Vikan


Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 14
BUDDISMI Hinn upprunalegi Gohonzon er geymdur i þessu musteri búddista við rætur Fujifjalls i Japan. Heimildarmenn: Ásgeir Júlíus Ásgeirsson og Mayumi Ásgeirsson íslenskur búddistasöfnuður var stofnaður í Hveragerði á þjóðhátíðardag okkar íslend- inga árið 1980. í dag eru um 70 rnanns í söfnuðinum en alls eru í heiminum um 20 milljónir rnanna sem tilheyra þessari grein búddismans. Rekja má sögu trúarbragðanna aftur um 2500 ár. Upphaflega komu þau frá Indlandi en klofnuðu þar í tvennt og barst önnur greinin til Thailands, Burma, Víetnam og Sri Lanka. Hin festi rætur í Japan, Kína og Kóreu. Búddha Nichiren Soshu heitir sú grein búddatrúarinnar sem náð hefur fótfestu hér á landi og kemur hún frá Japan. Arið 1222 fæddist þar maður að nafni Nichiren Dais- honin. Hann byrjaði ungur að kynna sér búddismann og komst fljótlega að þeirri nið- urstöðu að rétta aðferðin til að stunda búddismann væri að kirja eftirfarandi orð kvölds og morgna: NAM - MYOHO - RENGE - KY O. Upp frá þessu hóf hann að boða kenninguna og lagði áherslu á að maðurinn ræktaði sjálfan sig en engin per- sónu- eða guðadýrkun ætti sér stað. Þeir sem kirja þuluna reglulega kalla fram sitt innra búddaeðli en það er falið í öllum mönnum samkvæmt kenningunni. Þeir sem hafa laðað fram búddaeðlið gefast ekki upp fyrir mótlæti og sætta sig aldrei við það næst- besta. Þeir eru hamingjusamir og sáttir við lif sitt og geta læknað sjúkdóma og aðra kvilla með trúnni. Orð þulunnar eru ekki þýdd vegna þeirrar skoðunar trúarhópsins að allar þjóðir heimsins eigi að sameinast og eigi því allar að kirja á sama tungumálinu. A þessum grundvelli tók íslenski hópurinn sig saman á Reykjavíkurfundi Reagans og Gorbatsjovs og kirjaði heila nótt til þess að friðarviðræð- urnar gengju vel. Engin boð eða bönn eru í þessum trúar- brögðum. Lífsmátinn takmarkast ekki af vissum siðareglum heldur hagar fólk lífi sínu algerlega eftir eigin höfði, nema hvað það þarf að kirja þuluna NAM - MYOHO - RENGE KYO reglulega til að ná hinu æðsta ástandi, búddatigninni. Þulan er kirjuð fyrir framan altari sem hver og einn hefur á heimili sínu. í altarisskáp, sem hangir fyrir ofan altarið, er geymd árituð örk, á kínversku og sanskrít, með lögmálum þeim sem Nichir- en Daishonin lagði þeim sem vilja ná hinu æðsta hugarástandi. Órkin er kölluð Gohon- zon. Þegar einstaklingur hefur skilið lögmál Gohonzon til fulls öðlast hann búddatignina og kallast þá Búddha. Til heiðurs Gohonzon eru ávallt hafðar grænar afskornar greinar á altarinu. Ásamt þeim er Gohonzon vottuð virðing með því að setja hrísgrjón og ávexti á altarið. Engin regla er fyrir hversu oft það er gert heldur færa menn Gohonzon þessar gjafir þegar þeir vilja. Frumrit Gohonzon var skorið út í kam- fóruvið fyrir u.þ.b. 700 árum af Nichiren Daishonin. Útskurðurinn er nú geymdur í aðalmusteri samtakanna við rætur Fujifjalls í Japan. Nú á síðustu árum hafa Nichiren Soshu- trúarbrögðin breiðst hratt út i Japan. Það gerðist þó ekki fyrr en trúfrelsi var gefið í landinu. Síðan hefur trúin breiðst til meira en 150 landa. Þó hefur hún enn mest ítök í Japan. Ekkert skipulagt trúboð fer fram. Fjöl- miðlar eða aðrar opinberar kynningarleiðir eru ekki notaðar heldur segir hver meðlintur sínum nánustu frá starfseminni og kynnir þeim trúarbrögðin. Sérstök athöfn fer fram þegar nýr meðlimur er tekinn inn í söfnuðinn. Prestur framkvæm- ir athöfnina og afhendir um leið Gohonzon- lífslögmálin. Þegar einstaklingur hefur tekið á móti lögmálinu er hann orðinti meðlimur í söfnuðinum. Mikil prestaekla er um allan heim vegna þess hversu hratt trúarbrögðin hafa breiðst út. Enginn prestur er starfandi í Evrópu. Ef framkvæma á trúarathöfn hér á landi eða annars staðar í álfunni þarf að fá prest frá Japan. Forstöðumaður íslenska safn- aðarins, Ásgeir Ásgeirsson, hefur ekki réttindi til að framkvæma trúarathafnir. Hann hefur kirjað i átta ár en hefur enn ekki fengið nóga reynslu til að gegna svo veigamiklu starfi. Prestshlutverkið er mjög krefjandi og mun það á fárra færi að sinna öllum þeim skyldum sem því fylgja. Búddistar trúa að þeir hali lifað áður í öðrum líkama og á sama hátt trúa þeir að lífið haldi áfram eftir dauðann. Líkaminn, sem tekur við í næsta lífi, fer eftir kanna hvers einstaklings; hann getur bæði orðið dýr eða maður. Karma er orsakir og afieiðingar gerða okkar úr fyrri lífum. Til að geta breytt karma sínu þarf einstaklingurinn að stunda búdda- trúarbrögðin og kirja. Með því getur hann fengið upp á yfirborðið reynslu úr fyrri lífum sem hann ekki vissi um áður. Gerðir hans úr fortíðinni hafa áhrif á nútíðina og framtíðina en þegar hann skilur karma sitt getur hann tekið til við að breyta því og þannig breytt örlögum sínum í þessu lífi og þeim næstu. Áður en rnenn ná hinni svokölluðu búdda- tign ganga þeir í gegnum níu önnur stig en hún næst á tíunda stiginu. Þessi stig eða á- stand mannsandans koma fram í ákveðinni röð. Fyrstu sex stigin eru kölluð lægri heim- arnir. 1. Víti: Þar liður einstaklingnum mjög illa. Hann vill jafnvel gefast algerlega upp fyrir því mótlæti og erfiðleikum sem hann verður fyrir í lífinu._ 2. Hungur: Ástand þar sem einstaklingurinn hefur óhemjumikla þörf fyrir veraldleg gæði, til dæmis mat, kynlíf, völd, ríkidæmi, frægð og annað sem getur veitt honum tímabundna ánægju. 3. Dýrseðli: Persóna á þessu stigi hugsar að- eins um sjálfa sig og nútíðina en lætur sið- ferðislegt gildismat eða afieiðingar gerða sinna sig litlu skipta. Viðkomandi hræðist það stóra og sterka en níðist á þeim sem eru minni máttar. 4. Reiði: Á þessu stigi er manneskjan mjög eigingjörn. Hroki, samkeppni og þörf fyrir að skara fram úr er það sem einkennir far hennar. 5. Rósemi: Þegar þessu stigi er náð er einstakl- ingurinn mjög rólegur, sáttur við lífið og líður yfirhöfuð vel. En um leið og eitthvað utanað- komandi trufiar þetta ástand getur hann komist á stig þar sem honum líður mjög illa. 6. Algleynti er sú tilfinning sem grípur fólk þegar væntingum þess er fullnægt, til dæmis 14 VIKAN 33. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.