárreiður búsins í sínar hendur. Spotliswood hafði lyklana að vinnu- stofu pabba og nú er Harry frændi með þá" 52 VIKAN 17. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.