Vikan


Vikan - 05.11.1987, Side 29

Vikan - 05.11.1987, Side 29
Roosevelt og Churchill kveðjast eftir að fundum þeirra bar saman I Placentaflóa á Ný- fundnalandi 4.-18. ágúst 1941. Elliot, sonur forsetans, styður föður sinn. „Farið ekki, hr. forseti. Forsætisráðherra Stóra-Bretlands hefur ekkert að fela fyrir forseta Bandaríkjanna." Churchill var þrisvar boðið að ávarpa Bandaríkjaþing, sem þótti óvenjumikill heiður sýndur útlendingi. Þó var hann bandarískur í aðra ættina því móðir hans var fædd og uppalin í New York. Eitt sinn er Churchill hélt ræðu í boði þingheims, minntist hann þessa og sagði að hefði faðir hans en ekki móðir verið bandarískur hefði hann eflaust komist í þingsali Bandaríkja- þings upp á eigin spýtur. Vöktu þessi um- mæli milda kátínu meðal viðstaddra. Churchill lá undir gagnrýni og hnjóði heima fyrir árið 1942. Roosevelt var þá orð- ið hlýtt til síns umsetna vinar og var fullur samúðar. Gerði hann ýmislegt til stuðnings er hjálpaði Churchill að festa sig að nýju í sessi. Risarnir þrír Risamir þrír, leiðtogar þriggja voldug- ustu ríkja bandamanna, þeir Roosvelt, Churchili og Stalín, komu saman í fyrsta sinn til fundar í Teheran í íran í nóvember 1943. Þar beitti Roosevelt persónutöffum sínum til hins ítrasta til að öðlast traust og trúnað Stalíns. Þetta hafði í för með sér gagnrýni forsetans á ýmsar hugmyndir Churchills, ef til vill meiri gagnrýni en for- sætisráðherrann gat auðveldlega fellt sig við auk þess sem honum fannst Roosevelt hampa Stalín meira en góðu hófi gegndi. í kvöldverðarboði þann þrítugasta sama mán- aðar skiptust leiðtogarnir á að skála. Þrátt fyrir gagnrýni Roosevelts var Churchill jafh hlýtt til vinar síns og lýsti í skálaræðu sinni forsetanum sem manni, „ ... er helgað hefur líf til varnar og viðhalds málstaðar hinna minna megandi og hjálparþurfl auk þess að hafa staðið vörð um þær meginreglur sem liggja til grundvallar lýðræðissamfélögum." Annar fundur leiðtoganna þriggja var á Jöltu á Krímskaga við Svartahaf í febrúar 1945. Andríki Churchills naut sín í sím- skeyti sem hann sendi Roosevelt þegar undirbúningur stóð sem hæst og verið var að velja heppilega ferðaleið til Jöltu: „No more let us falter! From Malta to Yalta! Let nobody alter!“ Þetta gæti útlagst á íslensku sem: „Lát stórum stika! Frá Möltu til Jöltu! Frá engu hvika!“ Fundurinn afhjúpaði alvarlegan ágreining meðal bandamanna. Churchill var tortrygg- inn í garð Stalíns og tók orð hans ekki trú- anleg. Hann óttaðist það sem síðar kom á daginn að Sovétmenn myndu ekki láta af hendi þau landsvæði sem herir þeirra lögðu undir sig í styrjöldinni heldur innlima þau í sístækkandi heimsveldi sitt. Roosevelt, sem bar traust til Stalín, gat ekki ímyndað sér að þetta gæti gerst. Hann lifði ekki að sjá hversu dýru verði þessi mistök hans voru keypt því aðeins tveim mánuðum eftir fund- inn á Jöltu lést hann. Styrjöldin var þá á enda. Bandaríkin sáu á bak mikilhæfum leið- toga en Churchill góðum vini. Dómur sögunnar Ekki er ljóst hvernig farið hefði ef ekki hefði komið til hið góða samstarf banda- manna gegn sóknarþunga Möndulveldanna. Það leikur þó enginn vafl á því að það sam- starf styrktist til muna vegna persónulegra kynna og vináttu Churchills og Roosevelts. Eitt sinn er Churchill bar á góma meðan á styrjöldinni stóð sagði Roosevelt með til- finningaþrunginni röddu að enginn hefði getað átt sér betri eða staðfastari banda- mann en þann aldna íhaldsjálk. Hin óvenjugóða samvinna þessara tveggja manna sýndi heiminum hvað hægt er að afreka gegnum staðfestu en þó Iipurð í mannlegum samskiptum í baráttu fyrir sameiginlegum málstað. Þeir lögðu rækt við vináttuna og þá gagnkvæmu virðingu sem milli þeirra ríkti þó vígð væri í eldi styrjald- arátaka. Sagan sýnir okkur að vinátta þessara merku leiðtoga varð Vesturlöndum til bjargar í þeirri viðsjálustu styrjöld sem mannkyn hefur yfir sig leitt. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.