Vikan


Vikan - 28.12.1987, Side 6

Vikan - 28.12.1987, Side 6
Kampakátir stjómannenn knattspymudeildar KR með fangið fullt af rakettum og tertum. Frá vinstri: Birgir Guðjónsson, Lúðvík S. Georgsson og Stefán Haraldsson. 100 tonn af flugeldum í loftið Þegar hátíðimar nálguðust og fólk var komið í jólahug voru framsýnir blaðamenn á Vikunni þegar komnir í ára- mótastemmningu og famir að hlakka til gamlárskvölds með rakettum, blysum og öllu tilheyrandi. TÚ að auð- velda sér biðina bmgðu blaðamaður Vikunnar og ljósmyndari sér á flugelda- sölu. Fyrir valinu varð flugeldasala KR-inga í KR-heimilinu við Frostaskjól. Þar tóku þrír stjórn- armenn í knattspyrnudeildinni á móti þessum óþolinmóðu ung- mennum og leyfðu þeim að fá smá útrás fyrir tilhlökkunina. Að sögn þeirra þremenninga verða u.þ.b. 100 tonn af flugeld- um og öðru dóti til að brenna um áramót flutt inn. Af þessum 100 tonnum flytur knattspyrnu- deild KR inn í kringum 15 tonn, svo þeir eru tiltölulega stórir á Hér sést innihaldið úr fjölskyldupakka frá KR. Fyrir framan er svo úrval af ýmsu smádóti til að gera sér glaðan dag með yfir áramótin. markaðnum. Ekki vildu þeir þó meina að þeir væru einir sér svona magnaðir í sölunni, heldur selja þeir flestum íþróttadeild- um í borginni og svo ýmsum að- ilum úti á landi flugeida í heild- sölu. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru ekki hræddir við að hafa þessar vörur liggjandi á lag- er fram að áramótum svöruðu þeir því til að hættan væri að sjálfsögðu einhver en að öryggis- ráðstafanirnar væru meiri og því væru þeir ekki svo kvíðnir. Ströng gæsla er um lagerinn og sölustaðir eru alltaf tæmdir á kvöldin og varningurinn fluttur á lagerinn. Úrvalið af flugeldum er með ólíkindum, allt frá sakleysisleg- um stjörnuljósum upp í stórar skiparakettur og tívolíbombur. En hvað skyldi svo vera mest keypt? Þeir voru á einu máli um að fjölskyldupakkarnir væru uppistaðan í sölunni og mjög algengt væri að menn keyptu einn pakka og svo tvær, þrjár stórar rakettur eða „tertur". Þó eru til miklir áhugamenn um flugelda sem kaupa íyrir allt að 30 þúsund krónur, og þeir velja hverja rakettu af kostgæfhi. En hvað skyldi dýrðin svo kosta fyrir venjulega fjölskyldu? Jú, fjölskyldupakkarnir kosta frá rúmlega 1000 kr. til 3000 kr. Stakar rakettur kosta svo allt upp í 1400 kr. og sex tívolíbombur í pakka kosta 1600 kr. (til að skjóta þeim þarf skotpall sem kostar 500 kr.) Þannig gæti þá gott gamlárs- kvöld komið út hjá fjölskyld- unni: Fjölskyldupakki: 2500 kr., tvær rakettur: 2000 kr., tívolí- bombur og pallur: 2100 kr. Sam- tals: 6600 kr. Ekki er ólíklegt að þetta sé nálægt því sem meðal- fjölskyldan kaupir þó sumir láti sér að sjálfsögðu minna duga en aðrir mun meira. Eftir að hafa fengið að skoða nægju sína og kannað verðið þökkuðu útsendarar Vikunnar fyrir sig og hurfu á braut með jafhvel enn meiri flðring í maganum en þegar þeir komu. Munið bara að fara varlega með flugelda og allan eld á gaml- árskvöld. Leiðbeiningar á ís- lensku fylgja þegar flugeldarnir eru keyptir hjá KR-ingum og ef farið er eftir þeim ætti allt að ganga slysalaust fyrir sig. - AE L

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.