Vikan - 04.06.1987, Side 12
Eftir Hrafii E. Jónsson
Meðal menntamanna í Frakklandi
gengur sú munnmælasaga að ísland sé
sérstaklega dularfullt land, þar hvíli oftast
lýsandi þoka yfir jöklum og glóandi eld-
fjöllum og þetta útsýni hafi menn út um
stofugluggana hjá sér. Sagt er að fólkið
sé elskulegt og uni sér glatt við að draga
fisk úr sjó og þessi atvinna gefi svo mikið
af sér að enginn viti aura sinna tal og
þess vegna sé fólkið áhyggjulaust. Sumum
finnst þó ef til vill athyglisverðast að stúlk-
urnar eru sagðar óvenju fagrar og svo
ástfúsar að þær láta hjartað leiða sig frem-
ur en veraldlega hagsmuni hjónabandsins
endá giftast þær ekki nema til að halda
veglega veislu og þá er sérstaklega lagt á
borð fyrir börnin sem þær hafa áður átt
með ástmönnum sínum.
Bernharður hafði heyrt þessa munn-
mælasögu á stúdentsárum sínum í París.
Hann hafði innra með sér tekið þá ákvörð-
un að einhvern tíma skyldi hann fara til
íslands og sannreyna þessa sögu. Hann
hafði lokið námi við verkfræðiskólann og
vann nú á skrifstofu nálægt miðborginni.
Honum hafði tekist að komast yfir litla
íbúð í úthverfi borgarinnar. Á hverjum
degi tók hann neðanjarðarlestina frá stöð
skammt frá heimili sínu og lét sig dreyma
á meðan lestin brunaði inn í borgina.
íbúðin gleypti nær alla peninga sem hann
vann sér inn og frístundirnar fóru að
mestu í heimsóknir til móður hans. Bern-
harður hafði verið mjög háður henni en
reyndi þó að lifa sjálfstæðu lífi. Hann var
með dökkt og hrokkið hár sem hann lét
klippa snöggt þvi honum fannst hann
ekki snyrtilegur öðruvísi. Þetta fannst
móður hans líka. Hann var með stór dökk
augu og allt að því feimnislegt augnaráð
en samt hreinlegt eins og í forvitnu barni.
Hann minntist aldrei á Island við móður
sína.
Dag nokkurn dó móðir hans fyrirvara-
laust og honum áskotnaðist dálítill
peningur í arf. Hann ákvað að nú skyldi
hann láta verða af ferðinni til íslands.
Margur maðurinn hefði í hans sporum
útvegað sér bækur og aðrar upplýsingar
um land og þjóð en það gerði ekki Bern-
harður. Hann pantaði sér flugfar og fyrr
en varði var hann staddur um miðjan dag
í Reykjavík. Hann gaf sig allan á vald
þessu landi með öllu sem það bauð upp
á. Hann sinnti ekki um að verða sér úti
um hótelherbergi og fór langar leiðir gang-
andi niður í miðbæ með þunga ferðatösku.
Hann vippaði sér inn á fyrstu ferðaskrif-
stofu sem hann sá. Það var ferðaskrifstofa
á vegum ríkisins og þar uppi á vegg, fyrir
aftan ljósan koll afgreiðslumannsins, var
stórt kort af íslandi og á kortið var merkt
leið umhverfis landið með rauðri línu sem
eins og skaust á milli staða, frá firði til
íjarðar, yfir í eyjar og áfram í svigum
umhverfis landið á bláum fleti Norður-
Atlantshafsins. Kortið var umkringt
Ijósmyndum af fólki á siglingu, hlæjandi
fólki, fallegum stúlkum og skínandi bárum
sjávarins.
Hann starði hugfanginn á kortið. Hann
sá brosandi andlitin og blikandi augu sem
horfðu til hans af veggnum. Vangi hjúfr-
aði sig að vanga með sól og mjúkar öldur
í baksýn. Hann fann unaðslega tilfinningu
streyma um sig allan. Ljóshærði maðurinn
ávarpaði hann á ensku og Bernharður
hikaði við. Hann var ekki sterkur í ensku
en benti á kortið og orðin stóðu í honum.
Þarna var það; landið sem hann hafði
dreymt um, ægi gyrt, land elds og ísa, land
ljóshærðra yngismeyja sem horfðu til hans
svo innilega og hlýlega af veggnum að
hann fann til klökkva innra með sér.
Hann benti cnn á kortið. „Þetta hentar
mér einmitt einkar vel,“ sagði hann við
afgreiðslumanninn sem leit með undr-
unarsvip yfir öxlina á sér, á kortið. „Eg
vil sigla umhverfis landið og þannig kynþ-
ast landi og þjóð, koma á alla markverða
staði, eiga ánægjustundir um borð með
samferðafólkinu, hvort sem er í sólstólum
á dekki eða um sumarnótt i matsalnum
þar sem barþjónusta er í einu horninu.“
Reyndar er ég ekki alveg viss um að
hann hafi tekið svona til orða. Þetta er
öllu heldur nokkuð senr ég ætla af kynnum
mínum við Bernharð og hans eigin frá-
sögn. Leiðir okkar lágu saman á strand-
ferðaskipinu Heklu. Hann var túristi, ég
dagmaður í vél og Jón háseti.
Eg sá hann fyrst ganga upp landganginn
skömmu fyrir brottför. Hann horfði mikið
í kringum sig með þessum fallegu augum
12 VIKAN 23. TBL