Vikan - 13.08.1987, Page 10
HINN HOPURINN
Texti: Jóna Björk Guðnadóttir
Myndir: Valdís Óskarsdóttir, helgi skj. friðjónsson o.fl.
#
Ahvað trúa íslendingar? Þessi spurning hefur leitað á marga og víst er að svörin hafa verið æði
misjöfn. En hvað sem því líður segja tölurnar okkur að um 93% íslendinga séu í þjóðkirkjunni.
Trúariðkun þessa fólks er ákaflega misjöfn. Sumir eru heittrúaðir, aðrir halda því sem kallað er barns-
trúin en hugsanlegt er að hluti hópsins sé algerlega hlutlaus gagnvart trúmálum. Þeir síðastnefndu
trúa ekki á neitt ákveðið en eru samt sem áður ekki nógu róttækir trúleysingjar til að segja sig úr þjóð-
kirkjunni. En á hvað trúa þessi 7% sem eftir eru? Einhverjar ástæður liggja fyrir úrsögn þessa fólks úr
þjóðkirkjunni. Líklega eru róttæku trúleysingjarnir margir í þessum hópi en öruggt er að einnig tilheyra
margir sértrúarsöfnuðum. Við ákváðum að forvitnast um nokkur trúfélög sem starfa hér á landi. Við reyn-
um að gera okkur grein fyrir á hvað meðlimirnir trúa, hvernig trúariðkunum þeirra er háttað, fjáröflunar-
leiðum og annarri starfsemi.
VOTTARJEHÓVA
Heimildarmenn:
Filip van Veen og Jóhann Sigurðsson
Vottar Jehóva eru kristnir en greina sig í
ýmsum grundvallaratriðum frá þjóðkirkjunni
og öðrum kristnum söfnuðum. Nafnið er eitt
það fyrsta sem menn reka augun í þegar þeir
kynnast söfnuðinum. Hvað þýðir vottur Je-
hóva? Meðlimir safnaðarins segja að Jehóva
sé nafn Guðs, guðsins sem venjulega er kallað-
ur Drottinn eða Guð. Þessu til stuðnings
benda þeir á mörg atriði í Bibiíunni. Þeir segja
að nafnið Jehóva hafi fallið niður á mörgum
stöðum og ekki verið tekið inn í þýðingar úr
frummálinu. Nafnið kemur þó fyrir á nokkr-
um stöðum í ritningunni. Einnig má sjá það
í kirkjum og á altaristöflum frá fyrri tímum.
Vottur Jehóva þýðir því einfaldlega sá sem
ber vitni um Guð.
Starf votta Jehóva hófst í Bandaríkjunum
\
10 VIKAN 33. TBL