Vikan


Vikan - 05.11.1987, Side 50

Vikan - 05.11.1987, Side 50
andi grunnsævaröldurnar hóíust við himin, og brimið sauð og vall við hvert andnes og sker. — Svo leið dagur að kvöldi. Alt af’ stöðugt þyngdi konunni — og veðrið ólmað- ist og sjórinn rauk. Gamla Hrómundi varð það nú ljóst, að brýn nauðsyn var að sækja lækni — og það tafarlaust. Hann vissi að í þorpinu í Spry Bay var ungur og duglegur læknir, Patrik að nafni. En til Spry Bay voru fiillar fimm mílur enskar, og ekki árennilegt sækja þangað í öðrum eins sjó og öðru eins ofsaveðri. Það var hreint ekki viðlit að fara til lands þá um nóttina. En hann vonaði að veðrinu mundi slota með morgunsárinu, og þá gæti hann lagt á stað. Honum kom ekki dúr á auga þá nótt, og hann beið með óþreyju eftir deginum. En þegar loksins dagaði, var veðrið engu væg- ara en daginn áður. Og konan lá nú fyrir dauðanum. Hrómundur vissi — eða þóttist vita - að ekkert gæti bjargað lífi konunnar nema aðstoð læknisins, svo framt að hann kæmi fljótt. Hann sá að hann varð að brjót- ast til lands upp á líf og dauða, og sækja dr. Patrik, að öðrum kosti yrði konan dáin að kvöldi þess dags. Að minnsta kosti þótti honum það sennilegt, efitir líkunum að dæma. Þrisvar gekk hann ofan að sjónum, og þrisvar sneri hann heim afitur að kofanum. - Það var ægilegt að líta út á sundið. Hann horfði á konuna dauðvona; hann leit á börn- in sín sex, bæði ung og smá — þau voru föl og mögur og stóðu kjökrandi í einum hóp skamt frá rúmi móður sinnar. Útlitið var skuggalegt. Og það var tvísýnt að hann næði lifandi til lands. Hann var um tíma á báðum áttum með það, hvað hann ætti að gjöra — að fara eða vera. Ef hann feri ekki, voru börnin hans móðurlaus að kvöldi. - Það var átakanlega sorglegt. En ef hann legði á stað var eins víst að hann ferist á sundinu, og þá voru börnin hans alveg munaðarlaus og hjálparlaus í tómum kofa á eyði-ey. — Og það var enn þá hörmulegra. Þessu var hann að velta fyrir sér um stund, án þess að kom- ast að nokkurri verulegri niðurstöðu. En að lokum fékk hinn ósigrandi kjarkur hans og áræði yfirhöndina. Til lands varð hann að leggja, hvað sem það kostaði. Hann kvaddi konuna og börnin, hratt ffam hinu stóra tveggjamannafari, settist undir árar, reri út úr litlu víkinni fyrir vestan, og fram í brim- rótið og ölduganginn, og stefhdi beint á þorpið í Spry Bay. Og það var heldur undan- hald, heldur en hitt. í þorpinu í Spry Bay stóðu menn niður við sjóinn og horfðu út á sundið. — Þar gengur mjótt og langt nest austur víkina og myndar trygga og góða höfn. Þar er ætíð kvikulaust með öllu, þegar norðaustan veð- ur ganga. En fýrir utan nesið er ofitast ókyrr sjór, og það jafnvel, þegar logn er. Það er hin illræmda Spry Bay-röst; og sá þykir eng- in liðleskja, sem róið fer þar yfir um einn á bát, þegar norðaustan kul er. Þeir stóðu þar niður við höfhina, þorps- búar. Þar voru O’Hara-bræður, O’Brians- menn, Mc Isaacs-ffændur, Reids-menn, og tröllið hann Donald Gaskell — allir heljar- menni og þaulæfðir sjógarpar. En þeim leist ekki á sjóinn þann dag. 50 VIKAN »Hvað er þarna á sundinu?« sagði ein- hver. »Það er bátur«, sagði Donald Gaskell. Hann stóð með krosslagða armana og reykti úr stuttri krítarpípu. »Sá bátur hlýtur að vera vel skipaður mönnum, sem leggur út á sjóinn í dag«, sagði einhver í hópnum. »Það er aðeins einn maður í bátnum«, sagði Donald Gaskell; »og það er sá gamli ís- lendingur, því báturinn kemur ffá eyjunni«. »Þá er hann orðinn ær og örvita«, sögðu hinir. »Nei, ekki mun hann vera ær«, sagði Donald, »heldur mun eitthvað vera að hjá honum, því enginn leggur út á slíkan sjó, á opnum smábát, nema brýn nauðsyn beri til og líf sé í hættu«. Þorpsbúar höfðu nú alt af stöðugt augun á bátnum. Þeir sáu að honum var knálega róið, og að honum miðaði drjúgum áfram, enda var veðrið heldur á eftir. Hann ferðist alt af nær og nær, unz hann kom að brim- röstinni við nesið. Þar var sóknin hörðust Hrómundur var ægilegur, þar sem hann stóö fyrir framan dr. Patrik. Paö komu undarlegir drættir í andlit hans, voðalegur glampi í hin himinbláu augu; hinir sterk- legu, hrufóttu fingur hans krepptust inn í lófana, svo hnúarnir hvítnuöu, og þaö var eins og krampi gripi hvern vöðva og hverja taug í handleggjum. og lengi tvísýnt, hvort hann kæmist af. En að lokum slapp hann yfir röstina og inn á lygn- una fyrir innan nesið. Þar voru menn til taks, sem óðu út í sjóinn á móti honum og drógu bátinn, með Hrómundi í, upp á þurt land. Svo þyrptust menn utan um hann og spurðu hann, hvað honum gengi til að sækja á land í öðru eins voða-veðri. »Dr. Patrik! Dr. Patrik!« sagði Hrómund- ur og stökk út úr bátnum. Hann var í gömlu, rauðu strigafötunum, og var berhöfðaður. »Dr. Patrik á heima þarna upp í hlíðinni«, sagði einn af mönnunum; »en hvað viltu honum? Hver er veikur?» »Dr. Patrik! Dr. Patrik!« var alt sem Hró- mundur sagði. Hann ýtti mönnunum frá sér með hægð, og lagði af stað upp hlíðina, að húsi læknisins, og var stórstígur. Dr. Patrik var inni í verkstofú sinni. Hann sá þetta ægilega, forneskjulega heljarmenni bruna áffam upp snarbratta brekkuna, eins og brekkan væri rennsléttur skeiðvöllur. Hann kendi manninn strax og þóttist vita, í hvaða erindagjörðum hann væri kominn. Og dr. Patrik fann einhvern ónotahroll fara um sig allan. Hér skal þess getið, að dr. Patrik var rúm- lega þrítugur að aldri, ffemur lítill maður vexti, en vel limaður, fölur í andliti með hrafhsvart hár. Þegar Hrómundur kom að húsinu, drap hann á dyr. Og þegar ekki var undir eins lokið upp, opnaði hann hurðina og gekk óboðið inn í stofuna til læknisins. - Það var líka víkinga-siðurinn til forna, og þótti bera vott um einurð; enda mun Hrómundur hafa álitið stofu læknisins opinberan stað, en ekki »prívat«-hús. Og hann hafði nokkuð fyrir sér í því. »Sæll, herra læknir!« sagði Hrómundur; »konan mín er veik — komdu strax með mér út til eyjarinnar, og ég skal borga þér það, sem þú setur upp fyrir fyrirhöfn þína«. »En veðrið er ólmt, og það er alveg ófært í sundinu«, sagði dr. Patrik; »ég get ekki farið með þér, fýr en ögn lægir veðrið«. »Konan er mjög þungt haldin«, sagði Hrómundur. »Að leggja út á sundið í dag, er sama sem að fremja sjálfsmorð«, sagði læknirinn; »en strax og veðrið batnar skal ég fara með þér«. »Konan er dauðvona«, sagði Hrómundur á sinni bjöguðu ensku; »þú verður að koma undir eins!« »Þó öll auðæfi veraldar stæðu mér til boða, feri ég ekki í þessu veðri«, sagði dr. Patrik; »nei, hvorki fyrir kóng né páfa legg ég á sjó í dag!« »En konan deyr«, sagði Hrómundur; »og börnin eru sex, bæði ung og smá«. »Ég á líka konu og börn«, sagði dr. Patrik; »og ég má ekki hlaupa ffá þeim út í opinn dauðann, að raunalausu. Og ég segi það enn einu sinni, að ég legg ekki á sjó í dag«. Gamli Hrómundur sagði nú ekki meira. Hann varð fölur í andliti, kreisti saman var- irnar, varð þungur á brún og augun tindr- uðu — urðu hvöss, hörð og ægileg. Og dr. Patrik sýndist hinn breiði barmur hans þrútna, og nokkur stór tár hrynja niður hrukkótta vanga hans. — En það voru ekki algeng tár — engin örvæntingartár hins yfir- bugaða manns, heldur gremjutár hetjunnar - víkingsins — tár, sem líktust hagli — hörð, köld og nístandi eins og dauðinn. Hrómundur var ægilegur, þar sem hann stóð fyrir ffaman dr. Patrik. Það komu undarlegir drættir í andlit hans, voðalegur glampi í hin himinbláu augu; hinir sterk- legu, hrufóttu fingur hans kreptust inn í Ióf- ana, svo hnúarnir hvítnuðu, og það var eins og krampi gripi hvern vöðva og hverja taug í handleggjum hans og herðum. — Hann steig eitt spor í áttina til læknisins — og nam svo staðar. í huga hans voru tvö sterk öfl að berjast um yfirráðin: skynsemin og ofdirfsk- an. Hann steig ffam annað spor — og nam staðar. — Lækninum fór ekki að lítast á blik- una. Og enn steig heljarmennið ffam eitt spor — og nam staðar. Og um leið náði skynsemin yfirráðum í huga hans, og kom jaftivægi á tilfinningar hans og geðshræring- ar. Andlitið náði affur sínum rétta lit, og hinn geigvænlegi glampi hvarf úr augunum. Hann sneri sér við snúðugt og snögt, gekk hvatlega út úr húsinu, fór ofan brekkuna í fáum skrefúm, og stikaði stórum skrefúm í áttina til bátsins í fjörunni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.