Vikan


Vikan - 05.11.1987, Page 59

Vikan - 05.11.1987, Page 59
Yfirleitt hafa kvikmyndagerðarmenn sýnt geimverur sem ógnvekjandi skrímsl sem ræna fólki og hrella það á aðra lund. Nýjasta dæmið er myndin Rándýrið sem Schwarzen- egger leikur í, en þar veiðir geimveran menn upp á sport (sbr. rjúpuveiðar). Ekki eru þó all- ar geimverur illar og frægasta dæmið um góða geimveru er vafalaust E.T. sem heillaði heimsbyggðina um árið. Þegar geimálfurinn Alf brotlenti geimskipi sínu í bílskúr Tanner fjölskyldunnar fengu sjónvarpsáhorfendur að kynnast alveg nýrri tegund af geimveru. Hann hafði skopskyn, var meinhæðinn, fyndinn og þó indæll á köflum. Hann hefur þrátt fyrir allt stórt hjarta (í eyr- anu). Skapari Alfs er Tom Patchett, en hann hef- ur m.a. unnið við kvikmynd um Prúðuleikar- ana. Hann er ekki heldur ókunnugur í sjón- varpsheiminum vegna þess að hann fram- leiddi Buffalo Bill þættina og skrifaði handrit að Mary Tyler Moore Show. Tengls Alfs við Buffalo Bill þættina sjást í þvi að Max Wright sem leikur fjölskylduföðurinn Willie leikur lika yfirmann Buffalo Bill. Hvað sem öðru líður hefur Alf tekist að heilla jarðabúa upp úr skónum með sjarmer- andi framkomu sinni og nú líta menn upp í himingeiminn frekar með eftirvæntingu en með kvíða eins og áður var. Til að sjá Alf þarf þó ekki að stara út í geiminn. Nóg er að muna að kveikja á sjónvarpinu kl. 16.00 á sunnu- dögum. Alf unir sér vel með sköpurum sínum, þeim Tom Patchett og Bill Fusco.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.