Vikan


Vikan - 30.04.1987, Side 18

Vikan - 30.04.1987, Side 18
Svonefndir bókaklúbbar hafa verið að skjóta upp kollinum hér undanfarin ár og njóta mikilla vinsælda. Og hvað er svosem eðlilegra, hjá annarri eins bókaþjóð og við Islendingar erum. Og þar að auki bjóða bókaklúbbar nýjar bækur sem og eldri á tilboðsverði og kjarakjörum sem fáir bókaunnendur geta staðist. En bókaklúbbar bjóða ekki aðeins bækur heldur ótal aðra hluti, allt frá tappatogurum upp í utan- landsferðir. Einn þessara bókaklúbba heitir Ver- öld, en á bak við hann standa sjö bókaforlög. Kristín Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri ætlar að fræða okkur dálítið um þann félagsskap og sitthvað fleira. „Bókaklúbburinn Veröld var í raun- inni settur á stofn vorið 1983 sem eins konar félagsskapur fyrir tjölskylduna og ekki aðeins með það í huga að bjóða bækur á góðum kjörum heldur einnig ýmislegt annað, svo sem hljómplötur, tónleikahald og utanlandsferðir. Til dæmis kom út á vegum klúbbsins, hálfu ári eftir stofnun hans, hljómplata með Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara og í kjölfarið fylgdu tónleikar með Kristjáni í Háskólabíói. Þetta hitti greinilega í mark því aðsókn og undir- tektir voru með ólíkindum. I byrjun voru líka nokkur ferða- og listaverka- tilboð og fleira sem gafst mjög vel. Bókaklúbbur með þessu sniði var algjör nýjung hér á landi og stóð undir- búningur í hálft ár áður en hafist var handa. Meðal annars var fenginn mað- ur frá Bandaríkjunum til að skipuleggja þetta starf, en hann hafði sett á stofn fjölmarga bókaklúbba út um allan heim. Veröld vakti strax mikla athygli almennings en forsvarsmenn annarra bókaklúbba og bóksalar urðu smeykir um sinn hag því þarna var meðal ann- ars sú nýjung á ferð að boðnar voru bækur sem lika fengust í bókaverslun- um. Áður höfðu bókaklúbbar ein- göngu boðið sínar eigin bækur eða eldri bækur. Þeir veittu því eðlilega mót- spyrnu i fyrstu en síðar kom á daginn að almenn bóksala hefur síður en svo minnkað og því má álykta að Veröld hafi fremur örvað bóksölu en hitt. Það gefur líka augaleið að fólk, sem er ákveðið í að kaupa ákveðna bók fyrir sig eða aðra, kaupir hana í næstu bóka- búð, en aftur þeir sem fá gott bókatil- boð heim í pósti freistast frernur til að auka við bókasafnið á þann hátt.“ - Hvaða nýjungar eru helstar á döf- inni núna? „Það má meðal annars nefna sérstök félagaskírteini sem verið er að senda út, en þau veita klúbbfélögum afslátt á vörum og þjónustu hjá um 350 fyrir- tækjum um allt land. Svo verða ýmsir menningarviðburðir; listsýningar, tón- leikar og bókmenntakynningar, til dæmis mun Isaac Bashevis Singer koma hingað í haust. Og svo verða Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: Valdís Úskarsdóttir og fleiri 18 VIKAN 18. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.