Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 16
Senclir lögreglunni tveggja
milljón króna reikning
- eftir að 70 m^nidböndum var skilað aftur
Undanfarna mánuði hefur
verið hljótt um myndbanda-
mál þau sem komu upp um
síðustu áramót er lögreglan
fór inn á allar myndbanda-
leigur borgarinnar og tók
alls tæplega 15000 vafasöm
myndbönd í sína vörslu.
Máiin eru nú komin til rann-
sóknarlögreglunnar sem
vinnur að rannsókn þeirra.
Nýlega skilaði lögreglan einni
myndbandaleigunni, Videovali,
70 myndböndum sem gerð
voru upptæk í aðgerðunum um
áramótin...,þeir laumuðu þeim
inn á leiguna til mín á sunnu-
degi..“ segir Björgvin Ólafsson
eigandi Videovals en hann hefur
í framhaldi af þessu útbúið
reikning á hendur lögreglunni
upp á rúmar 2 milljónir króna
sem hann telur vera það tjón
sem hann varð fyrir þar sem
hann gat ekki haft þessi mynd-
bönd til útleigu og er lög-
firæðingur hans nú með reikn-
inginn.
Þetta er ekki fýrsti reikning-
urinn sem Björgvin sendir lög-
reglunni því skömmu eftir að-
gerðirnar var honum skilað 200
myndböndum og rukkaði hann
lögregluna fýrir sólarhrings-
leigu á þeim en hefur ekki feng-
ið það borgað.
Björgvin segir að með þess-
um 70 myndböndum hafi verið
skýrsla sem segir að myndbönd-
unum sé skilað eftir að kvik-
myndaeftirlitið hafi skoðað þau.
Hann skilur ekki þessi vinnu-
brögð því 10 mánuðir eru liðnir
síðan myndböndin voru gerð
upptæk og er hann að íhuga
málshöfðun gegn lögreglunni ef
hann fær ekki greitt leigugjald af
þessum myndböndum fyrir
þetta tímabil.
Þórir Oddsson vararannsókn-
arlögreglustjóri ríkisins segir að
staða mála hjá þeim sé sú að
þeir hafi rannsakað eitt þessara
mála og sent það síðan ríkissak-
sóknara til ákvörðunar. Þaðan
kom málið aftur með beiðni um
frekari rannsókn og gagnasöfn-
un og væri nú verið að vinna að
því. Á meðan svo er bíða hin
málin.
Og þá er vert að geta þess að
samkvæmt heimildum Vikunnar
mun koma ffam fyrirspurn á Al-
þingi til dómsmálaráðherra um
þetta mál í heild sinni í vetur.
FRI.
Ólafur Guðmundsson einn
af eigendum Bergvíkur.
Uppsveifla
á myndbanda
markaði
íslenski myndbandamark-
aðurinn er nú í uppsveiflu
eftir að hafa dalað mikið
með tilkomu Stöðvar 2 fyrir
rúmu ári. Eigendaskipti á
myndbandaleigum eru nú
ekki tíðari en þau voru fyrir
tilkomu Stöðvar 2 og nú eru
gefnir út á milli 45 og 55 nýir
titlar á myndböndum á mán-
uði.
Magnús Kjartansson fram-
kvæmdstjóri Sambands rétthafa
á myndböndum segir að hér á
landi hafi sama sagan endurtek-
ið sig og gerst hafi allsstaðar er-
lendis með tilkomu sjónvarps-
stöðva á borð við Stöð 2. Tíma-
bundinn samdráttur á mynd-
bandamarkaðinum í nokkra
mánuði en síðan réttir markað-
urinn aftur úr kútnum og nær
fyrri fótfestu og telur Magnús
markaðinn á uppleið núna.
Ólafur Guðmundsson einn af
eigendum Bergvíkur sfi, sem sér
um að fjöifalda stóran hluta
þeirra myndbanda sem koma á
markaðinn, segir að það sé eng-
in spurning að markaðurinn sé á
uppleið og aukning á útleigum.
„Myndirnar sem verið er að
gefa út núna eru stöðugt yngri
og yngri og við höfúm það ffam-
yfir Stöð 2 að vera með nýrri
myndir, enda líða 12 til 18 mán-
uðir ffá því að mynd er sett á
myndband þar til sjónvarpstöð
á borð við Stöð 2 má taka þær til
sýningar," segir Ólafur.
f máli Ólafs kemur ffam að
samkeppnin við Stöð 2 hefúr
ekki aðeins leitt til þess að nýrri
myndir eru settar á markaðinn
heldur hafa gæði myndanna
batnað til muna enda sé það
besta leiðin fyrir myndbanda-
leigurnar til að mæta samkeppn-
inni.
„Við höfúm alveg staðist sam-
keppnina við Stöð 2 og má
benda á í því sambandi að allar
16 VIKAN