Vikan


Vikan - 05.11.1987, Qupperneq 46

Vikan - 05.11.1987, Qupperneq 46
Næringarfræðingur gerir athugasemd Ritstjóri Vikunnar Eftir lestur greinar um óhollustu jurtafitu, sem birt- ist í síðasta tölublaði Vik- unnar (þann 22.10 1987) get ég ekki látið hjá hða að gera nokkrar athugasemdir. Oska ég eftir að þessar athuga- semdir verði birtar í blaði þínu á ekki minna áberandi stað en umrædd grein. í greininni er brugðið upp mjög einfaldaðri mynd af áhrif- um fituneyslu á heilsufar. Aftur á móti gleymist alveg að geta þess að það eru margir þættir sem spila saman hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Vil ég meðal annars nefha magn kól- esteróls í blóði, hækkaðan blóð- þrýsting, reykingar og streitu. Um óhollustu Omega 6 fitusýra skal ósagt látið (enda liggja ekki endanlegar niðurstöður rann- sókna fyrir). Hitt þykir aftur fúll- sannað að mettuð fita getur auk- ið magn kolesteróls í blóði, en fjölómettuð fita getur lækkað það. Þess vegna mæla næringar- fræðingar með því að neysla fjölómettaðrar fitu sé aukin á kostnað mettaðra fitu. Eftir lestur greinarinnar óttast ég að hinn almenni lesandi álykti sem svo að rétt væri að hætta að borað jurtafitu og snúa sér alfarið að dýrafitu. Blaða- maðurinn hefur nefnilega alveg gleymt að geta þess að sérfærð- ingar ráðleggja fólki að minnka fituneysluna til mikilla muna, því öll ofheysla fitu er skaðleg. í manneldismarkmiðum fyrir íslendinga (sem Manneldisráð hefur sent ffá sér) er mælt með því að fitan veiti ekki meira en 35% af orku fæðunnar og að hlutfall fjölómettaðrar fitu á móti mettaðri fitu (F/M hlutfall) verði ekki meira en 0,4. Fituneysla blaðamannsins þennan eina dag, sem um getur er allt önnur. 59% af orku- neyslu hans kemur úr fitu og F/M hlutfallið er 1,5. Blaðamað- ur þessi virðist ekki borða eins og „meðal íslendingur" því sam- kvæmt síðustu neyslukönnun Manneldisráðs (’79— ’80) reyndist um 41% orkunnar í fæði íslendinga koma ffá fitu og F/M hlutfallið var 0,2. Gefi þessi dagur rétta mynd af fæðuvenj- um hans virðist hann sem sagt langt ffá því að borða eins og „meðal Jóninn" á íslandi. Það er ýmislegt við þessa neyslukönnun blaðamannsins að athuga: 1. Það er mjög ónákvæmt að taka bara einn dag. Hvað borðar hann hina 364 dagana? Gefur þessi eini dagur rétta mynd af neyslu hans? (Vonandi ekki, hans vegna). 2. Næringarefhataflan, sem hann notar við útreikninga sína er ágæt til að áætla heildarneyslu, en alltof ónákvæm til að athuga mettunarástand fitunnar. Hann hefði því þurff að útvega sér ná- kvæmari næringarefhatöflu. 3. Það tíðkast yfirleitt ekki að nota jurtaolíu í bakstur á jólak- ökum og vínarbrauðm. Þess vegna dreg ég mjög í efa að blaðamaðurinn hafi borðað slíkt bakkelsi (þar sem helmingurinn Svar ristjóra Kæra Brynhildur. Því miður gefur bréf þitt ekki tilefhi til að ég birti það á jafh áberandi stað í blaðinu og grein- ina um jurtafituna. Ég þakka þér engu að síður fýrir bréfið, sem er ágætt innlegg í umræðuna um fituneyslu hér á landi. Greinin um jurtafitu hefur að vonum vakið mikla athygli, þar sem hún fjallar um mál sem varðar hagsmuni flestra neyt- enda á íslandi. Þú segir að greinin bregði upp mjög einfaldaðri mynd af áhrifum fituneyslu á heilsufar og er það rétt. Plássið sem var ffá- tekið í blaðinu fyrir umrædda grein, var því miður ekki stærra en svo, að ég neyddist til að stikla á stóru, enda var greininni ekki ætlað að vera tæmandi vís- indaritgerð um hina ólíku áhrifavalda heilsufars. Ofrieysla á fjölómettuðum fitusýrum úr jurtaríkinu, er staðreynd, sem er tímabært að vekja athygli á. Hins vegar var aldrei gefið í skyn í greininni, að menn ættu alfarið að hætta að borða jurtafitu og snúa sér að dýrafitu í staðinn. Eins og þú bendir á, er öll ofneysla fitu skaðleg, en það er einmitt of- neyslan á jurtafitu sem greinin fjallaði um. Aróðurinn gegn dýrafitunni af fitunni er ómettaður). Ályktanir blaðamannsins um að neysluvenjur hans séu ekki á nokkurn hátt ffábrugnar neyslu- venjum þorra fólks á Reykjavík- ursvæðinu er álíka fjarstæðu- kenndar og ef er gerð neyslu- könnun meðal nokkra félaga minna í næringaffæðingastétt og ályktað út frá því hvernig aðrir borða. Nei, neyslukönnun þarf að gera á stórum hópi fólks ef það á að vera nokkurt vit í henni. Öll ofheysla fitu er skaðleg. En fituneysla er líka nauðsynleg. Arakídonsýra er mikið rædd í greininni. Hún ummyndast í lík- amanum í meira en 30 mismun- andi efrii, sem geta haft ólík á- hrif á hjarta- og æðakerfi. Sum valda slökun á æðaveggjum, en önnur valda samdrætti. Þau eru nauðsynlegir þátttakendur í eðlilegri stjórnun á starfsemi líkamans. Enda er bent á það í greininni að ómettaðar fitusýrur séu ekki alfarið af hinu illa. Tilefhi þessara skrifa er að benda á að orsakir hjarta- og æðasjúkdóma eru samspil jf ' J. - i»: Pj t. 21 margra þátta. Það er til lítils að hætta alveg að borða jurtafitu, en snúa sér alfarið að dýrafitu og auka þannig líkur á hækkuðu kólesteróli í blóði. En hækkað kólesteról í blóði er einmitt tal- inn áhættuþáttur hjarta- og æða- sjúkdóma. Við ættum ffekar að snúa okkur að því að minnka heildarfituneyslu. Brynhildur Briem, næringarfræðingur. hefur beinlínis orsakað þessa ofheyslu, sem vísindamenn um heim allan, telja stórvarasama. Og eitthvað eru viðhorf vísinda- manna til dýrafitunnar líka að breytast. Frægur kanadískur líf- efhaffæðingur, Ackerman að nafhi, sagði m.a. á vísindaráð- stefnu sem haldin var í Reykja- vík fýrir nokkrum misserum, að kanadískir læknar séu í óða önn, að taka smjör af bannlista, þegar um er að ræða fæðu hjarta- sjúkra, þar sem vísindamenn í næringarefhafærði eru farnir að hallast að því að smjör, sem er náttúrufæða, sé þrátt fyrir allt ekki óholl til neyslu. Sem næringarffæðingur ættir þú einnig að vita, að vísinda- menn í næringarefnaffæði, eru stórlega farnir að draga úr þýð- ingu F/M hlutfalis, þ.e. hlutfalli fjölómettaðrar og mettaðrar fitu, í fæðu, heldur er nú fýrst og firemst rætt um hlutfall fitusýr- anna Omega 6 úr jurtaríkinu og Omega 3, sem er ríkjandi í fiski- olíum. Ég viðurkenni fúslega að töfl- unni yfir neyslu blaðamannsins var í mörgu ábótavant, m.a. var þar prentvilla sem sýndi 250 gramma brauðsneyðar í stað 25 gramma. Flestir hafa væntanlega áttað sig á því. Tekið var fram að mælingin var ekki gerð sam- kvæmt ströngustu vísindalegum kröfum, hins vegar er umrædd dagsneysla alls ekkert ffábrugð- in neyslu þorra fólks á Reykja- víkursvæðinu, hvað sem neyslu- áskorun Manneldisráðs líður. Hins vegar var þessi dagsneysla aðeins úrtaksprufa, en engin al- menn könnun og lesendur voru hvattir til að bera prufúna sam- an við eigin neyslu. Þú segir að það tíðkist ekki að nota jurtaolíur í bakstur á jóla- kökum og vínarbrauðum. Það er greinilega langt síðan þú hefur bakað, því ég get frætt þig á að flestir nota herta jurtaolíu í bakstur, eða réttara sagt smjör- líki. Fæstir nota smjör, þar sem það er dýrt og fólk trúir því al- mennt að það sé líka óhollt. Þú bendir á að Arakídonsýra ummyndist í líkamanum í yfir 30 nauðsynleg efni, sem hafi ólík áhrif á hjarta- og æðakerfi. Þú hrekur hins vegar ekki niður- stöður vísindamanna, að of- neysla á plöntufitu og þar af leiðandi Arakídonsýru orsaki líka offramleiðslu í líkamanum á neikvæðum fitusýruhormónum, sem grunur leikur á að eigi sök á illvígum og alvarlegum menn- ingarsjúkdómum um heim allan. Með góðri kveðju, Magnús Guðmundsson ritstjóri. 46 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.