Vikan


Vikan - 30.04.1987, Page 37

Vikan - 30.04.1987, Page 37
„Bærinn færi fljótt á hausinn ef maður léti sífellt undan kröfugerðarhópum." ið númer tvö eða þrjú hjá stóru bæjarfélögun- um færi sig til þeirra minni og taki við yfirstjórn þeirra. Menn hækka bæði í tign og færa sig. Hvað kom mér mest á óvart þegar ég flutti til Akureyrar? Ég held að það hafi ekkert sérstakt komið mér á óvart. Ég þekkti þetta allt áður, búinn að vera sveitarstjóri á Skaga- strönd og þekkti því það starf sem ég var að taka að mér. Akureyri þekkti ég frá því ég Aðfá háskóla í bœinn, bara að fá gáfað og menntað fólk sem myndi tengjast há- skólanum, myndi ílendast hér, smitaði út frá sér í atvinnulíf- inu. var barn og átti hér bæði vinafólk og skyld- fólk svo ég held að ég geti sagt að það hafi ekkert sérstakt komið mér á óvart. Akur- eyringar voru heldur ekki að taka á móti mér í fyrsta skipti og ég held ég megi segja að þeir hafi tekið vel á móti mér. Þetta var allt annað fyrir Kristbjörgu, hún er úr Reykjavík og hafði varla komið hingað öðruvísi en sem ferðamaður. Hún var því nánast að koma hingað i fyrsta skipti. Ég tel mig hafa mjög gott samband við bæjarstjórnina. í henni er fólk sem hefur mikla reynslu þannig að það gengur allt vel.“ - Áttir þú þér einhver draumaverkefni sem þig langaði að hrinda í framkvæmd þegar þú tókst við bæjarstjórastöðunni? „Já, en það voru ekki nein smáverkefni. Mig langar til að sjá atvinnulíf hér blómstra og fá meiri drift í bæinn. Undanfarin ár hefur ríkt svolítil lognmoila hér en það virðist vera að færast til betri vegar.“ - Hvernig er hægt að búa til drift í þetta bæjarfélag? „Það byggist fyrst og fremst á fólkinu sem hér býr. Ég held að við þurfum að byrja á því að hlúa að þeim sem hafa hugmyndir og frumkvæði og einnig að fá nýtt fólk til að flytja hingað, svo og fyrirtæki. Við þurfum líka að fá þá Akureyringa, sem fara burtu til náms, til að koma heim aftur. Bæjarfélagið þarf að leggja sig fram um að koma til móts við þau fyrirtæki sem hafa einhverja vaxtar- Það er ekki til nein fyrirhyggja á Islandi, samahvað gert er. Bara að djöfla hlutun- um af stað,það er íslenski hugsunar- hátturinn. . . möguleika. Bærinn á líka að hafa eitthvert frumkvæði í atvinnulífmu með því að fá hing- að fyrirtæki og stofnanir sem draga ijármagn að bænum. Við erum til dæmis að berjast fyrir því að fá stjórnsýslumiðstöð hingað, hún myndi skapa aukið fjármagnsstreymi að bæn- um. Nú erum við að velta því fyrir okkur hvernig við getum fengið utanaðkomandi fyr- irtæki til að fjárfesta hér í ferðamannaþjón- ustu, til dæmis að byggja hér upp orlofs- húsahverfi. Það er á mörgum vígstöðvum sem við erum að vinna. Eitt stórt vandamál hér er að meðaltekjurn- ar eru miklu lægri en í Reykjavík, einkum ia TBL VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.