Vikan


Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 46
Snarað: Sigríður Steinbjörnsdóttir. AGAVANDAMAL OG SAMSKIPTI Jónas, hvað er ég margoft búin að segja þér að láta litla bróður í friði? hreytir örþreytt móðirin út úr sér, byrst á svipinn. ,,Ef þú vog- ar þér að. . . Nú ferðu beint inn í herbergi og verður þar til friðs." Flestir foreldrar kannast við agavandamál af þessu tagi. En er líklegt að Jónas bæti ráð sitt og sjái bróður sinn í friði? Trúlega ekki. Barnasálfræðingurinn tugi rannsakað samband barna og foreldra og reynt að grafast fyrir um rætur óhlýðninnar. Hann hefur sett fram ákveðna tilgátu um hvernig megi bregðast við ýmsum árekstrum sem koma upp í fjölskyldunni þannig að ekki dragi til orrustu. Varðandi tilfellið hér að framan segir Dodson að allar líkur bendi til að Jónas haldi uppteknum hætti og stríði bróður sínum til að draga að sér athygli móður sinnar. Hún hafi brotið lögmál hinnar vatnsósa kartöfluflögu. Þegar krakkarnir ganga í ber- högg við vilja foreldranna, eru orðhvatir og með allslags óknytti, gellur gjarnan í eyrum sama við- kvæðið: „Þetta barn þarfnast meiri aga, því veitti svo sannarlega ekki af að kynnast vendinum." Þessi orð, segir dr. Dodson, vitna meira um skammsýni foreldranna en óþekkt barnanna. Sá er tekur svona til orða gerir sér enga grein fyrir hvað felst í hugtakinu agi. Það merkir hvorki þvingun né hegningu heldur kennslu og leið- sögn. Uppalendur verða að átta sig á að ögun kennir barninu hvers vegna hegðun þess er röng og hvernig megi breyta henni fremur en hvað gerist ef það óhlýðnast. Ef aginn keyrir úr hófi fram getur hann snúist upp í andstæðu sína og orðið til þess að barnið frnni einungis til löngunar að ná sér niðri á foreldrunum. Það er höf- uðatriði að þú látir barnið finna að þú sért ánægður í hvert skipti sem það gerir góða hluti. Eitt lítið bros eða hlýlegt klapp á öxlina getur gert kraftaverk. Gerum okkur í hugarlund tvo bræður, fimm og tveggja ára, sem búa ásamt móður sinni í lítilli íbúð uppi í Breiðholti. Eldri strákurinn er inni í herbergi að dunda við dr. Dodson hefur í ára- dótið sitt. Þegar hann kemur fram gengur hann hljóðlega um og það hvarflar ekki að honum að taka uppáhaldsbangsann sinn af litla stúf, bróður sínum. En hver eru viðbrögð móðurinnar? Knúsar hún drenginn sinn fyrir þessa framkomu? Fær hann nokkra umbun fyrir góða hegðun? Nei, hún veit ekki af honum og er þakklát fyrir hverja stund sem friður ríkir á heimilinu. Skyndi- lega umturnast strákurinn og hrindir litla bróður, brýtur fyrir honum dótið og hleypir öllu i bál og brand. Nú stendur ekki á við- brögðum mömmu gömlu. I einu vetfangi beinist öll athygli hennar að uppivöðsluseggnum og hún hirtir hann án þess að hafa hug- mynd um að hún er að brjóta kartöflulögmálið. Lögmál hinnar vatnsósa kartöf luflögu Það er hverju barni eðlilegt að kjósa stökkar og fínar kartöflu- flögur frekar en klesstar og klístr- aðar. Samt sem áður borðar það hinar síðarnefndu ef ekkert annað er í boði því klesst flaga er betri en engin. Um hegðun barna gegn- ir svipuðu máli. Öll börn sækjast eftir jákvæðri athygli en ef einu viðbrögðin, sem þau fá, eru skammir eru þær betri en af- skiptaleysið. Börnin læra fljótlega að óknyttir vekja athygli og hana talsvert mikla. Þetta veldur enn meiri óþekkt og þannig myndast vítahringurinn. Til að rjúfa hring- inn verður að koma til uppörvun og hlýja þannig að náið samband myndist á milli allra Qölskyldu- meðlima. Til að uppörvun og umbun skili sér í bættri hegðun er nauðsynlegt að gott samband ríki á milli ein- staklinganna. Hlutaðeigandi aðilar verða að skynja ákveðna samkennd. Meðan börnin eru ómálga óvitar er auðveldara fyrir foreldrana að mynda náið sam- band við þau. Kjass og gæluyrði koma þá líkt og af sjálfu sér. En áður en varir eru kornabörnin sprottin úr grasi og þá reynir á samheldni fjölskyldunnar. Til að koma í veg fyrir sundrung og sam- bandsleysi er mikilvægt að fjöl- skyldan eyði frítímanum saman og geri eitthvað skemmtilegt þannig að strengurinn rofni ekki á milli meðlima hennar. Því miður er alltof algengt að þessi þáttur fjölskyldulífsins fari forgörðum og árekstrar milli barna og for- eldra spilli tilfmningatengslunum. Samræður þeirra eru oftar en ekki fyrirmæli í skipunartón. „Kata, láttu blómavasann vera!“ „Einar Már, hve oft á ég að þurfa að segja þér að hætta þessum há- vaða? Ekkert múður og gegndu.“ Þessi samskipti einkennast af ótví- ræðum valdboðorðum og ekkert ráðrúm gefst til að velta fyrir sér af hverju, af hverju ekki. Dr. Dodson leggur einnig áherslu á að kenna börnunum að treysta þér. Þegar þú skilur litla prinsinn eftir hjá barnapíunni skaltu segja honum hvert þú ert að fara og hvenær þú sért væntanleg heim. Margir gera þá skyssu að laumast út án þess að láta barnið verða þess vart og halda að með þessu séu þeir að hlífa því við sársauka. Sannleikurinn er hins vegar sá að það ert þú sem kemur þér undan grátkasti og mótmælum. Þegar þú segir barninu að eitthvað sé alveg sársaukalaust er vissara að svo sé. Ef bólusetningin líkist af- limun og þú segir með engla- röddu: „Þetta verður allt í lagi, elskan mín, læknirinn ætlar bara að vera góður við þig,“ er senni- legt að þú glatir trausti barnsins. Síðar, þegar meira er í húfi, tekur barnið ekkert mark á þér því 46 VIKAN 33. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.