Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 60
í háborgum tískunnar boðar vetur konungur nú komu sína. Um miðjan
júlí sýndu fatahönnuðir og tískuhús beggja vegna Atlantsála haust- og
vetrarflíkurnar.
Tískan í vetur fylgir svipaðri stefnu og undanfarin ár. Þó sjást ýmsar nýj-
ungar sem vert er að skoða betur. Það eru pilsin sem draga að sér mesta
athyglina. Þau hafa ekki verið svona stutt síðan Mary Quant var upp á sitt
besta; ná taeplega niður á mið læri. Míni-pilsin í ár eru þó töluvert frábrugð-
in þeim gömlu. Þau draga betur fram mjúkar, kvenlegar línur; bæði mittið
og mjaðmirnar fá að njóta sín. Þau ná hærra upp á líkamann, jaau hæstu
ná upp að brjóstum og eru ívið víðari en mjaðmapilsin sem voru vinsælust á
7. áratugnum. Pilsin eru saumuð úr leðri eða ull og eru skær að lit. Bleikt,
rautt, fjólublátt og grænt er allsráðandi en fáeinir hönnuðir, þar á meðal
YSL, Lagerfeld og Feraud, sýna nær eingöngu svört, brún og grá pils.
Að þessu sinni stela pilsin senunni en nokkur tískuhús og teiknarar halda
tryggð við buxurnar. Mest ber á skósíðum og víðum buxum sem ná upp
í mittið. Athygli vekur að nú hafa bómullar-, tvíd-, og ullarefni hlotið náð
fyrir augum tískukónganna. Leður- og gallaefnum hefur hins vegar verið
ýtt til hliðar. Buxurnar stinga I stúf við skær pilsin; þær eru mjúkar og lát-
lausar, Ijósbrúnar, rjómalitaðar og mosagrænar.
60 VIKAN 33. TBL