Vikan


Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 10
HINN HOPURINN Texti: Jóna Björk Guðnadóttir Myndir: Valdís Óskarsdóttir, helgi skj. friðjónsson o.fl. # Ahvað trúa íslendingar? Þessi spurning hefur leitað á marga og víst er að svörin hafa verið æði misjöfn. En hvað sem því líður segja tölurnar okkur að um 93% íslendinga séu í þjóðkirkjunni. Trúariðkun þessa fólks er ákaflega misjöfn. Sumir eru heittrúaðir, aðrir halda því sem kallað er barns- trúin en hugsanlegt er að hluti hópsins sé algerlega hlutlaus gagnvart trúmálum. Þeir síðastnefndu trúa ekki á neitt ákveðið en eru samt sem áður ekki nógu róttækir trúleysingjar til að segja sig úr þjóð- kirkjunni. En á hvað trúa þessi 7% sem eftir eru? Einhverjar ástæður liggja fyrir úrsögn þessa fólks úr þjóðkirkjunni. Líklega eru róttæku trúleysingjarnir margir í þessum hópi en öruggt er að einnig tilheyra margir sértrúarsöfnuðum. Við ákváðum að forvitnast um nokkur trúfélög sem starfa hér á landi. Við reyn- um að gera okkur grein fyrir á hvað meðlimirnir trúa, hvernig trúariðkunum þeirra er háttað, fjáröflunar- leiðum og annarri starfsemi. VOTTARJEHÓVA Heimildarmenn: Filip van Veen og Jóhann Sigurðsson Vottar Jehóva eru kristnir en greina sig í ýmsum grundvallaratriðum frá þjóðkirkjunni og öðrum kristnum söfnuðum. Nafnið er eitt það fyrsta sem menn reka augun í þegar þeir kynnast söfnuðinum. Hvað þýðir vottur Je- hóva? Meðlimir safnaðarins segja að Jehóva sé nafn Guðs, guðsins sem venjulega er kallað- ur Drottinn eða Guð. Þessu til stuðnings benda þeir á mörg atriði í Bibiíunni. Þeir segja að nafnið Jehóva hafi fallið niður á mörgum stöðum og ekki verið tekið inn í þýðingar úr frummálinu. Nafnið kemur þó fyrir á nokkr- um stöðum í ritningunni. Einnig má sjá það í kirkjum og á altaristöflum frá fyrri tímum. Vottur Jehóva þýðir því einfaldlega sá sem ber vitni um Guð. Starf votta Jehóva hófst í Bandaríkjunum \ 10 VIKAN 33. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.