Vikan


Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 22

Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 22
Edwin Stephansson. „Mig hefur lengi langað til íslands. Ætli það verði nokkuð af því áður en maður drepst. Ellistyrkurinn dugar svo sem varla til langferðalaga." Stephansson House, sem hljóm- aði nokkuð íslenskt, svo forvitn- in dró okkur lengra. I húsi skáldsins Stephansson House reyndist vera fyrrum heimili þjóðskálds- ins, Stefáns G. Stefánssonar, sem stjórnvöld Alberta hafa látið gera upp og breyta í mynjasafn um manninn sem þau nefha mesta skáld vesturheims. Stefán fluttist tvítugur að aldri með foreldrum sínum til vestur- heims. Fjölskyldan settist fyrst að í Wisconsin og síðar í Dakotafylki í Bandaríkjunum, ásamt fjölda annrra íslendinga. Bitrar deilur Stefáns við íslensku mótmælendakirkjuna í Dakota og fráfall föður hans og yngsta sonar 1889 urðu þess valdandi að hann fluttist ásamt fámenn- um hópi íslendinga til Alberta- fylkis, þar sem hópurinn settist að á ónumdu iandi, vestan við Red Deer ána, sem er eitt helsta landamerki þessa héraðs. ís- lenska landnámið hlaut nafhið Edwin og Enida, hafa að mestu dregið sig í hlé frá búskap og selt ríkinu nær alla jörðina. Gömul útihús að falli komin, bera vitni um líflegri daga. Tindastóll og var það eina land- nám íslendinga í hinu víðfema Albertafylki. Sum þekktustu kvæða Stefáns eru óðir til Kanada og Alberta- fylkis og var hann því á Islandi oft nefndur Klettafjallaskáldið. Árið 1909 eftir útkomu kvæða- bálksins Advökur, var Stefán hylltur á íslandi, sem mesta skáld íslands frá miðöldum. Hann lést árið 1927, 74 ára að aldri. Stephansson House var lokað, þegar okkur bar að garði, seint að degi. Félagslyndur köttur, sem hljóp í kringum fæt- ur okkar, benti þó til að ekki væri langt í einhvern manna- bústað og innan skamms heyrð- um við kallað á kisu út úr skógarlundi á bak við hús skáldsins. Handan við ludninn sást í lítið timburhús og brátt kom í ljós maður, nokkuð við aldur, sem var að leita að kettinum. Með rúkandi byssu Það reyndist vera sonarsonur Stefáns G. Stefánssonar, Edwin Stephansson sem var hinn gest- risni bóndi sem átti hina skot- glöðu þýskættuðu húsfreyju, Enidu Stephansson sem mætti 22 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.